Núna þarf að vega og meta kosti þess að semja um málið 10. desember 2010 06:00 Bjarni Benediktsson „Þegar þessi niðurstaða samninganefndarninar er kynnt er manni auðvitað efst í huga hversu miklu máli það skipti að hnekkja fyrri samningum og að það skuli hafa verið gert með jafnafgerandi hætti og samstöðu meðal þjóðarinnar,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það sendi skýr skilaboð um að menn ætluðu ekki að sæta neinum afarkostum í þessu máli og ólíkt því sem forysta ríkisstjórnarinnar hélt þá fram, um að þjóðaratkvæðagreiðslan væri tilgangslaus tímasóun, hefur komið í ljós að hún skipti öllu.“ Um efni samninganna segir Bjarni tvennt blasa við: „Annars vegar að þær fjárhagslegu skuldbindingar sem menn væru að undirgangast með þessum samningum eru af allt annarri stærðargráðu en samkvæmt fyrri samningi.“ Hins vegar sé umgjörð málsins gjörbreytt. Ekki væri verið að gangast í ábyrgðir fyrir risavaxin lán og þá hafi verið endursamið um ýmis lagaleg atriði með skynsamlegri hætti. „Eftir sem áður, þó að þetta tvennt hafi breyst svona mikið, þá er réttlætiskennd manns á vissan hátt misboðið yfir því að við skulum yfirhöfuð þurfa að ræða þetta mál, vegna þess að þarna var um að ræða banka sem var ekki á nokkurn hátt rekinn á ábyrgð ríkisins,“ segir Bjarni. Verkefni næstu daga sé að fara yfir það hvort þjóðin hafi engu að síður hagsmuni af því að ljúka málinu, með tilliti til efnahagslegra og lagalega þátta, þótt Bjarni segist enn algjörlega sannfærður um að engri lagaskyldu sé til að dreifa. „Staðreyndin er nefnilega sú að þrátt fyrir að efnahagsleg áhrif þess að málið hafi tafist hafi verið stórkostlega ýkt og nær ekkert staðist af því sem flestir sem fjallað hafa um málið hafa sagt – allt frá háskólaprófessorum yfir í aðila vinnumarkaðarins – þá er ekki hægt að horfa alfarið framhjá því að því fylgja einhver efnahagsleg áhrif að málið skuli vera óleyst.“ Bjarni vill á þessu stigi ekkert segja um það hvort hann telji sig munu greiða atkvæði með ríkisábyrgð vegna samninganna.- sh Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Þegar þessi niðurstaða samninganefndarninar er kynnt er manni auðvitað efst í huga hversu miklu máli það skipti að hnekkja fyrri samningum og að það skuli hafa verið gert með jafnafgerandi hætti og samstöðu meðal þjóðarinnar,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það sendi skýr skilaboð um að menn ætluðu ekki að sæta neinum afarkostum í þessu máli og ólíkt því sem forysta ríkisstjórnarinnar hélt þá fram, um að þjóðaratkvæðagreiðslan væri tilgangslaus tímasóun, hefur komið í ljós að hún skipti öllu.“ Um efni samninganna segir Bjarni tvennt blasa við: „Annars vegar að þær fjárhagslegu skuldbindingar sem menn væru að undirgangast með þessum samningum eru af allt annarri stærðargráðu en samkvæmt fyrri samningi.“ Hins vegar sé umgjörð málsins gjörbreytt. Ekki væri verið að gangast í ábyrgðir fyrir risavaxin lán og þá hafi verið endursamið um ýmis lagaleg atriði með skynsamlegri hætti. „Eftir sem áður, þó að þetta tvennt hafi breyst svona mikið, þá er réttlætiskennd manns á vissan hátt misboðið yfir því að við skulum yfirhöfuð þurfa að ræða þetta mál, vegna þess að þarna var um að ræða banka sem var ekki á nokkurn hátt rekinn á ábyrgð ríkisins,“ segir Bjarni. Verkefni næstu daga sé að fara yfir það hvort þjóðin hafi engu að síður hagsmuni af því að ljúka málinu, með tilliti til efnahagslegra og lagalega þátta, þótt Bjarni segist enn algjörlega sannfærður um að engri lagaskyldu sé til að dreifa. „Staðreyndin er nefnilega sú að þrátt fyrir að efnahagsleg áhrif þess að málið hafi tafist hafi verið stórkostlega ýkt og nær ekkert staðist af því sem flestir sem fjallað hafa um málið hafa sagt – allt frá háskólaprófessorum yfir í aðila vinnumarkaðarins – þá er ekki hægt að horfa alfarið framhjá því að því fylgja einhver efnahagsleg áhrif að málið skuli vera óleyst.“ Bjarni vill á þessu stigi ekkert segja um það hvort hann telji sig munu greiða atkvæði með ríkisábyrgð vegna samninganna.- sh
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira