Hvar er eiginlega best að hjálpa fátæku og stríðshrjáðu fólki? Atli Viðar Thorstensen skrifar 22. september 2016 07:00 Enginn flýr heimaland sitt að gamni sínu og leggur líf sitt (og jafnvel barna sinna) í hendur smyglara til að komast inn í rammgerða Evrópu. Samt sem áður hafa hundruð þúsunda karla, kvenna og barna orðið að gera það á þessu ári og þúsundir þeirra hafa týnt lífi sínu á Miðjarðarhafinu eða orðið fyrir miklu ofbeldi í leit sinni að öruggu skjóli. Það varð fólk að gera vegna þess að það átti ekki annarra kosta völ. Til Íslands leitar svo brotabrot af því fólki sem flýr til Evrópu undan stríðsátökum og ofsóknum. Í ár eru það rétt um 400 manns. Þá heyrast stöku raddir um að Ísland hafi ekki efni á að hjálpa þessu fólki og að betur sé fénu varið í að hjálpa því á eigin heimaslóðum. En er það hægt? Og það á sama tíma og Ísland leggur tiltölulega lítið fé og að meðaltali lægra hlutfall í alþjóðlegt hjálparstarf en önnur OECD-ríki. En alþjóðlegt hjálparstarf á einmitt að stuðla að stöðugleika og þróun heima fyrir svo fólk þurfi ekki að flýja. Og gleymum heldur ekki, að þegar kemur að því að hjálpa berskjölduðu fólki á eitt ekki að útiloka annað. Það er bæði hægt að aðstoða fólk sem kýs að yfirgefa ekki heimalandið þrátt fyrir að þar búi það við stöðuga lífshættu og fólk sem ákveður að leita skjóls annars staðar.Ísland er eyja en ekki eyland Við höfum byggt upp hagsæld okkar og öryggi á samvinnu við önnur ríki. Við þáðum sjálf gríðarlega mikla fjárhagsaðstoð í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari í formi Marshall-aðstoðarinnar. Við þáðum einnig þróunaraðstoð og hættum því reyndar ekki fyrr en 1976. Getur verið að við viljum allt fyrir ekkert? Þiggja mikla aðstoð sjálf, en ekki að taka á móti flóttafólki og heldur ekki að veita fátækum og óstöðugum ríkjum þróunar- og mannúðaraðstoð í samræmi við markmið Sameinuðu þjóðanna um 0,7% af vergum þjóðartekjum? Verum stolt af því að vera auðugt ríki og friðsælt. Verum ekki síður stolt af því að geta gefið til baka af því sem við sjálf fengum. Nýtum mannauð þeirra flóttamanna sem hingað leita. Og hjálpum á sama tíma því fólki sem áfram vill vera í eigin heimaríki með því að veita þróunar- og mannúðaraðstoð til fátækra ríkja og óstöðugra. Því hafa íslensk stjórnvöld lofað í rúma þrjá áratugi. Er ekki kominn tími til að við það verði staðið svo fólk þurfi ekki að flýja fátækt og stríðsátök?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Kári Stefánsson, gættu þín Sæll Kári. Syndaaflausnarsamtal þitt í STUNDINNI, þ. 25 ágúst var fróðlegt. Þú lýsir þar og viðurkennir ýmsa skapgerðarþætti sem mörgum eru löngu ljósir en hefðu ekki þorað að nefna af ótta við málsókn. 22. september 2016 07:00 Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Enginn flýr heimaland sitt að gamni sínu og leggur líf sitt (og jafnvel barna sinna) í hendur smyglara til að komast inn í rammgerða Evrópu. Samt sem áður hafa hundruð þúsunda karla, kvenna og barna orðið að gera það á þessu ári og þúsundir þeirra hafa týnt lífi sínu á Miðjarðarhafinu eða orðið fyrir miklu ofbeldi í leit sinni að öruggu skjóli. Það varð fólk að gera vegna þess að það átti ekki annarra kosta völ. Til Íslands leitar svo brotabrot af því fólki sem flýr til Evrópu undan stríðsátökum og ofsóknum. Í ár eru það rétt um 400 manns. Þá heyrast stöku raddir um að Ísland hafi ekki efni á að hjálpa þessu fólki og að betur sé fénu varið í að hjálpa því á eigin heimaslóðum. En er það hægt? Og það á sama tíma og Ísland leggur tiltölulega lítið fé og að meðaltali lægra hlutfall í alþjóðlegt hjálparstarf en önnur OECD-ríki. En alþjóðlegt hjálparstarf á einmitt að stuðla að stöðugleika og þróun heima fyrir svo fólk þurfi ekki að flýja. Og gleymum heldur ekki, að þegar kemur að því að hjálpa berskjölduðu fólki á eitt ekki að útiloka annað. Það er bæði hægt að aðstoða fólk sem kýs að yfirgefa ekki heimalandið þrátt fyrir að þar búi það við stöðuga lífshættu og fólk sem ákveður að leita skjóls annars staðar.Ísland er eyja en ekki eyland Við höfum byggt upp hagsæld okkar og öryggi á samvinnu við önnur ríki. Við þáðum sjálf gríðarlega mikla fjárhagsaðstoð í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari í formi Marshall-aðstoðarinnar. Við þáðum einnig þróunaraðstoð og hættum því reyndar ekki fyrr en 1976. Getur verið að við viljum allt fyrir ekkert? Þiggja mikla aðstoð sjálf, en ekki að taka á móti flóttafólki og heldur ekki að veita fátækum og óstöðugum ríkjum þróunar- og mannúðaraðstoð í samræmi við markmið Sameinuðu þjóðanna um 0,7% af vergum þjóðartekjum? Verum stolt af því að vera auðugt ríki og friðsælt. Verum ekki síður stolt af því að geta gefið til baka af því sem við sjálf fengum. Nýtum mannauð þeirra flóttamanna sem hingað leita. Og hjálpum á sama tíma því fólki sem áfram vill vera í eigin heimaríki með því að veita þróunar- og mannúðaraðstoð til fátækra ríkja og óstöðugra. Því hafa íslensk stjórnvöld lofað í rúma þrjá áratugi. Er ekki kominn tími til að við það verði staðið svo fólk þurfi ekki að flýja fátækt og stríðsátök?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kári Stefánsson, gættu þín Sæll Kári. Syndaaflausnarsamtal þitt í STUNDINNI, þ. 25 ágúst var fróðlegt. Þú lýsir þar og viðurkennir ýmsa skapgerðarþætti sem mörgum eru löngu ljósir en hefðu ekki þorað að nefna af ótta við málsókn. 22. september 2016 07:00
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar