Rory McIlroy ætlar ekki einu sinni að horfa á golfið á ÓL í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 10:30 Rory McIlroy. Vísir/Getty Bestu kylfingar heims keppast nú við að sjá til þess að golf verði ekki framtíðaríþrótt á Ólympíuleikunum. Það er þó einn sem hefur vinninginn. Norður-Írinn Rory McIlroy er einn af fjórum bestu kylfingum heims samkvæmt heimslistanum sem allir hafa tilkynnt að þeir fari ekki til Ríó. Rory McIlroy gekk hinsvegar einu skrefi lengra en hinir og sagðist ekki einu sinni ætla að horfa á golfkeppnina á Ólympíuleikunum. Þetta er enn athyglisverðara því í viðtali í febrúar var Rory McIlroy að tala um að það yrði mjög svalt að vinna Ólympíugull og þetta væri eins og fimmta risamótið. Rory McIlroy og félagar úr hópi bestu kylfingum heims haga notað Zika-veiruna sem afsökun en þeir eru allir ungir og að hugsa um að fjölga í fjölskyldunni. Nú er aftur á móti komið allt annað hljóð í skrokkinn og Rory McIlroy segist ekki finna fyrir nokkurri pressu um að taka þátt í leikunum til að hjálpa golfíþróttinni. Honum er alveg sama um slíkt. „Þetta var ekki eins erfið ákvörðun fyrir mig og hún var örugglega fyrir Jordan Spieth. Mér líður ekki eins og ég hafi brugðist íþróttinni. Ég fór ekki í golf með það markmið að breiða út fagnaðarerindið. Ég fór í golf til að vinna mót," sagði Rory McIlroy og peningarnir spilla nú örugglega ekki fyrir heldur. „Ég er mjög ánægður með mína ákvörðun. Ég sé ekki eftir neinu. Ég mun örugglega horfa á Ólympíuleikanna en ég býst ekki við að horfa á golfið. Ég mun horfa á frjálsarnar, dýfingarnar og það sem skiptir einhverju máli," sagði Rory McIlroy á blaðamannafundi fyrir opna breska meistaramótið sem hefst á morgun. Hvernig fólk og þá sérstaklega kylfingar og fólk tengt golfinu tekur þessi innleggi frá einum besta kylfingi heims er hinsvegar allt annað mál. Golf Tengdar fréttir Fimmfaldur ÓL-meistari: Golfararnir eru bara að nota Zika-veiruna sem afsökun Sir Steve Redgrave vann á sínum fimm Ólympíugull í róðri og hann hefur stigið fram og gagnrýn alla kylfingana sem hafa hætt við þátttöku á Ólympíuleikunum í Ríó af ótta við Zika-veiruna. 12. júlí 2016 13:45 McIlroy fer ekki til Ríó af ótta við Zika-veiruna Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur dregið sig úr keppni á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst af ótta við Zika-faraldurinn sem geisar í Brasilíu. 22. júní 2016 10:30 Sá besti í heimi þorir ekki til Ríó út af Zika veirunni Jason Day, sem er efstur á heimslistanum í golfi, hefur bæst í hóp þeirra íþróttamanna sem ætla ekki að fara á Ólympíuleikana í Ríó vegna ótta við Zika veiruna. 28. júní 2016 13:45 Spieth fer ekki á ÓL og því vantar fjóra bestu kylfinga heims í Ríó Bandaríkjamaðurinn hættur við af heilsufarsástæðum en nefndi Zika-veiruna ekki. 11. júlí 2016 17:45 Garcia þorir til Ríó Meðan það virðist komið í tísku hjá mörgum bestu kylfingum heims að þora ekki á ÓL á Ríó þá finnast enn kylfingar sem hafa raunverulegan áhuga á leikunum. 6. júlí 2016 10:15 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Bestu kylfingar heims keppast nú við að sjá til þess að golf verði ekki framtíðaríþrótt á Ólympíuleikunum. Það er þó einn sem hefur vinninginn. Norður-Írinn Rory McIlroy er einn af fjórum bestu kylfingum heims samkvæmt heimslistanum sem allir hafa tilkynnt að þeir fari ekki til Ríó. Rory McIlroy gekk hinsvegar einu skrefi lengra en hinir og sagðist ekki einu sinni ætla að horfa á golfkeppnina á Ólympíuleikunum. Þetta er enn athyglisverðara því í viðtali í febrúar var Rory McIlroy að tala um að það yrði mjög svalt að vinna Ólympíugull og þetta væri eins og fimmta risamótið. Rory McIlroy og félagar úr hópi bestu kylfingum heims haga notað Zika-veiruna sem afsökun en þeir eru allir ungir og að hugsa um að fjölga í fjölskyldunni. Nú er aftur á móti komið allt annað hljóð í skrokkinn og Rory McIlroy segist ekki finna fyrir nokkurri pressu um að taka þátt í leikunum til að hjálpa golfíþróttinni. Honum er alveg sama um slíkt. „Þetta var ekki eins erfið ákvörðun fyrir mig og hún var örugglega fyrir Jordan Spieth. Mér líður ekki eins og ég hafi brugðist íþróttinni. Ég fór ekki í golf með það markmið að breiða út fagnaðarerindið. Ég fór í golf til að vinna mót," sagði Rory McIlroy og peningarnir spilla nú örugglega ekki fyrir heldur. „Ég er mjög ánægður með mína ákvörðun. Ég sé ekki eftir neinu. Ég mun örugglega horfa á Ólympíuleikanna en ég býst ekki við að horfa á golfið. Ég mun horfa á frjálsarnar, dýfingarnar og það sem skiptir einhverju máli," sagði Rory McIlroy á blaðamannafundi fyrir opna breska meistaramótið sem hefst á morgun. Hvernig fólk og þá sérstaklega kylfingar og fólk tengt golfinu tekur þessi innleggi frá einum besta kylfingi heims er hinsvegar allt annað mál.
Golf Tengdar fréttir Fimmfaldur ÓL-meistari: Golfararnir eru bara að nota Zika-veiruna sem afsökun Sir Steve Redgrave vann á sínum fimm Ólympíugull í róðri og hann hefur stigið fram og gagnrýn alla kylfingana sem hafa hætt við þátttöku á Ólympíuleikunum í Ríó af ótta við Zika-veiruna. 12. júlí 2016 13:45 McIlroy fer ekki til Ríó af ótta við Zika-veiruna Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur dregið sig úr keppni á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst af ótta við Zika-faraldurinn sem geisar í Brasilíu. 22. júní 2016 10:30 Sá besti í heimi þorir ekki til Ríó út af Zika veirunni Jason Day, sem er efstur á heimslistanum í golfi, hefur bæst í hóp þeirra íþróttamanna sem ætla ekki að fara á Ólympíuleikana í Ríó vegna ótta við Zika veiruna. 28. júní 2016 13:45 Spieth fer ekki á ÓL og því vantar fjóra bestu kylfinga heims í Ríó Bandaríkjamaðurinn hættur við af heilsufarsástæðum en nefndi Zika-veiruna ekki. 11. júlí 2016 17:45 Garcia þorir til Ríó Meðan það virðist komið í tísku hjá mörgum bestu kylfingum heims að þora ekki á ÓL á Ríó þá finnast enn kylfingar sem hafa raunverulegan áhuga á leikunum. 6. júlí 2016 10:15 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Fimmfaldur ÓL-meistari: Golfararnir eru bara að nota Zika-veiruna sem afsökun Sir Steve Redgrave vann á sínum fimm Ólympíugull í róðri og hann hefur stigið fram og gagnrýn alla kylfingana sem hafa hætt við þátttöku á Ólympíuleikunum í Ríó af ótta við Zika-veiruna. 12. júlí 2016 13:45
McIlroy fer ekki til Ríó af ótta við Zika-veiruna Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur dregið sig úr keppni á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst af ótta við Zika-faraldurinn sem geisar í Brasilíu. 22. júní 2016 10:30
Sá besti í heimi þorir ekki til Ríó út af Zika veirunni Jason Day, sem er efstur á heimslistanum í golfi, hefur bæst í hóp þeirra íþróttamanna sem ætla ekki að fara á Ólympíuleikana í Ríó vegna ótta við Zika veiruna. 28. júní 2016 13:45
Spieth fer ekki á ÓL og því vantar fjóra bestu kylfinga heims í Ríó Bandaríkjamaðurinn hættur við af heilsufarsástæðum en nefndi Zika-veiruna ekki. 11. júlí 2016 17:45
Garcia þorir til Ríó Meðan það virðist komið í tísku hjá mörgum bestu kylfingum heims að þora ekki á ÓL á Ríó þá finnast enn kylfingar sem hafa raunverulegan áhuga á leikunum. 6. júlí 2016 10:15