Erlent

Tymoshenko gefst ekki upp og ætlar að kæra úrslitin

MYND/AP

Júlía Tymoshenko forsætisráðherra Úkraínu hefur heitið því að kæra niðurstöður forsetakosninganna þar í landi en hún tapaði í kosningunum fyrir Viktor Yanukovich. Tymoshenko hefur ekkert tjáð sig um kosningarnar fyrr en í dag og staðhæfir hún að brögð hafi verið í tafli.

Yanukovich hefur hins vegar hvatt hana til þess að láta af mótmælunum og segja af sér sem forætisráðherra. Alþjóðlegir kosningaeftirlitsmenn hafa sagt að rétt hafi verið staðið að kosningunum og að Yanukovich hafi sigrað með 3,48 prósenta mun.

Tymoshenko ætlar hins vegar ekki að láta sér segjast og lofar stuðningsmönnum sínum að hún muni áfram berjast fyrir því að atkvæði verði talin aftur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×