Handbolti

ÍR selur Hafþór til Stjörnunnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hafþór Vignisson hefur staðið sig vel með ÍR.
Hafþór Vignisson hefur staðið sig vel með ÍR. vísir/bára

ÍR hefur selt handboltamanninn Hafþór Vignisson til Stjörnunnar. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag.

ÍR á í miklum fjárhagserfiðleikum og þarf að draga saman seglin. Ljóst er að félagið missir þrjá leikmenn til Aftureldingar, þá Bergvin Þór Gíslason, Svein Andra Sveinsson og Þránd Gíslason Roth.

Sigurður sagði að ástæðan fyrir sölunni á Hafþóri hafi verið fjárhagslegs eðlis. Hann útilokaði ekki að ÍR myndi selja fleiri leikmenn á næstu vikum og mánuðum.

Hafþór, sem er örvhent skytta, gekk í raðir ÍR frá Akureyri fyrir tímabilið og hefur leikið afar vel í vetur. Hann er næstmarkahæsti leikmaður ÍR-inga í Olís-deildinni með 103 mörk. Þá hefur hann gefið 77 stoðsendingar. Hafþór er með fjórðu hæstu meðaleinkunn allra leikmanna deildarinnar hjá HB Statz.

Patrekur Jóhannesson tekur við Stjörnunni í sumar og hefur nú náð í sinn fyrsta leikmann.

ÍR er í 6. sæti Olís-deildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið. Óvíst er hvenær, eða hvort, keppni á Íslandsmótinu lýkur.


Tengdar fréttir

ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni

Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.