Óvenjulegur bílaskúlptúr Finnur Thorlacius skrifar 13. júlí 2013 08:45 Á hverju ári er útbúinn skúlptúr úr bílum á bílasýningunni Goodwood Festival of Speed í Bretlandi. Hann er sérstaklega óvenjulegur þetta árið og er til heiðurs sportbílsins Porsche 911, sem á 50 ára afmæli í ár. Efst á þessum hvítmáluðu hávöxnu stöngum eru þrjár kynslóðir Porsche 911 bílsins, einn af fyrstu gerð bílsins frá árinu 1963, einn af árgerðinni 1973 og sá neðsti er nýjasta gerð hans sem hefur framleiðslunúmerið 991. Á síðasta ári skartaði hátíðin skúlptúr af glænýjum Lotus bíl, en árið 2009 átti Audi bíll sviðið, Alfa Romeo árið 2010 og Jaguar árið 2011. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent
Á hverju ári er útbúinn skúlptúr úr bílum á bílasýningunni Goodwood Festival of Speed í Bretlandi. Hann er sérstaklega óvenjulegur þetta árið og er til heiðurs sportbílsins Porsche 911, sem á 50 ára afmæli í ár. Efst á þessum hvítmáluðu hávöxnu stöngum eru þrjár kynslóðir Porsche 911 bílsins, einn af fyrstu gerð bílsins frá árinu 1963, einn af árgerðinni 1973 og sá neðsti er nýjasta gerð hans sem hefur framleiðslunúmerið 991. Á síðasta ári skartaði hátíðin skúlptúr af glænýjum Lotus bíl, en árið 2009 átti Audi bíll sviðið, Alfa Romeo árið 2010 og Jaguar árið 2011.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent