Lægsta bensínverð í Bandaríkjunum í 12 ár Finnur Thorlacius skrifar 19. júlí 2016 10:40 Þeir gleðjast margir ökumennirnir vestur í Bandaríkjunum þessa dagana en bensínverð hefur ekki verið lægra þar í landi í 12 ár. Það er American Automobile Association (AAA) sem greinir frá þessu. Meðalverð bensíns í landinu er nú 2,21 dollari á hvert gallon. Það samsvarar 71,4 krónum. Það er næstum því þrisvar sinnum lægra verð en fá má á bensínstöðvum á Íslandi í dag. Bensínverð er misjafnt milli fylkja og svæða innan Bandaríkjanna og á 25% af bensínstöðvum Bandaríkjanna er verðið undir 2 dollurum. Lægsta bensínverðið er í Suður Karolínuríki, eða 1,88 dollarar, eða 60,8 krónur. Það er vel undir þriðjungi verðsins hér á landi. Hæst er verðið í Kaliforníuríki, eða 2,85 dollarar og 2,82 á Hawaii. Ástæða lágs verð á bensíni í Bandaríkjunum má helst skýra út með mikilli birgðasöfnun og eru birgðir nú 13% meiri en á sama tíma í fyrra. Olíuverð í heildsölu er nú um 45 dollarar á tunnu. Við því er búist að olíuverðið muni áfram haldast lágt út sumarið. Akstur meðal Bandaríkjamanna hefur verið í hæstu hæðum í sumar vegna þessa lága verð á bensíni. Þeir sem áhyggjur hafa af útblástursmengun vegna þessa hafa bent á þá óæskilegu þróun í bílasölu undanfarið að Bandaríkjamenn hafa í meira mæli sótt í eyðslufreka bíla, ekki síst stóra pallbíla og jeppa. Á meðan hafa umhverfisvænir bílar, svo sem rafmagnsbílar og tvinnbílar ekki selst vel. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent
Þeir gleðjast margir ökumennirnir vestur í Bandaríkjunum þessa dagana en bensínverð hefur ekki verið lægra þar í landi í 12 ár. Það er American Automobile Association (AAA) sem greinir frá þessu. Meðalverð bensíns í landinu er nú 2,21 dollari á hvert gallon. Það samsvarar 71,4 krónum. Það er næstum því þrisvar sinnum lægra verð en fá má á bensínstöðvum á Íslandi í dag. Bensínverð er misjafnt milli fylkja og svæða innan Bandaríkjanna og á 25% af bensínstöðvum Bandaríkjanna er verðið undir 2 dollurum. Lægsta bensínverðið er í Suður Karolínuríki, eða 1,88 dollarar, eða 60,8 krónur. Það er vel undir þriðjungi verðsins hér á landi. Hæst er verðið í Kaliforníuríki, eða 2,85 dollarar og 2,82 á Hawaii. Ástæða lágs verð á bensíni í Bandaríkjunum má helst skýra út með mikilli birgðasöfnun og eru birgðir nú 13% meiri en á sama tíma í fyrra. Olíuverð í heildsölu er nú um 45 dollarar á tunnu. Við því er búist að olíuverðið muni áfram haldast lágt út sumarið. Akstur meðal Bandaríkjamanna hefur verið í hæstu hæðum í sumar vegna þessa lága verð á bensíni. Þeir sem áhyggjur hafa af útblástursmengun vegna þessa hafa bent á þá óæskilegu þróun í bílasölu undanfarið að Bandaríkjamenn hafa í meira mæli sótt í eyðslufreka bíla, ekki síst stóra pallbíla og jeppa. Á meðan hafa umhverfisvænir bílar, svo sem rafmagnsbílar og tvinnbílar ekki selst vel.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent