Skipulag er samstarf 13. febrúar 2010 06:00 Svandís Svavarsdóttir skrifar um skipulagstillögur við Þjórsá Þegar ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar tók við fyrir ári var ljóst að eitt stærsta verkefnið sem fyrir höndum lá var allsherjar siðbót íslenskra stjórnmála. Undanfarið hef ég í starfi mínu sem umhverfisráðherra orðið óþyrmilega vör við nauðsyn þessa, og það hversu fyrri ríkisstjórnir hafa haft óbein áhrif á hugarfar fólks. Nýverið synjaði ég tveimur skipulagstillögum staðfestingar, þar sem upplýst var að vinna við skipulagsgerðina var ekki í samræmi við skipulags- og byggingarlög. Þessi ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð, sem vekur mann til umhugsunar. Umræðan snýst að mínu mati ekki um það hvort lögin hafi verið brotin, þar sem gagnýnin hefur ekki beinst að því að þessi ákvörðun hafi verið ólögmæt í sjálfu sér. Viðbrögðin hafa frekar orðið vegna þessa að ákvörðun snýr að fjármunum og þeirri grundvallarspurningu hvort rétt sé að greiðsla kostnaðar við gerð stefnumótandi ákvarðana eins og skipulagsáætlana eigi að greiðast úr opinberum sjóðum eða af einkaaðilum. Þetta er stór siðferðisspurning sem þarf að svara og hún snýr m.a. að því hvort rétt sé að einkaaðilar eigi með einhverjum hætti að koma að þeirri stefnumótun. Mikilvægt væri að fá fram umræðu um þetta málefni enda sýnir reynslan okkar að opin umræðu um siðferði í stjórnsýslu hvort sem er hjá ríki eða sveitarfélögum er nauðsynleg. Er jafnræði að miða við úrelt vinnulag? Ákvörðun umhverfisráðuneytisins að synja skipulagstillögum við neðri Þjórsá staðfestingar var tekin eftir vandlega skoðun skipulagslaga. Þar þótti ljóst að fé til skipulagsgerðar vegna aðalskipulags má aðeins koma frá sveitarfélögunum sjálfum eða ríkinu, í gegnum Skipulagssjóð. Svo var ekki á Þjórsárbökkum, heldur var vinnan fjármögnuð af væntanlegum framkvæmdaraðila. Þetta er sagt vera alvanalegt vinnulag, en er í raun enn eitt dæmið um ósiði sem fyrri ríkisstjórnir hafa vanið þjóðina á. Vinnan við skipulag Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps var tekin til skoðunar hjá tveimur ráðuneytum, hvað varðar réttmæti þess að framkvæmdaraðili greiði fyrir gerð skipulags. Á vissan hátt má segja að úrskurður samgönguráðuneytisins hafi verið prófmál á valdheimildir sveitarfélaga. Þar sem samgönguráðuneytið hefur yfirumsjón með sveitarstjórnarmálefnum hlýtur úrskurðurinn að vera markandi – og var meðal þess sem umhverfisráðuneytið leit til við ákvörðun sína í málinu. Niðurstaðan var skýr. Vera má að hefð sé fyrir því að framkvæmdaraðilar greiði fyrir skipulagsvinnu, en fyrir því er ekki lagastoð. Þó sumir segi jafnræðisreglu brotna við synjun á skipulagstillögunum, þá er það ekki réttur skilningur á þeirri reglu enda snýst hún ekki um að viðhalda úreltum vinnubrögðum. Innsta kjarnakornið er hvort við fylgjum lögum og reglum, eða hvort við gerum það ekki. Ég kýs að fylgja lögum. Skipulag er samvinnuverkefni Ég hef mikinn skilning á þeim áhyggjum sem sveitarstjórnarmenn hafa í kjölfar úrskurðar samgönguráðherra og synjunar umhverfisráðherra. Þær áhyggjur mega samt ekki fara að hverfast um það að ríki og sveitarfélög séu andstæðingar í skipulagsmálum – því við erum þvert á móti í sama liði þegar kemur að gerð og samþykkt skipulags. Skipulagsmál eru dæmi um verkefni sem ríki og sveitarfélög axla sameiginlega. Sveitarfélögum ber að vinna skipulagsgerðina sjálfa, en samþykkt skipulagsins er verkefni umhverfisráðherra. Í skipulagslögum er kveðið á um skiptingu kostnaðar, svo ríkið leggi ekki ósanngjarnar byrðar á sveitarfélögin. Þar er Skipulagssjóður hugsaður sem varasjóður, sem hentar sérstaklega vel þegar smærri sveitarfélög þurfa aðstoð við gerð stærri skipulagstillagna. Mér sýnist full þörf á að skerpa á úthlutunarreglum Skipulagssjóðs, þannig að sveitarfélögum finnist þau ekki þurfa að leita annað eftir fjárstuðningi. Lausn á fjármögnunarvanda sveitarfélaga felst ekki í að leyfa einkaaðilum að styrkja skipulagsgerð beint, enda er þá hætta á því að fyrirtæki gætu þannig keypt sér skipulag. Miklu fremur ætti að styrkja Skipulagssjóð í sessi og láta hann hafa milligöngu um alla fjárstyrki til skipulagsgerðar. Áhyggjum sveitarstjórnarmanna verður vonandi svarað í frumvarpi til nýrra skipulagslaga, sem senn verður lagt fram á þingi. Ég get fullvissað sveitarstjórnarmenn um að ríkið mun hér eftir sem hingað til gera sitt til að létta undir með skipulagsgerðinni. Það þarf að gera á þann hátt að skipulagsgerðin sé hafin yfir allan vafa og unnin í sem bestri sátt við alla hlutaðeigandi, því skipulagsmál snúast um hagsmuni landsmanna allra – ekki persónur þeirra sem sitja í sveitarstjórnum eða í stóli umhverfisráðherra. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir skrifar um skipulagstillögur við Þjórsá Þegar ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar tók við fyrir ári var ljóst að eitt stærsta verkefnið sem fyrir höndum lá var allsherjar siðbót íslenskra stjórnmála. Undanfarið hef ég í starfi mínu sem umhverfisráðherra orðið óþyrmilega vör við nauðsyn þessa, og það hversu fyrri ríkisstjórnir hafa haft óbein áhrif á hugarfar fólks. Nýverið synjaði ég tveimur skipulagstillögum staðfestingar, þar sem upplýst var að vinna við skipulagsgerðina var ekki í samræmi við skipulags- og byggingarlög. Þessi ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð, sem vekur mann til umhugsunar. Umræðan snýst að mínu mati ekki um það hvort lögin hafi verið brotin, þar sem gagnýnin hefur ekki beinst að því að þessi ákvörðun hafi verið ólögmæt í sjálfu sér. Viðbrögðin hafa frekar orðið vegna þessa að ákvörðun snýr að fjármunum og þeirri grundvallarspurningu hvort rétt sé að greiðsla kostnaðar við gerð stefnumótandi ákvarðana eins og skipulagsáætlana eigi að greiðast úr opinberum sjóðum eða af einkaaðilum. Þetta er stór siðferðisspurning sem þarf að svara og hún snýr m.a. að því hvort rétt sé að einkaaðilar eigi með einhverjum hætti að koma að þeirri stefnumótun. Mikilvægt væri að fá fram umræðu um þetta málefni enda sýnir reynslan okkar að opin umræðu um siðferði í stjórnsýslu hvort sem er hjá ríki eða sveitarfélögum er nauðsynleg. Er jafnræði að miða við úrelt vinnulag? Ákvörðun umhverfisráðuneytisins að synja skipulagstillögum við neðri Þjórsá staðfestingar var tekin eftir vandlega skoðun skipulagslaga. Þar þótti ljóst að fé til skipulagsgerðar vegna aðalskipulags má aðeins koma frá sveitarfélögunum sjálfum eða ríkinu, í gegnum Skipulagssjóð. Svo var ekki á Þjórsárbökkum, heldur var vinnan fjármögnuð af væntanlegum framkvæmdaraðila. Þetta er sagt vera alvanalegt vinnulag, en er í raun enn eitt dæmið um ósiði sem fyrri ríkisstjórnir hafa vanið þjóðina á. Vinnan við skipulag Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps var tekin til skoðunar hjá tveimur ráðuneytum, hvað varðar réttmæti þess að framkvæmdaraðili greiði fyrir gerð skipulags. Á vissan hátt má segja að úrskurður samgönguráðuneytisins hafi verið prófmál á valdheimildir sveitarfélaga. Þar sem samgönguráðuneytið hefur yfirumsjón með sveitarstjórnarmálefnum hlýtur úrskurðurinn að vera markandi – og var meðal þess sem umhverfisráðuneytið leit til við ákvörðun sína í málinu. Niðurstaðan var skýr. Vera má að hefð sé fyrir því að framkvæmdaraðilar greiði fyrir skipulagsvinnu, en fyrir því er ekki lagastoð. Þó sumir segi jafnræðisreglu brotna við synjun á skipulagstillögunum, þá er það ekki réttur skilningur á þeirri reglu enda snýst hún ekki um að viðhalda úreltum vinnubrögðum. Innsta kjarnakornið er hvort við fylgjum lögum og reglum, eða hvort við gerum það ekki. Ég kýs að fylgja lögum. Skipulag er samvinnuverkefni Ég hef mikinn skilning á þeim áhyggjum sem sveitarstjórnarmenn hafa í kjölfar úrskurðar samgönguráðherra og synjunar umhverfisráðherra. Þær áhyggjur mega samt ekki fara að hverfast um það að ríki og sveitarfélög séu andstæðingar í skipulagsmálum – því við erum þvert á móti í sama liði þegar kemur að gerð og samþykkt skipulags. Skipulagsmál eru dæmi um verkefni sem ríki og sveitarfélög axla sameiginlega. Sveitarfélögum ber að vinna skipulagsgerðina sjálfa, en samþykkt skipulagsins er verkefni umhverfisráðherra. Í skipulagslögum er kveðið á um skiptingu kostnaðar, svo ríkið leggi ekki ósanngjarnar byrðar á sveitarfélögin. Þar er Skipulagssjóður hugsaður sem varasjóður, sem hentar sérstaklega vel þegar smærri sveitarfélög þurfa aðstoð við gerð stærri skipulagstillagna. Mér sýnist full þörf á að skerpa á úthlutunarreglum Skipulagssjóðs, þannig að sveitarfélögum finnist þau ekki þurfa að leita annað eftir fjárstuðningi. Lausn á fjármögnunarvanda sveitarfélaga felst ekki í að leyfa einkaaðilum að styrkja skipulagsgerð beint, enda er þá hætta á því að fyrirtæki gætu þannig keypt sér skipulag. Miklu fremur ætti að styrkja Skipulagssjóð í sessi og láta hann hafa milligöngu um alla fjárstyrki til skipulagsgerðar. Áhyggjum sveitarstjórnarmanna verður vonandi svarað í frumvarpi til nýrra skipulagslaga, sem senn verður lagt fram á þingi. Ég get fullvissað sveitarstjórnarmenn um að ríkið mun hér eftir sem hingað til gera sitt til að létta undir með skipulagsgerðinni. Það þarf að gera á þann hátt að skipulagsgerðin sé hafin yfir allan vafa og unnin í sem bestri sátt við alla hlutaðeigandi, því skipulagsmál snúast um hagsmuni landsmanna allra – ekki persónur þeirra sem sitja í sveitarstjórnum eða í stóli umhverfisráðherra. Höfundur er umhverfisráðherra.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun