Punktar um sóttvarnarstýringu Haukur Arnþórsson skrifar 1. apríl 2020 11:15 Þótt einkennilegt sé, eins mikill aðdáandi sérfræðiþekkingar og ég er, þá er ég búinn að fá nóg af einræði æðstu starfsmanna heilbrigðiskerfisins í sóttvarnarstýringu. Ég kalla eftir mikið víðtækari þátttöku sérfræðinga – og ekki síst félagsfræðinga, öldrunarfræðinga, sálfræðinga, skólafólks, íþróttafólks, þjóðkirkjunnar og allra annarra sem hafa með fólk að gera. Annað hvort þurfa allir þessir hópar sérfræðinga að vinna saman eða sem bakhópur að baki stjórnmálunum, sem er hin venjulega vestræna framkvæmd. Til er stjórnmálafræðileg kenning um að almenn viðmið (e. common sence) eigi að liggja til grundvallar stefnumörkun í þjóðfélaginu, enda þótt þau geri það ekki alltaf. Best fari á því – og er hún réttlæting þess að stjórnmálamenn stýra ferðinni í flestum málum en ekki sérfræðingar. Jafnvel ég kalla því eftir aðkomu stjórnmálanna við stjórn aðgerða, en stilli mig um að nefna orðið fagidíót um sérfræðistéttirnar, enda sérfræðingur sjálfur. Nú horfum við framá að hópar sem standa veikt, ekki síst unglingar, munu mögulega ekki koma aftur í íþróttastarf eða til framhaldsnáms. Ef heil kynslóð fer frá heilbrigðu líferni og spillir lífi sínu – erum við sátt við að greiða það verð og horfa upp á mögulegar þjáningar hennar og mögulega eymd um ókomin ár - því margt bendir til að það verði verðið sem við greiðum, þótt enn séu þetta vangaveltur – auk alls annars kostnaðar af því hvað aðgerðunum er ætlað að draga það á langinn að fólk lifi eðlilegu lífi. Ég hefði haldið að lágmark væri að skóla- og íþróttastarf héldist gangandi, líka leikskólastarf, enda eru þau börn síst í smithættu. Slík opnum myndi gera atvinnulífinu auðveldara fyrir, en það er nú nánast á hliðinni. Það er ekki bara ferðageirinn sem hefur lamast, heldur öll starfsemi, jafnvel lögfræðistofur geta ekki starfað. Þegar talað er um sektir eða lögregluvald gagnvart íþróttafélögum ef þau halda uppi starfi, tekur steininn úr. Aðgerðir sem ekki stefna að því að hlífa börnum og unglingum eru ekki góðar aðgerðir. Þau eru dýrmætasti hópurinn í þjóðfélaginu - ef við viljum forgangsraða. Hér er bara tekið eitt dæmi og sennilega það alvarlegasta – hvað varðar unglinga, en félagslegi kostnaðurinn vegna aðgerðanna gæti verið gríðarlegur. Fólkið í landinu þarf raunverulega geðlæknishjálp, sálfræðihjálp, heimilisofbeldi er staðreynd (nú eru heimilin ofurselt ofbeldismönnum – og áfengisneysla hefur farið upp, helsta orsök heimilisofbeldis) – og ýmislegt fleira á eftir að koma á daginn. Ég læt það ekki eftir mér að ræða um fjárhagshlið heimilanna, hún á eftir að koma betur í ljós þegar líða tekur á árið og verulega fer að harðna á dalnum. Ég auglýsi eftir markmiðum með aðgerðunum. Hvenær á hjarðónæmi að verða náð – og af hverju á það að gerast svona hægt? Er hægt að komast hjá því að mynda hjarðónæmi eða gýs upp faraldur aftur og aftur ef því er ekki náð? Og hvað má það taka langan tíma? Enginn sem stendur í alþjóðlegum viðskiptum eða samskiptum – eða ætlar sér að ferðast á næstu misserum vill sleppa við að komast í kynni við veiruna. Hún er forsenda þess að menn geti um frjálst höfuð strokið. En markmiðin liggja ekki fyrir – umræðurnar í sjónvarpinu eru eins og á netinu – talað er um smáatriði út í hörgul, vonandi þó ekki eins og á netinu, til að villa um fyrir heildarsýn eða yfirstæðum atriðum. Maður veltir fyrir sér hvort þjóðir sem láta flensuna ganga hratt yfir eins og Ítalir og Spánverjar, standi uppi sem sigurvegarar langt á undan öðrum ríkjum – og þá líka hvort asíuríkin fái veiruna aftur og þar með nýjan faraldur vegna þess að þau stöðvuðu útbreiðslu hennar of fljótt. Spurningin um hjarðónæmi er grundvallaratriði til þess að skilja hvernig bregðast á við. Þær gríðarlega umfangsmiklu aðgerðir sem gripið hefur verið til eru algerlega á forsendum heilbrigðiskerfisins – og raunar virðist við það miðað að Landspítalinn hafi undan. Einhvern tímann var álitið að hann ætti að þjóna þjóðinni en ekki hún honum. Stjórnsýslufræðingar hafa frá upphafi mótmælt því að hér sé eitt þjóðarsjúkrahús, enda þótt það sé minna en sjúkrahús nágrannaríkjanna – vegna þess að ein stofnun kemst í kúgunaraðstöðu gagnvart ríkisvaldinu og þar með þjóðinni. Þetta á bæði við faglega eins og nú hefur sýnt sig, en ekki síður fjárhagslega þar sem ekki er hægt að bera saman kostnað við læknisverk milli spítala og komast að því hvað er eðlilegt verð fyrir aðgerðir. Komið hefur fram að Landlæknir hefur varaáætlanir ef gjörgæslan fyllist – það er líka nákvæmlega það sem hann á að gera – bæði eldri sjúkrahús og önnur rými. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Þótt einkennilegt sé, eins mikill aðdáandi sérfræðiþekkingar og ég er, þá er ég búinn að fá nóg af einræði æðstu starfsmanna heilbrigðiskerfisins í sóttvarnarstýringu. Ég kalla eftir mikið víðtækari þátttöku sérfræðinga – og ekki síst félagsfræðinga, öldrunarfræðinga, sálfræðinga, skólafólks, íþróttafólks, þjóðkirkjunnar og allra annarra sem hafa með fólk að gera. Annað hvort þurfa allir þessir hópar sérfræðinga að vinna saman eða sem bakhópur að baki stjórnmálunum, sem er hin venjulega vestræna framkvæmd. Til er stjórnmálafræðileg kenning um að almenn viðmið (e. common sence) eigi að liggja til grundvallar stefnumörkun í þjóðfélaginu, enda þótt þau geri það ekki alltaf. Best fari á því – og er hún réttlæting þess að stjórnmálamenn stýra ferðinni í flestum málum en ekki sérfræðingar. Jafnvel ég kalla því eftir aðkomu stjórnmálanna við stjórn aðgerða, en stilli mig um að nefna orðið fagidíót um sérfræðistéttirnar, enda sérfræðingur sjálfur. Nú horfum við framá að hópar sem standa veikt, ekki síst unglingar, munu mögulega ekki koma aftur í íþróttastarf eða til framhaldsnáms. Ef heil kynslóð fer frá heilbrigðu líferni og spillir lífi sínu – erum við sátt við að greiða það verð og horfa upp á mögulegar þjáningar hennar og mögulega eymd um ókomin ár - því margt bendir til að það verði verðið sem við greiðum, þótt enn séu þetta vangaveltur – auk alls annars kostnaðar af því hvað aðgerðunum er ætlað að draga það á langinn að fólk lifi eðlilegu lífi. Ég hefði haldið að lágmark væri að skóla- og íþróttastarf héldist gangandi, líka leikskólastarf, enda eru þau börn síst í smithættu. Slík opnum myndi gera atvinnulífinu auðveldara fyrir, en það er nú nánast á hliðinni. Það er ekki bara ferðageirinn sem hefur lamast, heldur öll starfsemi, jafnvel lögfræðistofur geta ekki starfað. Þegar talað er um sektir eða lögregluvald gagnvart íþróttafélögum ef þau halda uppi starfi, tekur steininn úr. Aðgerðir sem ekki stefna að því að hlífa börnum og unglingum eru ekki góðar aðgerðir. Þau eru dýrmætasti hópurinn í þjóðfélaginu - ef við viljum forgangsraða. Hér er bara tekið eitt dæmi og sennilega það alvarlegasta – hvað varðar unglinga, en félagslegi kostnaðurinn vegna aðgerðanna gæti verið gríðarlegur. Fólkið í landinu þarf raunverulega geðlæknishjálp, sálfræðihjálp, heimilisofbeldi er staðreynd (nú eru heimilin ofurselt ofbeldismönnum – og áfengisneysla hefur farið upp, helsta orsök heimilisofbeldis) – og ýmislegt fleira á eftir að koma á daginn. Ég læt það ekki eftir mér að ræða um fjárhagshlið heimilanna, hún á eftir að koma betur í ljós þegar líða tekur á árið og verulega fer að harðna á dalnum. Ég auglýsi eftir markmiðum með aðgerðunum. Hvenær á hjarðónæmi að verða náð – og af hverju á það að gerast svona hægt? Er hægt að komast hjá því að mynda hjarðónæmi eða gýs upp faraldur aftur og aftur ef því er ekki náð? Og hvað má það taka langan tíma? Enginn sem stendur í alþjóðlegum viðskiptum eða samskiptum – eða ætlar sér að ferðast á næstu misserum vill sleppa við að komast í kynni við veiruna. Hún er forsenda þess að menn geti um frjálst höfuð strokið. En markmiðin liggja ekki fyrir – umræðurnar í sjónvarpinu eru eins og á netinu – talað er um smáatriði út í hörgul, vonandi þó ekki eins og á netinu, til að villa um fyrir heildarsýn eða yfirstæðum atriðum. Maður veltir fyrir sér hvort þjóðir sem láta flensuna ganga hratt yfir eins og Ítalir og Spánverjar, standi uppi sem sigurvegarar langt á undan öðrum ríkjum – og þá líka hvort asíuríkin fái veiruna aftur og þar með nýjan faraldur vegna þess að þau stöðvuðu útbreiðslu hennar of fljótt. Spurningin um hjarðónæmi er grundvallaratriði til þess að skilja hvernig bregðast á við. Þær gríðarlega umfangsmiklu aðgerðir sem gripið hefur verið til eru algerlega á forsendum heilbrigðiskerfisins – og raunar virðist við það miðað að Landspítalinn hafi undan. Einhvern tímann var álitið að hann ætti að þjóna þjóðinni en ekki hún honum. Stjórnsýslufræðingar hafa frá upphafi mótmælt því að hér sé eitt þjóðarsjúkrahús, enda þótt það sé minna en sjúkrahús nágrannaríkjanna – vegna þess að ein stofnun kemst í kúgunaraðstöðu gagnvart ríkisvaldinu og þar með þjóðinni. Þetta á bæði við faglega eins og nú hefur sýnt sig, en ekki síður fjárhagslega þar sem ekki er hægt að bera saman kostnað við læknisverk milli spítala og komast að því hvað er eðlilegt verð fyrir aðgerðir. Komið hefur fram að Landlæknir hefur varaáætlanir ef gjörgæslan fyllist – það er líka nákvæmlega það sem hann á að gera – bæði eldri sjúkrahús og önnur rými. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun