Erlent

Hundar og kettir í bann

Útgöngubann hefur verið sett á hunda og ketti í Þýsklanadi þar sem fuglaflensan hefur komið upp. Ekki hefur verið ákveðið hvenær banninu verður aflétt.

Skipunin kemur degi eftir að H5N1 gerð flensunnar fannst í dauðum ketti á eyjunni Ruegen. Öll ríki landsins þar sem veiran hefur greinst verða fara að reglum þessum strax. Reglurnar gilda um alla ketti og hunda í þriggja kílómetra radíus þar sem veiran hefur greinst. Kötturinn sem drapst er talinn hafa étið sýktan fugl. Yfirvöld í landinu segja óvíst hvenær hundar og kettir fá að ganga lausir á ný. Þá hafa sænsk heilbrigðisyfirvöld aukið viðbúnað sinn eftir að fuglaflensa fannst í dauðum öndum í Svíþjóð í gær. Fleiri dauðir fuglar hafa fundist þar í dag. Upplýsingar um hvort veiran sé af gerðinni H5N1 munu þó ekki fást fyrr en í næstu viku. Veiðifuglabændur á svæðinu hyggjast hætta starfsemi til að reyna að hindra að smit berist í alifugla. Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir segir aðeins tímaspursmál hvenær fuglaflensan kemur hingað til lands. Hann segir ríkið eiga inflúensulyf fyrir um níutíu þúsund manns og að enn sé verið að auka við birgðirnar. Alls hafa um níutíu manns látist af völdum veirunnar í heiminum, flestir í Asíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×