Heimilisofbeldi þrífst í skjóli þagnarinnar Borghildur Dóra Björnsdóttir skrifar 10. desember 2012 06:00 Því miður hef ég ekki heyrt nægilega umræðu um heimilisofbeldi í samfélaginu eða í fjölmiðlum, hún þarf að vera meiri. Það þarf fræðslu um heimilisofbeldi í skólum og í samfélaginu öllu. Það er svo margt sem við vitum ekki um það og svo margt sem er í felum. Heimilisofbeldi er nær okkur en við höldum. Það kemur fram í ólíkum myndum, líkamlegu ofbeldi, vanrækslu, andlegu- og kynferðislegu ofbeldi. Ég hef horft upp á heimilisofbeldi, vitað um manneskjur sem hafa lent í því og einnig hef ég lent í flestum þáttum þess sjálf. Mannneskjur sem lenda í heimilisofbeldi finnst þær vera óverðugar, eiga það skilið, vera sökudólgurinn, standa í þessu einar og skammast sín. Finnst þær ekki getað talað við neinn og vita bara ekkert hvert þær geta leitað. Þolendur vita ekki hvort þeir eigi að tala við lögreglu, sálfræðing, lækni eða hvort þeir eigi að takast á við þetta einir. Þetta getur oft verið erfitt því manneskjan er hætt að treysta fólki og trú á almenna manngæsku hverfur. Mér fannst ég að minnsta kosti ekki geta treyst neinum. Ég veit það í dag að það sem best hefði verið að gera hefði verið að tala við fagfólk og/eða þá sem maður treysti. Það er að segja ef þú, sem þolandi, treystir einhverjum yfir höfuð. Gallinn er hins vegar sá að þeir sem verða fyrir heimilisofbeldi ljúga líka voðalega miklu um áverkana og andlega líðan vegna þess að þeir skammast sín. Ég gerði það alltaf. Ég varði gerendurna og þagði yfir því sem var að gerast. En í dag sé ég eftir því að hafa ekki sagt frá, því ég mun aldrei almennilega jafna mig á þessu ofbeldi sem ég varð fyrir. Ég leitaði mér ekki hjálpar því að ég skammaðist mín og fannst ég eiga þetta skilið. Það var engin fræðsla um heimilisofbeldi á þeim tíma sem ég var að ganga í gegnum það og enn í dag finnst mér ekki nógu mikil fræðsla eða umræða um þetta málefni. Fræðsla þarf að vera almenn, aðgengileg úti í samfélaginu og í skólakerfinu. Það er ótrúlegt hversu ungt fólk getur verið sem verða þolendur. Heimilisofbeldi er nær okkur en við höldum og það er meira að segja möguleiki á að þú hittir manneskju á hverjum degi sem lifir við heimilisofbeldi en þú veist bara ekki af því. Það getur verið einhver sem þér þykir vænt um. Til að breyta þessu þarf ekki bara að virkja sérfræðinga, við sjálf þurfum líka að miðla okkar reynslu til annarra og fræða börnin okkar. Sýna fólki fram á að það sé í lagi að koma fram og segja frá, án þess að vera dæmd, óháð stöðu, aldri eða kyni. Að þú standir ekki ein/einn í þessu. Heimilisofbeldi er mjög alvarlegur glæpur og hefur áhrif á þig allt þitt líf. Ef þú veist um eða hefur heyrt um einhvern sem hefur lent í heimilisofbeldi, taktu af skarið og talaðu við viðkomandi og hjálpaðu honum eftir fremsta megni og ef þú treystir þér ekki til þess, leitaðu til fagmanna. Það hjálpar mikið að vita að maður er ekki einn. Ég hélt ég væri ein og hefði engan og vil ekki vita af neinum þarna úti sem hefur lent í heimilisofbeldi og finnst hann vera einn. Þú getur haft áhrif! Vertu til staðar og reyndu að afla þér upplýsinga um heimilisofbeldi, merkin og áhrif þess svo þú þekkir það og getir hjálpað. Mundu líka, hvort sem þú ert þolandi eða aðstandandi, láttu vita af þér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Því miður hef ég ekki heyrt nægilega umræðu um heimilisofbeldi í samfélaginu eða í fjölmiðlum, hún þarf að vera meiri. Það þarf fræðslu um heimilisofbeldi í skólum og í samfélaginu öllu. Það er svo margt sem við vitum ekki um það og svo margt sem er í felum. Heimilisofbeldi er nær okkur en við höldum. Það kemur fram í ólíkum myndum, líkamlegu ofbeldi, vanrækslu, andlegu- og kynferðislegu ofbeldi. Ég hef horft upp á heimilisofbeldi, vitað um manneskjur sem hafa lent í því og einnig hef ég lent í flestum þáttum þess sjálf. Mannneskjur sem lenda í heimilisofbeldi finnst þær vera óverðugar, eiga það skilið, vera sökudólgurinn, standa í þessu einar og skammast sín. Finnst þær ekki getað talað við neinn og vita bara ekkert hvert þær geta leitað. Þolendur vita ekki hvort þeir eigi að tala við lögreglu, sálfræðing, lækni eða hvort þeir eigi að takast á við þetta einir. Þetta getur oft verið erfitt því manneskjan er hætt að treysta fólki og trú á almenna manngæsku hverfur. Mér fannst ég að minnsta kosti ekki geta treyst neinum. Ég veit það í dag að það sem best hefði verið að gera hefði verið að tala við fagfólk og/eða þá sem maður treysti. Það er að segja ef þú, sem þolandi, treystir einhverjum yfir höfuð. Gallinn er hins vegar sá að þeir sem verða fyrir heimilisofbeldi ljúga líka voðalega miklu um áverkana og andlega líðan vegna þess að þeir skammast sín. Ég gerði það alltaf. Ég varði gerendurna og þagði yfir því sem var að gerast. En í dag sé ég eftir því að hafa ekki sagt frá, því ég mun aldrei almennilega jafna mig á þessu ofbeldi sem ég varð fyrir. Ég leitaði mér ekki hjálpar því að ég skammaðist mín og fannst ég eiga þetta skilið. Það var engin fræðsla um heimilisofbeldi á þeim tíma sem ég var að ganga í gegnum það og enn í dag finnst mér ekki nógu mikil fræðsla eða umræða um þetta málefni. Fræðsla þarf að vera almenn, aðgengileg úti í samfélaginu og í skólakerfinu. Það er ótrúlegt hversu ungt fólk getur verið sem verða þolendur. Heimilisofbeldi er nær okkur en við höldum og það er meira að segja möguleiki á að þú hittir manneskju á hverjum degi sem lifir við heimilisofbeldi en þú veist bara ekki af því. Það getur verið einhver sem þér þykir vænt um. Til að breyta þessu þarf ekki bara að virkja sérfræðinga, við sjálf þurfum líka að miðla okkar reynslu til annarra og fræða börnin okkar. Sýna fólki fram á að það sé í lagi að koma fram og segja frá, án þess að vera dæmd, óháð stöðu, aldri eða kyni. Að þú standir ekki ein/einn í þessu. Heimilisofbeldi er mjög alvarlegur glæpur og hefur áhrif á þig allt þitt líf. Ef þú veist um eða hefur heyrt um einhvern sem hefur lent í heimilisofbeldi, taktu af skarið og talaðu við viðkomandi og hjálpaðu honum eftir fremsta megni og ef þú treystir þér ekki til þess, leitaðu til fagmanna. Það hjálpar mikið að vita að maður er ekki einn. Ég hélt ég væri ein og hefði engan og vil ekki vita af neinum þarna úti sem hefur lent í heimilisofbeldi og finnst hann vera einn. Þú getur haft áhrif! Vertu til staðar og reyndu að afla þér upplýsinga um heimilisofbeldi, merkin og áhrif þess svo þú þekkir það og getir hjálpað. Mundu líka, hvort sem þú ert þolandi eða aðstandandi, láttu vita af þér.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun