Erlent

20 létust úr raflosti

Að minnsta kosti tuttugu létust Nígeríu í dag þegar háspennustrengur féll ofan á strætisvagn með þeim afleingum að straumur hljóp í farþegana. Lögreglan í borginni Port Harcourt hefur staðfest að tuttugu hafi beðið bana en óttast er um líf fleiri.

Óljóst er hve margir voru um borð í vagninum þegar strengurinn féll á hann en miklar rigningar hafa gengið yfir borgina undanfarna daga. Talið er að línan hafi slitnað þegar rigningin gróf undan háspennustaurum sem héldu strengnum uppi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×