Muwango er ekta amatör 7. janúar 2005 00:01 Félagi íslenskra radíóamatöra hefur ákveðið að gefa tveimur munaðarlausum drengjum frá Úganda, þeim Muwango og Peter, nýtt útvarp. Tilefnið er grein sem birtist 16. október í Fréttablaðinu um hátt hlutfall almænissmitaðra í Úganda. Fyrir vikið er fjöldinn allur af börnum munaðarlaus, þar á meðal þeir Muwango og Peter. Í greininni kom fram að Muwango hafði útbúið loftnet úr reiðhjólagjörð og gaddavír og gat þannig hlustað á fimm útvarpsstöðvar en hann hefur mikinn áhuga á fréttum og umheiminum. Hingað til hefur hann notast við gamalt og lúið útvarpstæki sem er tengt frumstæðum hátalara úr vatnsbrúsa sem hann hefur sjálfur búið til. Útvarpið gengur fyrir rafhlöðum sem eru mjög dýrar og því nauðsynlegt að fara sparlega með þær. Haraldur S. Ólafsson, formaður Félags íslenskra radíóamatöra, segir að Muwango sé ekta amatör. "Þetta er akkúrat það sem þetta snýst um, að prófa sig áfram og finna út að eitt er betra en annað. Við hrifumst að þessari grein og ákváðum að gefa honum nýtt útvarp og rafhlöður," segir Haraldur. Félagið hefur þegar afhent Jónasi Þóri Þórissyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, pening sem hann mun síðan nota til að kaupa stuttbylgjuútvarp í Úganda, því þau eru mikið notuð í Afríku. Félag íslenskra radíóamatöra, Í.R.A., var stofnað árið 1946 og verður því 60 ára á næsta ári. Meðlimir eru um 120 talsins og til að fá inngöngu þarf að taka próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun sem eru haldin tvisvar á ári. Félagið er til húsa í gamla Skeljungshúsinu í Skerjafirði. "Sumir eru í loftinu, þ.e. í samböndum um allan heim. Aðrir spjalla um tæknimál og bara um daginn og veginn líka," segir Haraldur um starfsemina og vill minna á heimasíðuna ira.is. Tengist hún ekkert hryðjuverkasamtökunum alræmdu eins og einhverjir kynnu að halda. Menning Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira
Félagi íslenskra radíóamatöra hefur ákveðið að gefa tveimur munaðarlausum drengjum frá Úganda, þeim Muwango og Peter, nýtt útvarp. Tilefnið er grein sem birtist 16. október í Fréttablaðinu um hátt hlutfall almænissmitaðra í Úganda. Fyrir vikið er fjöldinn allur af börnum munaðarlaus, þar á meðal þeir Muwango og Peter. Í greininni kom fram að Muwango hafði útbúið loftnet úr reiðhjólagjörð og gaddavír og gat þannig hlustað á fimm útvarpsstöðvar en hann hefur mikinn áhuga á fréttum og umheiminum. Hingað til hefur hann notast við gamalt og lúið útvarpstæki sem er tengt frumstæðum hátalara úr vatnsbrúsa sem hann hefur sjálfur búið til. Útvarpið gengur fyrir rafhlöðum sem eru mjög dýrar og því nauðsynlegt að fara sparlega með þær. Haraldur S. Ólafsson, formaður Félags íslenskra radíóamatöra, segir að Muwango sé ekta amatör. "Þetta er akkúrat það sem þetta snýst um, að prófa sig áfram og finna út að eitt er betra en annað. Við hrifumst að þessari grein og ákváðum að gefa honum nýtt útvarp og rafhlöður," segir Haraldur. Félagið hefur þegar afhent Jónasi Þóri Þórissyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, pening sem hann mun síðan nota til að kaupa stuttbylgjuútvarp í Úganda, því þau eru mikið notuð í Afríku. Félag íslenskra radíóamatöra, Í.R.A., var stofnað árið 1946 og verður því 60 ára á næsta ári. Meðlimir eru um 120 talsins og til að fá inngöngu þarf að taka próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun sem eru haldin tvisvar á ári. Félagið er til húsa í gamla Skeljungshúsinu í Skerjafirði. "Sumir eru í loftinu, þ.e. í samböndum um allan heim. Aðrir spjalla um tæknimál og bara um daginn og veginn líka," segir Haraldur um starfsemina og vill minna á heimasíðuna ira.is. Tengist hún ekkert hryðjuverkasamtökunum alræmdu eins og einhverjir kynnu að halda.
Menning Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira