Erlent

Hussein játar

Saddam Hússein, fyrrverandi forseti Íraks, játaði fyrir rétti í Bagdad í dag að hafa fyrirskipað árás á bændabýli þar sem uppreisnarmenn sem sýndu honum banatilræði árið 1982 héldu sig.

Saddam bar fyrir réttinum að hann og menn hans hefðu gefið fyrirmæli um árás á bæ þar sem tilræðismenn héldu sig og undirritað fyrirmæli um árás. Hlé var gert á réttarhöldunum til 12. þessa mánaðar eftir játningu Husseins. Saddam og sjö fyrrverandi samstarfsmenn hans gætu verið dæmdir til dauða verði þeir fundir sekir um pyntingar og morð á um 150 manns. Fjölmargar árásir hafa verið gerðar í Baghdad í dag vegna réttarhaldanna og hafa að minnsta kosti tuttugu og sex manns fallið í þeim. Þá hafa yfir sjötíu manns særst. Hussein, sem er súnnímúslimi, sagði í réttinum í dag að Írakar ættu að berjast saman gegn innrás Bandaríkjamanna en ekki hver við aðra. Mikil spenna ríkir nú í landinu og ekki síst á milli súnní múslima og sjía eftir að árás var gerð á Al Aksaria moskvuna sem sprengd var í loft upp þann 22. febrúar síðastliðinn. Yfir fjögur hundruð Írakar, þar af þrjú hundruð og fimmtíu í Baghdad, hafa falllið í bardögum á milli trúarhópanna tveggja. Yfirvöld óttast nú borgarastyrjöld í Írak og hafa fjölmargir trúar- og stjórnmálaleiðtogar víða um heim hvatt múslima til að halda ró sinni og hvetja ekki eða taka þátt í mótmælum eða árásum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×