Skipulag er samstarf 13. febrúar 2010 06:00 Svandís Svavarsdóttir skrifar um skipulagstillögur við Þjórsá Þegar ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar tók við fyrir ári var ljóst að eitt stærsta verkefnið sem fyrir höndum lá var allsherjar siðbót íslenskra stjórnmála. Undanfarið hef ég í starfi mínu sem umhverfisráðherra orðið óþyrmilega vör við nauðsyn þessa, og það hversu fyrri ríkisstjórnir hafa haft óbein áhrif á hugarfar fólks. Nýverið synjaði ég tveimur skipulagstillögum staðfestingar, þar sem upplýst var að vinna við skipulagsgerðina var ekki í samræmi við skipulags- og byggingarlög. Þessi ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð, sem vekur mann til umhugsunar. Umræðan snýst að mínu mati ekki um það hvort lögin hafi verið brotin, þar sem gagnýnin hefur ekki beinst að því að þessi ákvörðun hafi verið ólögmæt í sjálfu sér. Viðbrögðin hafa frekar orðið vegna þessa að ákvörðun snýr að fjármunum og þeirri grundvallarspurningu hvort rétt sé að greiðsla kostnaðar við gerð stefnumótandi ákvarðana eins og skipulagsáætlana eigi að greiðast úr opinberum sjóðum eða af einkaaðilum. Þetta er stór siðferðisspurning sem þarf að svara og hún snýr m.a. að því hvort rétt sé að einkaaðilar eigi með einhverjum hætti að koma að þeirri stefnumótun. Mikilvægt væri að fá fram umræðu um þetta málefni enda sýnir reynslan okkar að opin umræðu um siðferði í stjórnsýslu hvort sem er hjá ríki eða sveitarfélögum er nauðsynleg. Er jafnræði að miða við úrelt vinnulag? Ákvörðun umhverfisráðuneytisins að synja skipulagstillögum við neðri Þjórsá staðfestingar var tekin eftir vandlega skoðun skipulagslaga. Þar þótti ljóst að fé til skipulagsgerðar vegna aðalskipulags má aðeins koma frá sveitarfélögunum sjálfum eða ríkinu, í gegnum Skipulagssjóð. Svo var ekki á Þjórsárbökkum, heldur var vinnan fjármögnuð af væntanlegum framkvæmdaraðila. Þetta er sagt vera alvanalegt vinnulag, en er í raun enn eitt dæmið um ósiði sem fyrri ríkisstjórnir hafa vanið þjóðina á. Vinnan við skipulag Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps var tekin til skoðunar hjá tveimur ráðuneytum, hvað varðar réttmæti þess að framkvæmdaraðili greiði fyrir gerð skipulags. Á vissan hátt má segja að úrskurður samgönguráðuneytisins hafi verið prófmál á valdheimildir sveitarfélaga. Þar sem samgönguráðuneytið hefur yfirumsjón með sveitarstjórnarmálefnum hlýtur úrskurðurinn að vera markandi – og var meðal þess sem umhverfisráðuneytið leit til við ákvörðun sína í málinu. Niðurstaðan var skýr. Vera má að hefð sé fyrir því að framkvæmdaraðilar greiði fyrir skipulagsvinnu, en fyrir því er ekki lagastoð. Þó sumir segi jafnræðisreglu brotna við synjun á skipulagstillögunum, þá er það ekki réttur skilningur á þeirri reglu enda snýst hún ekki um að viðhalda úreltum vinnubrögðum. Innsta kjarnakornið er hvort við fylgjum lögum og reglum, eða hvort við gerum það ekki. Ég kýs að fylgja lögum. Skipulag er samvinnuverkefni Ég hef mikinn skilning á þeim áhyggjum sem sveitarstjórnarmenn hafa í kjölfar úrskurðar samgönguráðherra og synjunar umhverfisráðherra. Þær áhyggjur mega samt ekki fara að hverfast um það að ríki og sveitarfélög séu andstæðingar í skipulagsmálum – því við erum þvert á móti í sama liði þegar kemur að gerð og samþykkt skipulags. Skipulagsmál eru dæmi um verkefni sem ríki og sveitarfélög axla sameiginlega. Sveitarfélögum ber að vinna skipulagsgerðina sjálfa, en samþykkt skipulagsins er verkefni umhverfisráðherra. Í skipulagslögum er kveðið á um skiptingu kostnaðar, svo ríkið leggi ekki ósanngjarnar byrðar á sveitarfélögin. Þar er Skipulagssjóður hugsaður sem varasjóður, sem hentar sérstaklega vel þegar smærri sveitarfélög þurfa aðstoð við gerð stærri skipulagstillagna. Mér sýnist full þörf á að skerpa á úthlutunarreglum Skipulagssjóðs, þannig að sveitarfélögum finnist þau ekki þurfa að leita annað eftir fjárstuðningi. Lausn á fjármögnunarvanda sveitarfélaga felst ekki í að leyfa einkaaðilum að styrkja skipulagsgerð beint, enda er þá hætta á því að fyrirtæki gætu þannig keypt sér skipulag. Miklu fremur ætti að styrkja Skipulagssjóð í sessi og láta hann hafa milligöngu um alla fjárstyrki til skipulagsgerðar. Áhyggjum sveitarstjórnarmanna verður vonandi svarað í frumvarpi til nýrra skipulagslaga, sem senn verður lagt fram á þingi. Ég get fullvissað sveitarstjórnarmenn um að ríkið mun hér eftir sem hingað til gera sitt til að létta undir með skipulagsgerðinni. Það þarf að gera á þann hátt að skipulagsgerðin sé hafin yfir allan vafa og unnin í sem bestri sátt við alla hlutaðeigandi, því skipulagsmál snúast um hagsmuni landsmanna allra – ekki persónur þeirra sem sitja í sveitarstjórnum eða í stóli umhverfisráðherra. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir skrifar um skipulagstillögur við Þjórsá Þegar ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar tók við fyrir ári var ljóst að eitt stærsta verkefnið sem fyrir höndum lá var allsherjar siðbót íslenskra stjórnmála. Undanfarið hef ég í starfi mínu sem umhverfisráðherra orðið óþyrmilega vör við nauðsyn þessa, og það hversu fyrri ríkisstjórnir hafa haft óbein áhrif á hugarfar fólks. Nýverið synjaði ég tveimur skipulagstillögum staðfestingar, þar sem upplýst var að vinna við skipulagsgerðina var ekki í samræmi við skipulags- og byggingarlög. Þessi ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð, sem vekur mann til umhugsunar. Umræðan snýst að mínu mati ekki um það hvort lögin hafi verið brotin, þar sem gagnýnin hefur ekki beinst að því að þessi ákvörðun hafi verið ólögmæt í sjálfu sér. Viðbrögðin hafa frekar orðið vegna þessa að ákvörðun snýr að fjármunum og þeirri grundvallarspurningu hvort rétt sé að greiðsla kostnaðar við gerð stefnumótandi ákvarðana eins og skipulagsáætlana eigi að greiðast úr opinberum sjóðum eða af einkaaðilum. Þetta er stór siðferðisspurning sem þarf að svara og hún snýr m.a. að því hvort rétt sé að einkaaðilar eigi með einhverjum hætti að koma að þeirri stefnumótun. Mikilvægt væri að fá fram umræðu um þetta málefni enda sýnir reynslan okkar að opin umræðu um siðferði í stjórnsýslu hvort sem er hjá ríki eða sveitarfélögum er nauðsynleg. Er jafnræði að miða við úrelt vinnulag? Ákvörðun umhverfisráðuneytisins að synja skipulagstillögum við neðri Þjórsá staðfestingar var tekin eftir vandlega skoðun skipulagslaga. Þar þótti ljóst að fé til skipulagsgerðar vegna aðalskipulags má aðeins koma frá sveitarfélögunum sjálfum eða ríkinu, í gegnum Skipulagssjóð. Svo var ekki á Þjórsárbökkum, heldur var vinnan fjármögnuð af væntanlegum framkvæmdaraðila. Þetta er sagt vera alvanalegt vinnulag, en er í raun enn eitt dæmið um ósiði sem fyrri ríkisstjórnir hafa vanið þjóðina á. Vinnan við skipulag Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps var tekin til skoðunar hjá tveimur ráðuneytum, hvað varðar réttmæti þess að framkvæmdaraðili greiði fyrir gerð skipulags. Á vissan hátt má segja að úrskurður samgönguráðuneytisins hafi verið prófmál á valdheimildir sveitarfélaga. Þar sem samgönguráðuneytið hefur yfirumsjón með sveitarstjórnarmálefnum hlýtur úrskurðurinn að vera markandi – og var meðal þess sem umhverfisráðuneytið leit til við ákvörðun sína í málinu. Niðurstaðan var skýr. Vera má að hefð sé fyrir því að framkvæmdaraðilar greiði fyrir skipulagsvinnu, en fyrir því er ekki lagastoð. Þó sumir segi jafnræðisreglu brotna við synjun á skipulagstillögunum, þá er það ekki réttur skilningur á þeirri reglu enda snýst hún ekki um að viðhalda úreltum vinnubrögðum. Innsta kjarnakornið er hvort við fylgjum lögum og reglum, eða hvort við gerum það ekki. Ég kýs að fylgja lögum. Skipulag er samvinnuverkefni Ég hef mikinn skilning á þeim áhyggjum sem sveitarstjórnarmenn hafa í kjölfar úrskurðar samgönguráðherra og synjunar umhverfisráðherra. Þær áhyggjur mega samt ekki fara að hverfast um það að ríki og sveitarfélög séu andstæðingar í skipulagsmálum – því við erum þvert á móti í sama liði þegar kemur að gerð og samþykkt skipulags. Skipulagsmál eru dæmi um verkefni sem ríki og sveitarfélög axla sameiginlega. Sveitarfélögum ber að vinna skipulagsgerðina sjálfa, en samþykkt skipulagsins er verkefni umhverfisráðherra. Í skipulagslögum er kveðið á um skiptingu kostnaðar, svo ríkið leggi ekki ósanngjarnar byrðar á sveitarfélögin. Þar er Skipulagssjóður hugsaður sem varasjóður, sem hentar sérstaklega vel þegar smærri sveitarfélög þurfa aðstoð við gerð stærri skipulagstillagna. Mér sýnist full þörf á að skerpa á úthlutunarreglum Skipulagssjóðs, þannig að sveitarfélögum finnist þau ekki þurfa að leita annað eftir fjárstuðningi. Lausn á fjármögnunarvanda sveitarfélaga felst ekki í að leyfa einkaaðilum að styrkja skipulagsgerð beint, enda er þá hætta á því að fyrirtæki gætu þannig keypt sér skipulag. Miklu fremur ætti að styrkja Skipulagssjóð í sessi og láta hann hafa milligöngu um alla fjárstyrki til skipulagsgerðar. Áhyggjum sveitarstjórnarmanna verður vonandi svarað í frumvarpi til nýrra skipulagslaga, sem senn verður lagt fram á þingi. Ég get fullvissað sveitarstjórnarmenn um að ríkið mun hér eftir sem hingað til gera sitt til að létta undir með skipulagsgerðinni. Það þarf að gera á þann hátt að skipulagsgerðin sé hafin yfir allan vafa og unnin í sem bestri sátt við alla hlutaðeigandi, því skipulagsmál snúast um hagsmuni landsmanna allra – ekki persónur þeirra sem sitja í sveitarstjórnum eða í stóli umhverfisráðherra. Höfundur er umhverfisráðherra.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun