Innlent

Endurálagning er rútína

Börn Pálma heitins í Hagkaup og ekkja hans hafa fengið endurálagningu skatta upp á um 15-20 milljónir á mann vegna samruna Hagkaupa og Bónuss á sínum tíma. Þetta gera samtals tæpar 100 milljónir króna. Endurálagningin er til komin vegna ágreinings ríkisskattstjóra og endurskoðenda Hofsfjölskyldunnar um aðferðir við endurskoðun. Hofsfjölskyldan verður að greiða álagninguna fyrir miðjan mánuð en hefur síðan þrjá mánuði til að áfrýja til yfirskattanefndar. Lilja Pálmadóttir býst við að það verði gert fyrir sína hönd. "Okkar endurskoðendur unnu þetta á sínum tíma í góðri trú. Svona endurálagning er rútína hjá ríkisskattstjóra. Það eina sem er fréttnæmt er að upphæðirnar eru kannski hærri en gengur og gerist. Yfirskattanefnd leysir ágreining af þessu tagi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×