Siðmennt 20 ára 13. febrúar 2010 06:00 Hope Knútsson skrifar um Siðmennt Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, er málsvari manngildisstefnu og frjálsrar hugsunar. Það starfar óháð trúarsetningum og stendur fyrir félagslegum athöfnum. Siðmennt var stofnað 15. febrúar 1990 og verður 20 ára 15. febrúar nk. Það er við hæfi að spyrja hvað hefur breyst í íslensku samfélagi á þessum tveimur áratugum í kjölfar stofnunar Siðmenntar. Hugtakið lífsskoðunarfélag hefur náð fótfestu í þjóðfélaginu. Lífsskoðunarfélög geta verið bæði veraldleg og trúarleg. Með lífsskoðunarfélagi er átt við félagsskap sem fjallar um siðfræði og þekkingarfræði og þjónustar við tímamótaathafnir fjölskyldna. Þessi viðfangsefni eru sambærileg þjónustu trúfélaga en inntakið er ekki trúarlegt og athöfnunum stýrir athafnarstjóri í stað prests. Hugtakið lífsskoðunarfélag er nú víða notað, bæði meðal almennings og innan stjórnsýslunnar. Nú (Gallup des. 2009) eru 74% þjóðarinnar þeirrar skoðunar að það beri að aðskilja ríkið og kirkju. Enn fremur eru 70% meðlima þjóðkirkjunnar sammála því. Siðmennt hefur frá upphafi barist fyrir raunverulegu trúfrelsi á Íslandi. Þar með fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju og gegn hvers kyns mismunun lífsskoðunarfélaga. Með fullum aðskilnaði gætu nokkrir milljarðar króna sparast árlega. Í dag þykir sjálfsagt og eðlilegt að unglingar velti fyrir sér hvort þeir vilji fermast kirkjulega eða borgaralega eða alls ekki. Borgaraleg ferming verður vinsælli með ári hverju. Þátttakendum í borgaralegri fermingu hefur fjölgað um 35% frá því á síðasta ári og eru nú ríflega 160 talsins skipt niður á sex námskeiðshópa auk fjarnáms. Það verða fjórar athafnir í vor; tvær í Reykjavík, ein á Akureyri og ein á Fljótsdalshéraði. Nú getur íslenskur almenningur valið um ólíka þjónustu þegar kemur að öllum mikilvægum tímamótum lífsins, þ.e. nafngiftir, giftingar og útfarir á veraldlegan eða húmanískan máta. Tíu sérþjálfaðir athafnarstjórar starfa nú á vegum Siðmenntar. Flestir er nú því sammála að það sé óeðlilegt að nýfædd ómálga börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélag móður. Jafnréttisyfirvöld með dóms-og mannréttindaráðherra í fararbroddi vinna nú að því að breyta þessu með lögum. Sífellt fleiri gera sér grein fyrir því að trúboð í opinberum skólum er í senn bæði óviðeigandi og brot á lögum. Flestir gera sér grein fyrir því að það er mikill munur á fræðslu um trúarbrögð í skólum og trúboði. Ár hvert leitar fjöldi foreldra til Siðmenntar vegna þessa. Að gefnu tilefni ber að taka fram að Siðmennt styður fræðslu um trúarbrögð og kennslu í siðfræði og gagnrýnni hugsun. Siðmennt er virkur þátttakandi í erlendum sem innlendum samtökum. Má þar nefna International Humanist and Ethical Union, The European Humanist Federation og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Siðmennt hefur fengið nokkrar viðurkenningar bæði hér á landi og á alþjóðlegum vettvangi. Frá árinu 2005 hefur Siðmennt árlega veitt sérstaka húmanistaviðurkenningu fyrir framúrskarandi störf í þágu mannréttinda og/eða mannúðar á Íslandi. Frá árinu 2008 hefur félagið einnig veitt fræðslu- og vísindaviðurkenningu fyrir mikilvæg framlög í þágu fræðslumála á Íslandi. Nú í tilefni 20 ára afmælis Siðmenntar undirbýr stjórn félagsins ýmsa viðburði sem haldnir verða á árinu. Má þar nefna meðal annars málþing um veraldlegt samfélag. Höfundur er formaður Siðmenntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Hope Knútsson skrifar um Siðmennt Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, er málsvari manngildisstefnu og frjálsrar hugsunar. Það starfar óháð trúarsetningum og stendur fyrir félagslegum athöfnum. Siðmennt var stofnað 15. febrúar 1990 og verður 20 ára 15. febrúar nk. Það er við hæfi að spyrja hvað hefur breyst í íslensku samfélagi á þessum tveimur áratugum í kjölfar stofnunar Siðmenntar. Hugtakið lífsskoðunarfélag hefur náð fótfestu í þjóðfélaginu. Lífsskoðunarfélög geta verið bæði veraldleg og trúarleg. Með lífsskoðunarfélagi er átt við félagsskap sem fjallar um siðfræði og þekkingarfræði og þjónustar við tímamótaathafnir fjölskyldna. Þessi viðfangsefni eru sambærileg þjónustu trúfélaga en inntakið er ekki trúarlegt og athöfnunum stýrir athafnarstjóri í stað prests. Hugtakið lífsskoðunarfélag er nú víða notað, bæði meðal almennings og innan stjórnsýslunnar. Nú (Gallup des. 2009) eru 74% þjóðarinnar þeirrar skoðunar að það beri að aðskilja ríkið og kirkju. Enn fremur eru 70% meðlima þjóðkirkjunnar sammála því. Siðmennt hefur frá upphafi barist fyrir raunverulegu trúfrelsi á Íslandi. Þar með fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju og gegn hvers kyns mismunun lífsskoðunarfélaga. Með fullum aðskilnaði gætu nokkrir milljarðar króna sparast árlega. Í dag þykir sjálfsagt og eðlilegt að unglingar velti fyrir sér hvort þeir vilji fermast kirkjulega eða borgaralega eða alls ekki. Borgaraleg ferming verður vinsælli með ári hverju. Þátttakendum í borgaralegri fermingu hefur fjölgað um 35% frá því á síðasta ári og eru nú ríflega 160 talsins skipt niður á sex námskeiðshópa auk fjarnáms. Það verða fjórar athafnir í vor; tvær í Reykjavík, ein á Akureyri og ein á Fljótsdalshéraði. Nú getur íslenskur almenningur valið um ólíka þjónustu þegar kemur að öllum mikilvægum tímamótum lífsins, þ.e. nafngiftir, giftingar og útfarir á veraldlegan eða húmanískan máta. Tíu sérþjálfaðir athafnarstjórar starfa nú á vegum Siðmenntar. Flestir er nú því sammála að það sé óeðlilegt að nýfædd ómálga börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélag móður. Jafnréttisyfirvöld með dóms-og mannréttindaráðherra í fararbroddi vinna nú að því að breyta þessu með lögum. Sífellt fleiri gera sér grein fyrir því að trúboð í opinberum skólum er í senn bæði óviðeigandi og brot á lögum. Flestir gera sér grein fyrir því að það er mikill munur á fræðslu um trúarbrögð í skólum og trúboði. Ár hvert leitar fjöldi foreldra til Siðmenntar vegna þessa. Að gefnu tilefni ber að taka fram að Siðmennt styður fræðslu um trúarbrögð og kennslu í siðfræði og gagnrýnni hugsun. Siðmennt er virkur þátttakandi í erlendum sem innlendum samtökum. Má þar nefna International Humanist and Ethical Union, The European Humanist Federation og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Siðmennt hefur fengið nokkrar viðurkenningar bæði hér á landi og á alþjóðlegum vettvangi. Frá árinu 2005 hefur Siðmennt árlega veitt sérstaka húmanistaviðurkenningu fyrir framúrskarandi störf í þágu mannréttinda og/eða mannúðar á Íslandi. Frá árinu 2008 hefur félagið einnig veitt fræðslu- og vísindaviðurkenningu fyrir mikilvæg framlög í þágu fræðslumála á Íslandi. Nú í tilefni 20 ára afmælis Siðmenntar undirbýr stjórn félagsins ýmsa viðburði sem haldnir verða á árinu. Má þar nefna meðal annars málþing um veraldlegt samfélag. Höfundur er formaður Siðmenntar.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun