Handbolti

Haukar fá Stefán frá HK en lána hann til Gróttu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stefán Huldar lék áður með Gróttu tímabilið 2014-15.
Stefán Huldar lék áður með Gróttu tímabilið 2014-15. mynd/grótta

Markvörðurinn Stefán Huldar Stefánsson, sem hefur leikið með HK undanfarin ár, hefur samið við Hauka.

Hafnarfjarðarliðið lánaði Stefán hins vegar strax til nýliða Gróttu þar sem hann mun leika á næsta tímabili. Hann lék áður með Gróttu tímabilið 2014-15.

Seltirningar hafa látið til sín taka á félagaskiptamarkaðinum en auk Stefáns hafa þeir endurheimt Hannes Grimm og fengið Birgi Stein Jónsson og Berg Elí Rúnarsson.

Á síðasta tímabili var Stefán með 30,6 prósent hlutfallsmarkvörslu hjá HK sem féll úr Olís-deildinni ásamt Fjölni. Þór og Grótta tóku sæti þeirra.

Stefán, sem er þrítugur, er uppalinn hjá Haukum og lék síðast með liðinu 2011. Auk Hauka, HK og Gróttu hefur hann leikið með Fjölni og Víkingi.


Tengdar fréttir

„Söluræðan“ virkaði á Berg og Birgi

Grótta, sem verður nýliði í Olís-deild karla í handbolta næsta vetur, hefur fengið til sín þá Birgi Stein Jónsson og Berg Elí Rúnarsson. Báðir skrifuðu undir samning til tveggja ára við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×