Erlent

FL Group bætir við sig í Royal Unibrew

FL Group hefur bætt við hlut sinn í Royal Unibrew og á eftir kaupin 16,35% í félaginu. Fyrr í mánuðinum keypti FL Group 10,7 prósenta hlut í danska félaginu. Royal Unibrew er annar stærsti drykkjarvöruframleiðandi í Skandinavíu. Meðal vörumerkja eru eru danski bjórinn Faxe sem margir Íslendingar þekkja. Félagið velti tæpum 30 milljörðum íslenskra króna árið 2004 og dreifir til yfir 65 landa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×