Hringferð fyrir kröftugt atvinnulíf Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 6. febrúar 2020 09:00 Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er forsenda hagsældar og velferðar og þar munar ekki síst um lítil og meðalstór fyrirtæki í verslun, þjónustu, framleiðslu og nýsköpun af öllum toga. Slíkur rekstur er í raun lífæð atvinnulífsins og mikilvægt að slíkum fyrirtækjum vegni vel. Þess vegna leggur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sérstaka áherslu á að heimsækja lítil og meðalstór fyrirtæki í hringferð sinni um landið að þessu sinni. Þingflokkurinn heimsækir tugi sveitarfélaga á næstu vikum, heldur opna fundi og heimsækir vinnustaði. Það styrkir okkur í okkar störfum að hitta fólkið í landinu og heyra þeirra sögur og sjónarmið. Kjördæmavikan, þegar hlé er gert á þingstörfum, hefur jafnan gefið þingmönnum tækifæri til að sinna eigin kjördæmum. Hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur breytt þessu en nú fara allir þingmenn flokksins saman um landið allt. Þannig heyra þingmennirnir þau sjónarmið sem brenna á fólki, á hverjum stað og í hverju kjördæmi. Þetta gefur okkur heildstæða sýn á hagsmuni fólksins í landinu, hvort sem er til sjávar eða sveita, landsbyggðar eða höfuðborgarsvæðis. Hringferðin hefst í Reykjavík Hringferðin hefst í höfuðborginni á fimmtudagskvöldið 6. febrúar á Kaffi Reykjavík með ávörpum formanns og oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Að því loknu gefst fólki tækifæri til að eiga milliliðalaust spjall við alla þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Sami háttur verður hafður á um landið allt á næstu vikum en strax á föstudaginn liggur leiðin vestur á firði, þaðan verður farið um allt Norðurland og yfir á Austfirði. Þetta er bara fyrsti leggur ferðar en markmiðið er sem fyrr að heimsækja sem flest byggðarlög landsins. Við erum á réttri leið og hlökkum til ferðalagsins. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkurinn Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er forsenda hagsældar og velferðar og þar munar ekki síst um lítil og meðalstór fyrirtæki í verslun, þjónustu, framleiðslu og nýsköpun af öllum toga. Slíkur rekstur er í raun lífæð atvinnulífsins og mikilvægt að slíkum fyrirtækjum vegni vel. Þess vegna leggur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sérstaka áherslu á að heimsækja lítil og meðalstór fyrirtæki í hringferð sinni um landið að þessu sinni. Þingflokkurinn heimsækir tugi sveitarfélaga á næstu vikum, heldur opna fundi og heimsækir vinnustaði. Það styrkir okkur í okkar störfum að hitta fólkið í landinu og heyra þeirra sögur og sjónarmið. Kjördæmavikan, þegar hlé er gert á þingstörfum, hefur jafnan gefið þingmönnum tækifæri til að sinna eigin kjördæmum. Hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur breytt þessu en nú fara allir þingmenn flokksins saman um landið allt. Þannig heyra þingmennirnir þau sjónarmið sem brenna á fólki, á hverjum stað og í hverju kjördæmi. Þetta gefur okkur heildstæða sýn á hagsmuni fólksins í landinu, hvort sem er til sjávar eða sveita, landsbyggðar eða höfuðborgarsvæðis. Hringferðin hefst í Reykjavík Hringferðin hefst í höfuðborginni á fimmtudagskvöldið 6. febrúar á Kaffi Reykjavík með ávörpum formanns og oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Að því loknu gefst fólki tækifæri til að eiga milliliðalaust spjall við alla þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Sami háttur verður hafður á um landið allt á næstu vikum en strax á föstudaginn liggur leiðin vestur á firði, þaðan verður farið um allt Norðurland og yfir á Austfirði. Þetta er bara fyrsti leggur ferðar en markmiðið er sem fyrr að heimsækja sem flest byggðarlög landsins. Við erum á réttri leið og hlökkum til ferðalagsins. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun