Tveggja manna tal 7. janúar 2005 00:01 Ísland og Írak - Jón Kalman Stefánsson rithöfundur Einhverstaðar las ég að mikil velsæld geti orðið hættuleg lýðræðinu. Þá er vísað til þess að manneskja sem lifir þægindafullu lífi gerist værukær og sjálfhverf með tímanum, hún hættir að mestu að hugsa út fyrir garðinn sinn og um hag samfélagsins, þróun lýðræðisins, og dofni svo verulega í áhuganum í stjórnmálum að völd stjórnvalda eflist hægt og bítandi langt umfram það sem lýðræðishugsjónin leggur upp með. Ég held að það sé heilmargt til í þessu. Það er erfitt að fara með vald án þess að spillast af því, maðurinn er einfaldlega þannig samansettur, og við getum þá rétt ímyndað okkur hættuna sem felst í því ef stjórnmálamaður, sama hvaða nafni hann nefnist, sama hvar í flokki hann stendur, fái það á tilfinninguna að almenningur sé hættur að fylgjast með starfi hans, nema þá stopult, tilviljunarkennt. Með tímanum fer hann að líta svo á, ómeðvitað í flestum tilvikum, að valdið tilheyri honum, það sé hans og því þarflaust að taka tillit til almennings - þurfi ekki lengur að spyrja hann álits, hlera eftir viðbrögðum hans, nema þá á fjögurra ára fresti, í rússíbanaferð kosningaherferðarinnar. Og hvað er þá orðið um lýðræðið sem stendur og fellur með vakandi áhuga almennings og aðhaldi hans á stjórnmálamenn, stöðugu aðhaldi svo þeir gleymi því aldrei hvaðan þeir þiggja valdið, fyrir hverja þeir starfa. Í mínu nafni, og í þínu nafni Við höfum síðustu árin horft upp á hvernig stjórnvöld hafa eflst að völdum og áhrif almennings jafnframt dvínað - en þar getum við því miður engum um kennt nema okkur sjálfum. Við höfum líklega meiri áhuga á sjónvarpsdagskránni en stjórnmálum, þekkjum betur til liðsmanna Chelsea-liðsins en þingmanna á alþingi Íslendinga. Þægindin hafa gert okkur værukær, syfjuð, sjálfhverf, við erum ekki lengur þátttakendur heldur áhorfendur, stjórnmálamennirnir finna fyrir því og sumir þeirra eru farnir að hegða sér í samræmi við það; vald spillir. Skýrasta dæmið um dofnandi lýðræðishugsun, eða -vitund, og "frjálslega" hegðun þeirra stjórnmálamanna sem telja sig óbundna af anda og reglum lýðræðisins, er sú ákvörðun að setja Ísland á lista hinna staðföstu og þar með segja Írak stríð á hendur. Ég þarf ekki að rifja þetta upp, en geri það samt; það voru tveir menn sem tóku ákvörðunina um að setja Ísland á listann. Tveir einstaklingar sem tóku þessa ákvörðun sem snertir alla þjóðina, hvert og eitt einasta mannsbarn, ákvörðun sem hefur vakið mikla athygli úti í heimi. Það voru tveir menn og þeir litu svo á að þeir töluðu í nafni þjóðarinnar. Í mínu nafni, og í þínu nafni. Og það jafnvel þótt íslensk lög kveði svo á að slík mál eigi fyrst að fá umfjöllun í utanríkismálanefnd Alþingis. Og það jafnvel þótt málið hafi verið mjög umdeilt, bæði á lands- og heimsvísu. Og það jafnvel þó að allt það mesta og einlægasta sem lýðræðishugsjónin stendur fyrir, segi okkur að slíkar ákvarðanir eigi ekki að taka fyrr en talsverður fjöldi einstaklinga hafi komið henni, að fram hafi farið víðtæk umræða. Það eru til önnur stjórnunarform en lýðræði, einræði er eitt þeirra. Eitt af því sem einkennir einræðið er að örfáir aðilar, jafnvel bara einn eða tveir, taki allar stærri ákvarðanir, án þess að það hvarfli að þeim að hlera eftir vilja almennings, sem þeir telja sig hvort sem er hafa vit fyrir. Ég man ekki eftir skýrari, hreinlega dimmari dæmi um dofnandi lýðræðisvitund íslenskra stjórnvalda en Íraksmálið og eftirmála þess. Tveir menn taka ákvörðun fyrir alla þjóðina, stóra ákvörðun, taka hana sín á milli og sýna síðan engan vilja eða áhuga að útskýra ákvörðunarferlið, og það sem óttalegra er; það er ekkert í þeirra máli eða framkomu sem bendir til þess að þeir telji sig hafa farið offari. Tveir menn, forsætis -og utanríkisráðherra í lýðræðisríki, stíga yfir skráðar og óskráðar reglur lýðræðisins og sjá ekkert athugavert við það. Lýðræði ekki tveggja manna tal Íslenskir stjórnmálamenn virðast á stundum haga sér eins og lýðræðishugsjónin sé spariföt sem þeir klæðast á fjögurra ára fresti, þess á milli sé valdið alfarið þeirra. Ákvörðunin um að setja Ísland á lista hinna staðföstu rennir óþægilega styrkum stoðum undir þann grun. Vald spillir og því fastar sem við almenningur sofum, því meiri völd safnast á hendur stjórnvalda, og því hraðar fjarlægast þau lýðræðishugsunina. Við þurfum að vakna, rífa okkur undan seiðandi söng allsnægtar, leggja sjónvarpsdagskrána, leikuppstillingu Chelsea liðsins, nýjustu bæklinga ferðaskrifstofanna, leggja þetta allt til hliðar, og láta vita að okkur stendur ekki á sama; stíga fram og lýsa því yfir að lýðræði sé ekki tveggja manna tal. Undanfarnar vikur hefur Þjóðarhreyfingin, þverpólitísk grasrótarhreyfing, staðið að söfnun til þess að borga auglýsingu í stórblaðinu New York Times þar sem íraska þjóðin er beðin afsökunar á innrásinni, sem var gerð þvert á vilja Sameinuðu þjóðarinnar, innrás sem var brot á alþjóðalögum. Í auglýsingunni er tekið fram að ákvörðunin um að styðja innrásina, hafi ekki verið tekin í nafni íslensku þjóðarinnar, að það hafi ekki verið farið að reglum lýðræðisins, að ákvörðunin hafi verið tveggja manna tal forsætis -og utanríkisráðherra. Og undanfarnar vikur hafa ýmsir aðilar lagt umtalsvert á sig að gera lítið úr þessari grasrótarhreyfingu, meðal annars staðhæft að hún hafi engan rétt á að birta auglýsinguna í nafni þjóðarinnar. Samt hafa skoðnakannanir sýnt að mikill meirihluti þjóðarinnar, allt að 4/5, sé mótfallinn þeirri ákvörðun að setja okkur á lista hinna staðföstu. Það er sama hvaða reiknislögmál eru notuð í þessu dæmi; vilji 4/5 hluti íslensku þjóðarinnar vegur drjúgum meira en ákvörðun tveggja einstaklinga, og það jafnvel þótt þeir séu ráðherrar. Ég hvet því sem flesta að leggja auglýsingunni lið. Það er hægt með því að hringja í símanúmerið 90 20000, og þú ert búin(n) að leggja söfnunni til eitt þúsund krónur, eitt símtal í nafni lýðræðis. Það er líka hægt að leggja frjáls framlög inn á bankareikning 1150-26-833 í SPRON (Þjóðarhreyfingin: kt. 640604-2390), og nálgast frekari upplýsingar á www.thjodarhreyfingin.is. Allur afgangur af söfnunni, verði hann einhver, rennur óskiptur til Rauða kross Íslands til hjálpar stríðshrjáðum borgurum í Írak. Valdið er ekki ykkar Eitt að lokum; sá sem leggur auglýsingunni lið er ekki bara að mótmæla hernaði í Írak og stuðningi íslenskra stjórnvalda við hann, heldur einnig að mótmæla því að tveir menn hafi tekið sér um tíma einræðisvald hér á Íslandi. Því fleiri sem leggja auglýsingunni lið, því öflugari verða þau skilaboð til íslenskra stjórnmálamanna að það sé fylgst með ákvörðunum þeirra. Þeir sem leggja auglýsingunni lið segja; okkur stendur ekki á sama. Við látum ekki hunsa okkur; valdið er ekki ykkar og lýðræði er annað og meira en tveggja manna tal. Daufleg þátttaka mun hinsvegar freista stjórnvalda, þeirra sem sitja núna og þeirra sem taka við, að hegða sér eins og ráðherrarnir tveir og taka sér alræðisvald í mikilvægum málum, í þeirri trú að við sofum þungum svefni allsnægtanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland og Írak - Jón Kalman Stefánsson rithöfundur Einhverstaðar las ég að mikil velsæld geti orðið hættuleg lýðræðinu. Þá er vísað til þess að manneskja sem lifir þægindafullu lífi gerist værukær og sjálfhverf með tímanum, hún hættir að mestu að hugsa út fyrir garðinn sinn og um hag samfélagsins, þróun lýðræðisins, og dofni svo verulega í áhuganum í stjórnmálum að völd stjórnvalda eflist hægt og bítandi langt umfram það sem lýðræðishugsjónin leggur upp með. Ég held að það sé heilmargt til í þessu. Það er erfitt að fara með vald án þess að spillast af því, maðurinn er einfaldlega þannig samansettur, og við getum þá rétt ímyndað okkur hættuna sem felst í því ef stjórnmálamaður, sama hvaða nafni hann nefnist, sama hvar í flokki hann stendur, fái það á tilfinninguna að almenningur sé hættur að fylgjast með starfi hans, nema þá stopult, tilviljunarkennt. Með tímanum fer hann að líta svo á, ómeðvitað í flestum tilvikum, að valdið tilheyri honum, það sé hans og því þarflaust að taka tillit til almennings - þurfi ekki lengur að spyrja hann álits, hlera eftir viðbrögðum hans, nema þá á fjögurra ára fresti, í rússíbanaferð kosningaherferðarinnar. Og hvað er þá orðið um lýðræðið sem stendur og fellur með vakandi áhuga almennings og aðhaldi hans á stjórnmálamenn, stöðugu aðhaldi svo þeir gleymi því aldrei hvaðan þeir þiggja valdið, fyrir hverja þeir starfa. Í mínu nafni, og í þínu nafni Við höfum síðustu árin horft upp á hvernig stjórnvöld hafa eflst að völdum og áhrif almennings jafnframt dvínað - en þar getum við því miður engum um kennt nema okkur sjálfum. Við höfum líklega meiri áhuga á sjónvarpsdagskránni en stjórnmálum, þekkjum betur til liðsmanna Chelsea-liðsins en þingmanna á alþingi Íslendinga. Þægindin hafa gert okkur værukær, syfjuð, sjálfhverf, við erum ekki lengur þátttakendur heldur áhorfendur, stjórnmálamennirnir finna fyrir því og sumir þeirra eru farnir að hegða sér í samræmi við það; vald spillir. Skýrasta dæmið um dofnandi lýðræðishugsun, eða -vitund, og "frjálslega" hegðun þeirra stjórnmálamanna sem telja sig óbundna af anda og reglum lýðræðisins, er sú ákvörðun að setja Ísland á lista hinna staðföstu og þar með segja Írak stríð á hendur. Ég þarf ekki að rifja þetta upp, en geri það samt; það voru tveir menn sem tóku ákvörðunina um að setja Ísland á listann. Tveir einstaklingar sem tóku þessa ákvörðun sem snertir alla þjóðina, hvert og eitt einasta mannsbarn, ákvörðun sem hefur vakið mikla athygli úti í heimi. Það voru tveir menn og þeir litu svo á að þeir töluðu í nafni þjóðarinnar. Í mínu nafni, og í þínu nafni. Og það jafnvel þótt íslensk lög kveði svo á að slík mál eigi fyrst að fá umfjöllun í utanríkismálanefnd Alþingis. Og það jafnvel þótt málið hafi verið mjög umdeilt, bæði á lands- og heimsvísu. Og það jafnvel þó að allt það mesta og einlægasta sem lýðræðishugsjónin stendur fyrir, segi okkur að slíkar ákvarðanir eigi ekki að taka fyrr en talsverður fjöldi einstaklinga hafi komið henni, að fram hafi farið víðtæk umræða. Það eru til önnur stjórnunarform en lýðræði, einræði er eitt þeirra. Eitt af því sem einkennir einræðið er að örfáir aðilar, jafnvel bara einn eða tveir, taki allar stærri ákvarðanir, án þess að það hvarfli að þeim að hlera eftir vilja almennings, sem þeir telja sig hvort sem er hafa vit fyrir. Ég man ekki eftir skýrari, hreinlega dimmari dæmi um dofnandi lýðræðisvitund íslenskra stjórnvalda en Íraksmálið og eftirmála þess. Tveir menn taka ákvörðun fyrir alla þjóðina, stóra ákvörðun, taka hana sín á milli og sýna síðan engan vilja eða áhuga að útskýra ákvörðunarferlið, og það sem óttalegra er; það er ekkert í þeirra máli eða framkomu sem bendir til þess að þeir telji sig hafa farið offari. Tveir menn, forsætis -og utanríkisráðherra í lýðræðisríki, stíga yfir skráðar og óskráðar reglur lýðræðisins og sjá ekkert athugavert við það. Lýðræði ekki tveggja manna tal Íslenskir stjórnmálamenn virðast á stundum haga sér eins og lýðræðishugsjónin sé spariföt sem þeir klæðast á fjögurra ára fresti, þess á milli sé valdið alfarið þeirra. Ákvörðunin um að setja Ísland á lista hinna staðföstu rennir óþægilega styrkum stoðum undir þann grun. Vald spillir og því fastar sem við almenningur sofum, því meiri völd safnast á hendur stjórnvalda, og því hraðar fjarlægast þau lýðræðishugsunina. Við þurfum að vakna, rífa okkur undan seiðandi söng allsnægtar, leggja sjónvarpsdagskrána, leikuppstillingu Chelsea liðsins, nýjustu bæklinga ferðaskrifstofanna, leggja þetta allt til hliðar, og láta vita að okkur stendur ekki á sama; stíga fram og lýsa því yfir að lýðræði sé ekki tveggja manna tal. Undanfarnar vikur hefur Þjóðarhreyfingin, þverpólitísk grasrótarhreyfing, staðið að söfnun til þess að borga auglýsingu í stórblaðinu New York Times þar sem íraska þjóðin er beðin afsökunar á innrásinni, sem var gerð þvert á vilja Sameinuðu þjóðarinnar, innrás sem var brot á alþjóðalögum. Í auglýsingunni er tekið fram að ákvörðunin um að styðja innrásina, hafi ekki verið tekin í nafni íslensku þjóðarinnar, að það hafi ekki verið farið að reglum lýðræðisins, að ákvörðunin hafi verið tveggja manna tal forsætis -og utanríkisráðherra. Og undanfarnar vikur hafa ýmsir aðilar lagt umtalsvert á sig að gera lítið úr þessari grasrótarhreyfingu, meðal annars staðhæft að hún hafi engan rétt á að birta auglýsinguna í nafni þjóðarinnar. Samt hafa skoðnakannanir sýnt að mikill meirihluti þjóðarinnar, allt að 4/5, sé mótfallinn þeirri ákvörðun að setja okkur á lista hinna staðföstu. Það er sama hvaða reiknislögmál eru notuð í þessu dæmi; vilji 4/5 hluti íslensku þjóðarinnar vegur drjúgum meira en ákvörðun tveggja einstaklinga, og það jafnvel þótt þeir séu ráðherrar. Ég hvet því sem flesta að leggja auglýsingunni lið. Það er hægt með því að hringja í símanúmerið 90 20000, og þú ert búin(n) að leggja söfnunni til eitt þúsund krónur, eitt símtal í nafni lýðræðis. Það er líka hægt að leggja frjáls framlög inn á bankareikning 1150-26-833 í SPRON (Þjóðarhreyfingin: kt. 640604-2390), og nálgast frekari upplýsingar á www.thjodarhreyfingin.is. Allur afgangur af söfnunni, verði hann einhver, rennur óskiptur til Rauða kross Íslands til hjálpar stríðshrjáðum borgurum í Írak. Valdið er ekki ykkar Eitt að lokum; sá sem leggur auglýsingunni lið er ekki bara að mótmæla hernaði í Írak og stuðningi íslenskra stjórnvalda við hann, heldur einnig að mótmæla því að tveir menn hafi tekið sér um tíma einræðisvald hér á Íslandi. Því fleiri sem leggja auglýsingunni lið, því öflugari verða þau skilaboð til íslenskra stjórnmálamanna að það sé fylgst með ákvörðunum þeirra. Þeir sem leggja auglýsingunni lið segja; okkur stendur ekki á sama. Við látum ekki hunsa okkur; valdið er ekki ykkar og lýðræði er annað og meira en tveggja manna tal. Daufleg þátttaka mun hinsvegar freista stjórnvalda, þeirra sem sitja núna og þeirra sem taka við, að hegða sér eins og ráðherrarnir tveir og taka sér alræðisvald í mikilvægum málum, í þeirri trú að við sofum þungum svefni allsnægtanna.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar