Erlent

Nýnasistar safnast saman í Dresden - búist við átökum

Mikill viðbúnaður er nú í þýsku borginni Dresden en þar hafa þúsundir mótmælenda safnast saman til þess að stöðva göngu Nýnasista um borgina. Nasistarnir minnast þess í dag að 65 ár eru liðin frá því að bandamenn gerðu loftárás á borgina á síðustu dögum Seinni heimstyrjaldarinnar en talið er að um 25 þúsund manns hafi látist, mest óbreyttir borgarar.

Talið er að um sex þúsund nýnasistar víðsvegar úr heiminum hafi safnast saman í Dresden og eru mótmælendurnir álíka margir. Um 4000 lögreglumenn eru í viðbragðsstöðu í borginni en mótmælendurnir hafa sagst ætla að stöðva gönguna hvað sem það kostar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×