Endurhæfingarbætur Úrsúla Jünemann skrifar 22. september 2016 07:00 Enginn óskar sér að verða alvarlega veikur og óvinnufær. En lífið getur tekið óvænta stefnu þannig að framtíðarplön raskast verulega eða verða að engu. Nú er vitað að veikindi hafa áhrif á líkama og sál. Sú staðreynd að geta ekki verið til gagns í samfélaginu finnst flestum slæmt og lítillækkandi. Og sálræna vanlíðanin hefur auðvitað áhrif á bata almennt. Auk þess eru það áhyggjur af fjármálunum. Læknis- og lyfjakostnaður er jú ekki ókeypis. Nú komum við að bótakerfinu hér á landi. Óvinnufær sjúklingur á rétt á svonefndum endurhæfingarbótum frá Tryggingastofnun. Þessar bætur eru ekki neitt til þess að hrópa húrra fyrir og duga engan veginn til framfærslu hvað þá að borga allan aukakostnað vegna veikinda. Og svo kemur „rúsínan í pylsuendanum“: Sjúklingur sem fær slíkar bætur má ekki vinna sér inn eina einustu krónu án þess að verði dregið frá bótunum. En hvað felst í orðinu „endurhæfing“? Er það ekki að gera einstakling aftur hæfan til að lifa eðlilegu lífi? Gera honum kleift að öðlast starfsgetu smátt og smátt upp á nýtt og halda þannig reisn og sjálfsvirðingu? Hvar er hvatningin til að reyna að koma sér á vinnumarkaðinn á ný þó það væri ekki nema með 5–10 prósent starfi? Hvar er endurhæfingin ef menn fá spark í rassinn fyrir að reyna að vera pínulítið virkir á meðan á veikindum stendur? Jú, að vísu „má“ sjúklingurinn vinna, en fyrstu 150.000 kr. yrðu faktískt kauplaust því bæturnar detta þá út. Þetta væri kannski valkostur fyrir lykilstjórnanda í banka með ofurlaun en ekki fyrir venjulegan launþega. Okkar bótakerfi er meingallað og mannskemmandi og þarfnast endurskoðunar. Ég vildi gjarnan heyra núna í aðdraganda kosninganna hvað stjórnmálaflokkarnir ætla að gera til að laga til í þessum málum. Aldraðir, öryrkjar og sjúklingar eiga margfalt betra skilið en það sem bótakerfið okkar býður upp á.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Enginn óskar sér að verða alvarlega veikur og óvinnufær. En lífið getur tekið óvænta stefnu þannig að framtíðarplön raskast verulega eða verða að engu. Nú er vitað að veikindi hafa áhrif á líkama og sál. Sú staðreynd að geta ekki verið til gagns í samfélaginu finnst flestum slæmt og lítillækkandi. Og sálræna vanlíðanin hefur auðvitað áhrif á bata almennt. Auk þess eru það áhyggjur af fjármálunum. Læknis- og lyfjakostnaður er jú ekki ókeypis. Nú komum við að bótakerfinu hér á landi. Óvinnufær sjúklingur á rétt á svonefndum endurhæfingarbótum frá Tryggingastofnun. Þessar bætur eru ekki neitt til þess að hrópa húrra fyrir og duga engan veginn til framfærslu hvað þá að borga allan aukakostnað vegna veikinda. Og svo kemur „rúsínan í pylsuendanum“: Sjúklingur sem fær slíkar bætur má ekki vinna sér inn eina einustu krónu án þess að verði dregið frá bótunum. En hvað felst í orðinu „endurhæfing“? Er það ekki að gera einstakling aftur hæfan til að lifa eðlilegu lífi? Gera honum kleift að öðlast starfsgetu smátt og smátt upp á nýtt og halda þannig reisn og sjálfsvirðingu? Hvar er hvatningin til að reyna að koma sér á vinnumarkaðinn á ný þó það væri ekki nema með 5–10 prósent starfi? Hvar er endurhæfingin ef menn fá spark í rassinn fyrir að reyna að vera pínulítið virkir á meðan á veikindum stendur? Jú, að vísu „má“ sjúklingurinn vinna, en fyrstu 150.000 kr. yrðu faktískt kauplaust því bæturnar detta þá út. Þetta væri kannski valkostur fyrir lykilstjórnanda í banka með ofurlaun en ekki fyrir venjulegan launþega. Okkar bótakerfi er meingallað og mannskemmandi og þarfnast endurskoðunar. Ég vildi gjarnan heyra núna í aðdraganda kosninganna hvað stjórnmálaflokkarnir ætla að gera til að laga til í þessum málum. Aldraðir, öryrkjar og sjúklingar eiga margfalt betra skilið en það sem bótakerfið okkar býður upp á.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar