Erlent

Jafnar sig eftir hjartaþræðingu

Bill Clinton Getur haldið áfram að vinna innan fárra daga.fréttablaðið/AP
Bill Clinton Getur haldið áfram að vinna innan fárra daga.fréttablaðið/AP
Bandaríkin, AP Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er sagður vera við góða heilsu eftir að hafa þurft að gangast undir hjartaþræðingu á sjúkrahúsi í New York.

Hann fór heim til sín í gær og reiknar með að komast til starfa á ný innan fárra daga. Hann hefur undanfarið beint kröftum sínum að því að útvega söfnunarfé og aðstoð fyrir Haítíbúa, en hann er sérlegur erindreki Sameinuðu þjóðanna gagnvart Haítí.

Fyrir fimm árum lagðist Clinton inn á sama sjúkrahús þar sem hann þurfti að gangast undir aðgerð á hjarta.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×