Punktar um sóttvarnarstýringu Haukur Arnþórsson skrifar 1. apríl 2020 11:15 Þótt einkennilegt sé, eins mikill aðdáandi sérfræðiþekkingar og ég er, þá er ég búinn að fá nóg af einræði æðstu starfsmanna heilbrigðiskerfisins í sóttvarnarstýringu. Ég kalla eftir mikið víðtækari þátttöku sérfræðinga – og ekki síst félagsfræðinga, öldrunarfræðinga, sálfræðinga, skólafólks, íþróttafólks, þjóðkirkjunnar og allra annarra sem hafa með fólk að gera. Annað hvort þurfa allir þessir hópar sérfræðinga að vinna saman eða sem bakhópur að baki stjórnmálunum, sem er hin venjulega vestræna framkvæmd. Til er stjórnmálafræðileg kenning um að almenn viðmið (e. common sence) eigi að liggja til grundvallar stefnumörkun í þjóðfélaginu, enda þótt þau geri það ekki alltaf. Best fari á því – og er hún réttlæting þess að stjórnmálamenn stýra ferðinni í flestum málum en ekki sérfræðingar. Jafnvel ég kalla því eftir aðkomu stjórnmálanna við stjórn aðgerða, en stilli mig um að nefna orðið fagidíót um sérfræðistéttirnar, enda sérfræðingur sjálfur. Nú horfum við framá að hópar sem standa veikt, ekki síst unglingar, munu mögulega ekki koma aftur í íþróttastarf eða til framhaldsnáms. Ef heil kynslóð fer frá heilbrigðu líferni og spillir lífi sínu – erum við sátt við að greiða það verð og horfa upp á mögulegar þjáningar hennar og mögulega eymd um ókomin ár - því margt bendir til að það verði verðið sem við greiðum, þótt enn séu þetta vangaveltur – auk alls annars kostnaðar af því hvað aðgerðunum er ætlað að draga það á langinn að fólk lifi eðlilegu lífi. Ég hefði haldið að lágmark væri að skóla- og íþróttastarf héldist gangandi, líka leikskólastarf, enda eru þau börn síst í smithættu. Slík opnum myndi gera atvinnulífinu auðveldara fyrir, en það er nú nánast á hliðinni. Það er ekki bara ferðageirinn sem hefur lamast, heldur öll starfsemi, jafnvel lögfræðistofur geta ekki starfað. Þegar talað er um sektir eða lögregluvald gagnvart íþróttafélögum ef þau halda uppi starfi, tekur steininn úr. Aðgerðir sem ekki stefna að því að hlífa börnum og unglingum eru ekki góðar aðgerðir. Þau eru dýrmætasti hópurinn í þjóðfélaginu - ef við viljum forgangsraða. Hér er bara tekið eitt dæmi og sennilega það alvarlegasta – hvað varðar unglinga, en félagslegi kostnaðurinn vegna aðgerðanna gæti verið gríðarlegur. Fólkið í landinu þarf raunverulega geðlæknishjálp, sálfræðihjálp, heimilisofbeldi er staðreynd (nú eru heimilin ofurselt ofbeldismönnum – og áfengisneysla hefur farið upp, helsta orsök heimilisofbeldis) – og ýmislegt fleira á eftir að koma á daginn. Ég læt það ekki eftir mér að ræða um fjárhagshlið heimilanna, hún á eftir að koma betur í ljós þegar líða tekur á árið og verulega fer að harðna á dalnum. Ég auglýsi eftir markmiðum með aðgerðunum. Hvenær á hjarðónæmi að verða náð – og af hverju á það að gerast svona hægt? Er hægt að komast hjá því að mynda hjarðónæmi eða gýs upp faraldur aftur og aftur ef því er ekki náð? Og hvað má það taka langan tíma? Enginn sem stendur í alþjóðlegum viðskiptum eða samskiptum – eða ætlar sér að ferðast á næstu misserum vill sleppa við að komast í kynni við veiruna. Hún er forsenda þess að menn geti um frjálst höfuð strokið. En markmiðin liggja ekki fyrir – umræðurnar í sjónvarpinu eru eins og á netinu – talað er um smáatriði út í hörgul, vonandi þó ekki eins og á netinu, til að villa um fyrir heildarsýn eða yfirstæðum atriðum. Maður veltir fyrir sér hvort þjóðir sem láta flensuna ganga hratt yfir eins og Ítalir og Spánverjar, standi uppi sem sigurvegarar langt á undan öðrum ríkjum – og þá líka hvort asíuríkin fái veiruna aftur og þar með nýjan faraldur vegna þess að þau stöðvuðu útbreiðslu hennar of fljótt. Spurningin um hjarðónæmi er grundvallaratriði til þess að skilja hvernig bregðast á við. Þær gríðarlega umfangsmiklu aðgerðir sem gripið hefur verið til eru algerlega á forsendum heilbrigðiskerfisins – og raunar virðist við það miðað að Landspítalinn hafi undan. Einhvern tímann var álitið að hann ætti að þjóna þjóðinni en ekki hún honum. Stjórnsýslufræðingar hafa frá upphafi mótmælt því að hér sé eitt þjóðarsjúkrahús, enda þótt það sé minna en sjúkrahús nágrannaríkjanna – vegna þess að ein stofnun kemst í kúgunaraðstöðu gagnvart ríkisvaldinu og þar með þjóðinni. Þetta á bæði við faglega eins og nú hefur sýnt sig, en ekki síður fjárhagslega þar sem ekki er hægt að bera saman kostnað við læknisverk milli spítala og komast að því hvað er eðlilegt verð fyrir aðgerðir. Komið hefur fram að Landlæknir hefur varaáætlanir ef gjörgæslan fyllist – það er líka nákvæmlega það sem hann á að gera – bæði eldri sjúkrahús og önnur rými. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þótt einkennilegt sé, eins mikill aðdáandi sérfræðiþekkingar og ég er, þá er ég búinn að fá nóg af einræði æðstu starfsmanna heilbrigðiskerfisins í sóttvarnarstýringu. Ég kalla eftir mikið víðtækari þátttöku sérfræðinga – og ekki síst félagsfræðinga, öldrunarfræðinga, sálfræðinga, skólafólks, íþróttafólks, þjóðkirkjunnar og allra annarra sem hafa með fólk að gera. Annað hvort þurfa allir þessir hópar sérfræðinga að vinna saman eða sem bakhópur að baki stjórnmálunum, sem er hin venjulega vestræna framkvæmd. Til er stjórnmálafræðileg kenning um að almenn viðmið (e. common sence) eigi að liggja til grundvallar stefnumörkun í þjóðfélaginu, enda þótt þau geri það ekki alltaf. Best fari á því – og er hún réttlæting þess að stjórnmálamenn stýra ferðinni í flestum málum en ekki sérfræðingar. Jafnvel ég kalla því eftir aðkomu stjórnmálanna við stjórn aðgerða, en stilli mig um að nefna orðið fagidíót um sérfræðistéttirnar, enda sérfræðingur sjálfur. Nú horfum við framá að hópar sem standa veikt, ekki síst unglingar, munu mögulega ekki koma aftur í íþróttastarf eða til framhaldsnáms. Ef heil kynslóð fer frá heilbrigðu líferni og spillir lífi sínu – erum við sátt við að greiða það verð og horfa upp á mögulegar þjáningar hennar og mögulega eymd um ókomin ár - því margt bendir til að það verði verðið sem við greiðum, þótt enn séu þetta vangaveltur – auk alls annars kostnaðar af því hvað aðgerðunum er ætlað að draga það á langinn að fólk lifi eðlilegu lífi. Ég hefði haldið að lágmark væri að skóla- og íþróttastarf héldist gangandi, líka leikskólastarf, enda eru þau börn síst í smithættu. Slík opnum myndi gera atvinnulífinu auðveldara fyrir, en það er nú nánast á hliðinni. Það er ekki bara ferðageirinn sem hefur lamast, heldur öll starfsemi, jafnvel lögfræðistofur geta ekki starfað. Þegar talað er um sektir eða lögregluvald gagnvart íþróttafélögum ef þau halda uppi starfi, tekur steininn úr. Aðgerðir sem ekki stefna að því að hlífa börnum og unglingum eru ekki góðar aðgerðir. Þau eru dýrmætasti hópurinn í þjóðfélaginu - ef við viljum forgangsraða. Hér er bara tekið eitt dæmi og sennilega það alvarlegasta – hvað varðar unglinga, en félagslegi kostnaðurinn vegna aðgerðanna gæti verið gríðarlegur. Fólkið í landinu þarf raunverulega geðlæknishjálp, sálfræðihjálp, heimilisofbeldi er staðreynd (nú eru heimilin ofurselt ofbeldismönnum – og áfengisneysla hefur farið upp, helsta orsök heimilisofbeldis) – og ýmislegt fleira á eftir að koma á daginn. Ég læt það ekki eftir mér að ræða um fjárhagshlið heimilanna, hún á eftir að koma betur í ljós þegar líða tekur á árið og verulega fer að harðna á dalnum. Ég auglýsi eftir markmiðum með aðgerðunum. Hvenær á hjarðónæmi að verða náð – og af hverju á það að gerast svona hægt? Er hægt að komast hjá því að mynda hjarðónæmi eða gýs upp faraldur aftur og aftur ef því er ekki náð? Og hvað má það taka langan tíma? Enginn sem stendur í alþjóðlegum viðskiptum eða samskiptum – eða ætlar sér að ferðast á næstu misserum vill sleppa við að komast í kynni við veiruna. Hún er forsenda þess að menn geti um frjálst höfuð strokið. En markmiðin liggja ekki fyrir – umræðurnar í sjónvarpinu eru eins og á netinu – talað er um smáatriði út í hörgul, vonandi þó ekki eins og á netinu, til að villa um fyrir heildarsýn eða yfirstæðum atriðum. Maður veltir fyrir sér hvort þjóðir sem láta flensuna ganga hratt yfir eins og Ítalir og Spánverjar, standi uppi sem sigurvegarar langt á undan öðrum ríkjum – og þá líka hvort asíuríkin fái veiruna aftur og þar með nýjan faraldur vegna þess að þau stöðvuðu útbreiðslu hennar of fljótt. Spurningin um hjarðónæmi er grundvallaratriði til þess að skilja hvernig bregðast á við. Þær gríðarlega umfangsmiklu aðgerðir sem gripið hefur verið til eru algerlega á forsendum heilbrigðiskerfisins – og raunar virðist við það miðað að Landspítalinn hafi undan. Einhvern tímann var álitið að hann ætti að þjóna þjóðinni en ekki hún honum. Stjórnsýslufræðingar hafa frá upphafi mótmælt því að hér sé eitt þjóðarsjúkrahús, enda þótt það sé minna en sjúkrahús nágrannaríkjanna – vegna þess að ein stofnun kemst í kúgunaraðstöðu gagnvart ríkisvaldinu og þar með þjóðinni. Þetta á bæði við faglega eins og nú hefur sýnt sig, en ekki síður fjárhagslega þar sem ekki er hægt að bera saman kostnað við læknisverk milli spítala og komast að því hvað er eðlilegt verð fyrir aðgerðir. Komið hefur fram að Landlæknir hefur varaáætlanir ef gjörgæslan fyllist – það er líka nákvæmlega það sem hann á að gera – bæði eldri sjúkrahús og önnur rými. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar