Forstjóri Fiat Chrysler vill sameiningu við Toyota, Volkswagen eða Ford Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2016 10:45 Sergio Marchionne forstjóri Fiat Chrysler. Forstjóri Fiat Chrysler, Sergio Marchionne hefur lengi leitað eftir sameiningu við að annan stóran bílaframleiðanda og telur að Fiat Chrysler sé of lítill bílaframleiðandi til að geta keppt á jafnréttisgrundvelli við aðra stóra bílaframleiðendur vegna stærðarhagkvæmni þeirra. Eftir að tilraunir hans til að ná sameiningu við General Motors mistókust hefur hann hallað sér að Toyota, Volkswagen og Ford um hugsanlega sameiningu. Hvort að það tekst áður en hann lætur að störfum árið 2018 er allsendis óvíst, en hann segir að ef það verður seinna sé það höfuverkur arftaka hans. Sameining verði ekki umflúin. Hann telur að dyrnar hafi aldrei lokast fyrir sameiningu og áfram verði haldið við tilraunir til þess. Marchionne hefur reyndar nefnt einn bílaframleiðanda enn, þ.e. kóreska bílaframleiðandann Hyundai sem einnig á Kia, en að sú sameining sé ólíklegust þar sem að kóreskir framleiðendur séu almennt ekki tilbúnir til neinnar sameiningar við aðra framleiðendur. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent
Forstjóri Fiat Chrysler, Sergio Marchionne hefur lengi leitað eftir sameiningu við að annan stóran bílaframleiðanda og telur að Fiat Chrysler sé of lítill bílaframleiðandi til að geta keppt á jafnréttisgrundvelli við aðra stóra bílaframleiðendur vegna stærðarhagkvæmni þeirra. Eftir að tilraunir hans til að ná sameiningu við General Motors mistókust hefur hann hallað sér að Toyota, Volkswagen og Ford um hugsanlega sameiningu. Hvort að það tekst áður en hann lætur að störfum árið 2018 er allsendis óvíst, en hann segir að ef það verður seinna sé það höfuverkur arftaka hans. Sameining verði ekki umflúin. Hann telur að dyrnar hafi aldrei lokast fyrir sameiningu og áfram verði haldið við tilraunir til þess. Marchionne hefur reyndar nefnt einn bílaframleiðanda enn, þ.e. kóreska bílaframleiðandann Hyundai sem einnig á Kia, en að sú sameining sé ólíklegust þar sem að kóreskir framleiðendur séu almennt ekki tilbúnir til neinnar sameiningar við aðra framleiðendur.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent