Um verkfall heilbrigðisstétta Sigríður Kristinsdóttir skrifar 21. maí 2015 07:00 Það vekur mikla undrun að landlæknir skuli taka afgerandi afstöðu í kjaradeilu heilbrigðisstétta með ummælum um geislafræðinga. Hann á að gæta hagsmuna almennings, og þar eru sjúklingar meðtaldir, en undanfarna daga virðist hann hafa verið talsmaður ríkisstjórnarinnar. Hann á að vera maður sátta en ekki deilna. Það sem ég hef kynnst landlæknum hingað til hef ég ekki heyrt þá tala með svona hætti um verkföll eða útgöngu heilbrigðisstétta, sem leitast við að fá kjör sín bætt, og hef þó reynslu af því að vera meðal þeirra sjúkraliða sem gengið hafa út vegna óánægju með kaup og kjör, eða hafa farið í verkfall. Þó vil ég segja nýjum landlækni til hróss að hann hefur verið beinskeyttur í gagnrýni á niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni. Sú umræða sem hefur skapast í þjóðfélaginu, að það eigi að skammta fólki laun í gegnum kjaradóm, er umræða um að svipta fólk verkfallsrétti en það var eitt af þeim málum sem forsvarsmenn opinberra starfsmanna börðust lengi fyrir að fá, en fengu ekki nema takmarkaðan fyrr en 1977. Þeir eru margir sem þiggja þjónustu heilbrigðisstarfsfólks sem vinnur hratt og vel sín störf og af mikilli nákvæmni, því allt er þetta nákvæmnisvinna. Það hefði farið vel á því að við almenningur í landinu styddum baráttuna, efndum til mótmælastöðu og stuðningsaðgerða með greinaskrifum eða á annan hátt sem hverjum og einum væri best lagið. Það vita allir sem vilja vita að meirihluti starfsfólks á heilbrigðisstofnunum er konur og vona ég að sá hugsunarháttur sé ekki enn ríkjandi í þjóðfélaginu að konur eigi að vinna að mannúðarstörfum án þess að fá greitt fyrir. Varla mun sú ráðstefna, sem á að fara fram í sumar þar sem aðgangseyrir er um 140.000 krónur fyrir einstakling, bæta mikið þar úr? Að minnsta kosti er ekki að búast við því að heilbrigðisstéttir geti keypt sig inn á þessa ráðstefnu þegar búið er að greiða fyrir þær nauðsynjar sem þarf í daglega lífinu. Og ekki held ég að utanríkisráðherrann segi mér neitt nýtt um baráttu kvenna, hvorki á vinnumarkaði né í þjóðfélaginu.Samhugur mikilvægur Það er mjög mikilvægt að heilbrigðisstéttirnar finni fyrir samhug núna á erfiðum tímum, eins og verkfall skapar. Ég hef sjálf unnið á Landspítalanum sem sjúkraliði og þekki innviði hans ágætlega og veit að t.d. starfsaðstaða margra er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. T.d. þar sem blóðprufur eru teknar í kjallaranum á Landspítalanum eru gluggar upp við loft þannig að ekkert sést út. Dagsbirtan rétt nær að koma inn í herbergið þar sem fólk þarf að vinna allan daginn. Að ekki sé talað um skúrana á bak við spítalann sem eru ekki góðir vinnustaðir. Hef líka þurft að þiggja mikla þjónustu á ríkisspítölum undanfarin fimm ár og hef aldrei mætt öðru en velvild og vilja til að leysa úr mínum vandamálum, á hvaða deild sem er á sjúkrahúsinu, sem er mjög mikils virði fyrir þá sem þangað þurfa að leita. Er með ólæknandi sjúkdóm og mundi ekki geta verið heima og notið sæmilegra lífsgæða ef Landspítalans og hins góða starfsfólks nyti ekki við. Starfsfólkið er búið að reyna að semja við fjárveitingarvaldið í langan tíma en án árangurs. Síðustu samningar voru bráðabirgðasamningar enda var ástandið í þjóðfélaginu þannig að ekki var von á miklum kjarabótum. En það var vitað að þegar ástandið batnaði í þjóðfélaginu kæmi upp sú eðlilega krafa að almenningur vildi fá sinn hluta af kökunni en ekki bara Sigmundur Davíð. Ég vona að mál heilbrigðisstarfsmanna leysist sem fyrst og að landlæknir sjái að sér og tali varlegar í framtíðinni um heilbrigðisstéttirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Það vekur mikla undrun að landlæknir skuli taka afgerandi afstöðu í kjaradeilu heilbrigðisstétta með ummælum um geislafræðinga. Hann á að gæta hagsmuna almennings, og þar eru sjúklingar meðtaldir, en undanfarna daga virðist hann hafa verið talsmaður ríkisstjórnarinnar. Hann á að vera maður sátta en ekki deilna. Það sem ég hef kynnst landlæknum hingað til hef ég ekki heyrt þá tala með svona hætti um verkföll eða útgöngu heilbrigðisstétta, sem leitast við að fá kjör sín bætt, og hef þó reynslu af því að vera meðal þeirra sjúkraliða sem gengið hafa út vegna óánægju með kaup og kjör, eða hafa farið í verkfall. Þó vil ég segja nýjum landlækni til hróss að hann hefur verið beinskeyttur í gagnrýni á niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni. Sú umræða sem hefur skapast í þjóðfélaginu, að það eigi að skammta fólki laun í gegnum kjaradóm, er umræða um að svipta fólk verkfallsrétti en það var eitt af þeim málum sem forsvarsmenn opinberra starfsmanna börðust lengi fyrir að fá, en fengu ekki nema takmarkaðan fyrr en 1977. Þeir eru margir sem þiggja þjónustu heilbrigðisstarfsfólks sem vinnur hratt og vel sín störf og af mikilli nákvæmni, því allt er þetta nákvæmnisvinna. Það hefði farið vel á því að við almenningur í landinu styddum baráttuna, efndum til mótmælastöðu og stuðningsaðgerða með greinaskrifum eða á annan hátt sem hverjum og einum væri best lagið. Það vita allir sem vilja vita að meirihluti starfsfólks á heilbrigðisstofnunum er konur og vona ég að sá hugsunarháttur sé ekki enn ríkjandi í þjóðfélaginu að konur eigi að vinna að mannúðarstörfum án þess að fá greitt fyrir. Varla mun sú ráðstefna, sem á að fara fram í sumar þar sem aðgangseyrir er um 140.000 krónur fyrir einstakling, bæta mikið þar úr? Að minnsta kosti er ekki að búast við því að heilbrigðisstéttir geti keypt sig inn á þessa ráðstefnu þegar búið er að greiða fyrir þær nauðsynjar sem þarf í daglega lífinu. Og ekki held ég að utanríkisráðherrann segi mér neitt nýtt um baráttu kvenna, hvorki á vinnumarkaði né í þjóðfélaginu.Samhugur mikilvægur Það er mjög mikilvægt að heilbrigðisstéttirnar finni fyrir samhug núna á erfiðum tímum, eins og verkfall skapar. Ég hef sjálf unnið á Landspítalanum sem sjúkraliði og þekki innviði hans ágætlega og veit að t.d. starfsaðstaða margra er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. T.d. þar sem blóðprufur eru teknar í kjallaranum á Landspítalanum eru gluggar upp við loft þannig að ekkert sést út. Dagsbirtan rétt nær að koma inn í herbergið þar sem fólk þarf að vinna allan daginn. Að ekki sé talað um skúrana á bak við spítalann sem eru ekki góðir vinnustaðir. Hef líka þurft að þiggja mikla þjónustu á ríkisspítölum undanfarin fimm ár og hef aldrei mætt öðru en velvild og vilja til að leysa úr mínum vandamálum, á hvaða deild sem er á sjúkrahúsinu, sem er mjög mikils virði fyrir þá sem þangað þurfa að leita. Er með ólæknandi sjúkdóm og mundi ekki geta verið heima og notið sæmilegra lífsgæða ef Landspítalans og hins góða starfsfólks nyti ekki við. Starfsfólkið er búið að reyna að semja við fjárveitingarvaldið í langan tíma en án árangurs. Síðustu samningar voru bráðabirgðasamningar enda var ástandið í þjóðfélaginu þannig að ekki var von á miklum kjarabótum. En það var vitað að þegar ástandið batnaði í þjóðfélaginu kæmi upp sú eðlilega krafa að almenningur vildi fá sinn hluta af kökunni en ekki bara Sigmundur Davíð. Ég vona að mál heilbrigðisstarfsmanna leysist sem fyrst og að landlæknir sjái að sér og tali varlegar í framtíðinni um heilbrigðisstéttirnar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun