Kári: Gleðidagur fyrir íslenskt samfélag Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 10. desember 2012 19:13 Yfirtaka bandarísks lyfjarisa á Íslenskri erfðagreiningu gerir kleift að nýta erfðarannsóknir síðustu sextán ára til þess að búa til áþreifanlegan ábata fyrir heilbrigðiskerfi heimsins, segir Kári Stefánsson stofnandi fyrirtækisins. Hann býst við að starfsemin hér á landi eigi eftir að vaxa á næstu árum. Íslensk erfðagreining hefur frá árinu árinu 2009 verið í eigu Saga Investments sem er aftur í eigu tveggja fjárfestingasjóða í Bandaríkjunum. Um síðustu mánaðarmót var fullyrt í Viðskiptablaðinu að sjóðir fyrirtækisins væru að tæmast og að tap þess í fyrra hafi numið um 1700 milljónum. Í samtali við fréttastofu á þeim tíma sagðist Kári vera rólegur yfir taprekstrinum enda væri Íslensk erfðagreining á lygnum sjó. Klukkan eitt í dag var boðað til blaðamannafundar höfuðstöðvum íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni. Þar var kynnt samkomulag sem felur í sér að bandarískja líftækni- og lyfjaframleiðslufyrirtækið Amgen kaupir allt hlutafé móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar fyrir 415 milljónir bandaríkjadala eða um 52 milljarða íslenskra króna. Litlar breytingar verða á starfsemi fyrirtækisins en í dag starfa um 130 manns hjá Íslenskri erfðagreiningu og munu gera það áfram. Amgen er eitt stærsta lyfjafyrirtæki í heimi, með fjórtán þúsund starfsmenn í 43 löndum. Heildartekju þess í fyrra námu tæpum tvöþúsund milljörðum íslenskra króna. „Þetta er gleðidagur fyrir okkur og ég held að þetta hljóti að vera gleðidagur fyrir þetta samfélag almennt. Vegna þess að hingað hefur núna komið mjög stór erlendur aðili og skilið við töluvert mikið fé til þess að kaupa íslenskt fyrirtæki," segir Kári Stefánsson. Kári segir að um mikla lyftistöng fyrir starfsemi fyrirtækisins sé að ræða því nú sé kominn möguleiki á því að nýta erfðafræðirannsóknir síðustu sextán ára og nýta þær til þess að búa til áþreifanlegan ábata fyrir almennt heilbrigðiskerfi. „Í annan stað þýðir þetta líka að það er komið miklu meira jafnvægi. Sem þýðir að það má búast við að ef vel gengur þá á þessi starfsemi eftir að aukast töluvert mikið á næstu árum." „Skipulagslega er þetta mjög mikilvægt fyrir okkur. Þetta mun hafa mikil áhrif á rannsóknir okkar og vöruþróun næsta áratuginn," segir Sean Harper, yfirmaður rannsókna- og þróunar hjá Amgen. „Ég er ekki viss um að það hafi átt sér stað meiri viðskipti með íslenskt fyrirtæki nokkurntímann," segir Kári. „Og ég held að það hljóti að geta talist góðar fréttir inn í íslenskt samfélag. Það bendir til þess að við eigum, ef við sinnum því sem skyldi, að geta búið til mikil verðmæti, bara á hugverkum einum saman. Það er gott að draga fisk úr sjó, við kunnum það, en þetta bendir til þess að við getum lært ýmislegt annað sem megi nota til að byggja undir efnahagslíf á Íslandi." En hvað með framtíð Kára sjálfs? „Ég kem áfram til með að vera sá sem rekur þessa einingu, að minnsta kosti á næstunni," segir Kári að lokum. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Yfirtaka bandarísks lyfjarisa á Íslenskri erfðagreiningu gerir kleift að nýta erfðarannsóknir síðustu sextán ára til þess að búa til áþreifanlegan ábata fyrir heilbrigðiskerfi heimsins, segir Kári Stefánsson stofnandi fyrirtækisins. Hann býst við að starfsemin hér á landi eigi eftir að vaxa á næstu árum. Íslensk erfðagreining hefur frá árinu árinu 2009 verið í eigu Saga Investments sem er aftur í eigu tveggja fjárfestingasjóða í Bandaríkjunum. Um síðustu mánaðarmót var fullyrt í Viðskiptablaðinu að sjóðir fyrirtækisins væru að tæmast og að tap þess í fyrra hafi numið um 1700 milljónum. Í samtali við fréttastofu á þeim tíma sagðist Kári vera rólegur yfir taprekstrinum enda væri Íslensk erfðagreining á lygnum sjó. Klukkan eitt í dag var boðað til blaðamannafundar höfuðstöðvum íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni. Þar var kynnt samkomulag sem felur í sér að bandarískja líftækni- og lyfjaframleiðslufyrirtækið Amgen kaupir allt hlutafé móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar fyrir 415 milljónir bandaríkjadala eða um 52 milljarða íslenskra króna. Litlar breytingar verða á starfsemi fyrirtækisins en í dag starfa um 130 manns hjá Íslenskri erfðagreiningu og munu gera það áfram. Amgen er eitt stærsta lyfjafyrirtæki í heimi, með fjórtán þúsund starfsmenn í 43 löndum. Heildartekju þess í fyrra námu tæpum tvöþúsund milljörðum íslenskra króna. „Þetta er gleðidagur fyrir okkur og ég held að þetta hljóti að vera gleðidagur fyrir þetta samfélag almennt. Vegna þess að hingað hefur núna komið mjög stór erlendur aðili og skilið við töluvert mikið fé til þess að kaupa íslenskt fyrirtæki," segir Kári Stefánsson. Kári segir að um mikla lyftistöng fyrir starfsemi fyrirtækisins sé að ræða því nú sé kominn möguleiki á því að nýta erfðafræðirannsóknir síðustu sextán ára og nýta þær til þess að búa til áþreifanlegan ábata fyrir almennt heilbrigðiskerfi. „Í annan stað þýðir þetta líka að það er komið miklu meira jafnvægi. Sem þýðir að það má búast við að ef vel gengur þá á þessi starfsemi eftir að aukast töluvert mikið á næstu árum." „Skipulagslega er þetta mjög mikilvægt fyrir okkur. Þetta mun hafa mikil áhrif á rannsóknir okkar og vöruþróun næsta áratuginn," segir Sean Harper, yfirmaður rannsókna- og þróunar hjá Amgen. „Ég er ekki viss um að það hafi átt sér stað meiri viðskipti með íslenskt fyrirtæki nokkurntímann," segir Kári. „Og ég held að það hljóti að geta talist góðar fréttir inn í íslenskt samfélag. Það bendir til þess að við eigum, ef við sinnum því sem skyldi, að geta búið til mikil verðmæti, bara á hugverkum einum saman. Það er gott að draga fisk úr sjó, við kunnum það, en þetta bendir til þess að við getum lært ýmislegt annað sem megi nota til að byggja undir efnahagslíf á Íslandi." En hvað með framtíð Kára sjálfs? „Ég kem áfram til með að vera sá sem rekur þessa einingu, að minnsta kosti á næstunni," segir Kári að lokum.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira