Látum tíu þúsund blóm blómstra Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 22. apríl 2020 08:30 Það er margt sem maður lærir við það að takast á við heimsfaraldur. Fáa hefði líklega getað órað fyrir því hvað hliðarverkanir sóttvarnaraðgerða geta verið miklar og teygt sig inn á mörg svið tilverunnar. Ef einhver hefði sagt mér í byrjun árs að um páska yrði beinlínis bannað að fara í klippingu hefði ég átt bágt með að trúa því. Slíkar ráðstafanir hafa þó reynst nauðsynlegur þáttur í því að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Þannig þurfti fjöldi lítilla fyrirtækja að loka dyrum sínum í apríl með því algjöra tekjutapi sem því fylgir. Mörg fyrirtæki sem þurftu að skella í lás eru lítil fyrirtæki á borð við hárgreiðslu-, nudd og snyrtistofur. Lítil fyrirtæki eru líklegri en þau stóru til að vera í rekstri og eigu kvenna. Þetta eru fyrirtæki sem höfðu ekki val um að halda sínu striki heldur var beinlínis gert að loka í þágu sóttvarna. Þess vegna var bæði mikilvægt og gleðilegt að aðgerðir sérstaklega í þágu þessara fyrirtækja voru kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í gær. Fyrirtæki sem skikkuð voru til lokunar og orðið hafa fyrir minnst 75% tekjutapi munu fá sérstakan styrk. Þessi fyrirtæki, sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu hafa orðið fyrir miklu búsifjum og er brýnt að styðja þau á erfiðum tímum. Önnur fyrirtæki, sem eru í lægð en hafa þó ekki beinlíns þurft að loka, munu einnig fá stuðning í formi stuðningslána, en áætlað er að átta til tíu þúsund íslensk fyrirtæki uppfylla skilyrði um þau. Um er að ræða hagstæð lán, á meginvöxtum Seðlabankans (1,75%) sem eru nokkrum skilyrðum háð, svo sem að tekjur á 60 daga tímabili árið 2020 hafi verið minnst 40% lægra en á sama tímabili í fyrra. Með þessum og öðrum aðgerðum sem gripið hefur verið til á sviði efnahagsmála, til þess að bregðast við efnahagslegum afleiðingum heimsfaraldursins er verið að standa vörð um fólkið í landinu og afkomu þess. Með styrkjum og hagstæðum lánum er verið að standa vörð um gríðarlega fjölda starfa og styðja þannig við að í samfélaginu verði áfram fjölbreytt mannlíf og atvinnustarfsemi. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Það er margt sem maður lærir við það að takast á við heimsfaraldur. Fáa hefði líklega getað órað fyrir því hvað hliðarverkanir sóttvarnaraðgerða geta verið miklar og teygt sig inn á mörg svið tilverunnar. Ef einhver hefði sagt mér í byrjun árs að um páska yrði beinlínis bannað að fara í klippingu hefði ég átt bágt með að trúa því. Slíkar ráðstafanir hafa þó reynst nauðsynlegur þáttur í því að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Þannig þurfti fjöldi lítilla fyrirtækja að loka dyrum sínum í apríl með því algjöra tekjutapi sem því fylgir. Mörg fyrirtæki sem þurftu að skella í lás eru lítil fyrirtæki á borð við hárgreiðslu-, nudd og snyrtistofur. Lítil fyrirtæki eru líklegri en þau stóru til að vera í rekstri og eigu kvenna. Þetta eru fyrirtæki sem höfðu ekki val um að halda sínu striki heldur var beinlínis gert að loka í þágu sóttvarna. Þess vegna var bæði mikilvægt og gleðilegt að aðgerðir sérstaklega í þágu þessara fyrirtækja voru kynntar á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í gær. Fyrirtæki sem skikkuð voru til lokunar og orðið hafa fyrir minnst 75% tekjutapi munu fá sérstakan styrk. Þessi fyrirtæki, sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu hafa orðið fyrir miklu búsifjum og er brýnt að styðja þau á erfiðum tímum. Önnur fyrirtæki, sem eru í lægð en hafa þó ekki beinlíns þurft að loka, munu einnig fá stuðning í formi stuðningslána, en áætlað er að átta til tíu þúsund íslensk fyrirtæki uppfylla skilyrði um þau. Um er að ræða hagstæð lán, á meginvöxtum Seðlabankans (1,75%) sem eru nokkrum skilyrðum háð, svo sem að tekjur á 60 daga tímabili árið 2020 hafi verið minnst 40% lægra en á sama tímabili í fyrra. Með þessum og öðrum aðgerðum sem gripið hefur verið til á sviði efnahagsmála, til þess að bregðast við efnahagslegum afleiðingum heimsfaraldursins er verið að standa vörð um fólkið í landinu og afkomu þess. Með styrkjum og hagstæðum lánum er verið að standa vörð um gríðarlega fjölda starfa og styðja þannig við að í samfélaginu verði áfram fjölbreytt mannlíf og atvinnustarfsemi. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun