Tiger Woods spilar ekki golf á árinu 2016 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2016 20:26 Tiger Woods hefur hætt við þátttöku á PGA-meistaramótinu og umboðsmaður hans segir að Woods muni ekki taka þátt í golfmóti á þessi ári. ESPN segir frá. PGA-meistaramótið er fjórða og síðasta risamót ársins og fer að þessu sinni fram á vegum Baltusrol golfklúbbsins í Springfield í New Jersey 28. til 31. júlí. Tiger Woods er enn að jafna sig eftir bakmeiðsli en hann hefur farið í þrjár bakaðgerðir síðan í mars 2014. Sú síðasta var síðasta haust. Með því að missa að PGA-meistaramótinu hefur Tiger misst af fjórum risamótum í röð. Hann hefur ekki tekið þátt í golfmóti síðan í ágúst 2015. Tiger Woods var skráður til keppni bæði á opna breska mótinu og á PGA-meistaramótinu en tilkynnti mótshöldurum í tíma að hann yrði ekki með. Harold Varner III mun taka pláss Tiger Woods á PGA-meistaramótinu. Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods, sagði í viðtali við ESPN að Tiger væri búinn að ákveða að sleppa alveg þessu tímabili. Þeir telja ekkert vit í því að reyna að byrja að keppa í haust þegar svona fá mót eru eftir af tímabilinu. Tiger verður því heldur ekki með í Ryder-bikarnum sem fer fram í Chaska í Minnesota 30. september til 2. október. Golf Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods hefur hætt við þátttöku á PGA-meistaramótinu og umboðsmaður hans segir að Woods muni ekki taka þátt í golfmóti á þessi ári. ESPN segir frá. PGA-meistaramótið er fjórða og síðasta risamót ársins og fer að þessu sinni fram á vegum Baltusrol golfklúbbsins í Springfield í New Jersey 28. til 31. júlí. Tiger Woods er enn að jafna sig eftir bakmeiðsli en hann hefur farið í þrjár bakaðgerðir síðan í mars 2014. Sú síðasta var síðasta haust. Með því að missa að PGA-meistaramótinu hefur Tiger misst af fjórum risamótum í röð. Hann hefur ekki tekið þátt í golfmóti síðan í ágúst 2015. Tiger Woods var skráður til keppni bæði á opna breska mótinu og á PGA-meistaramótinu en tilkynnti mótshöldurum í tíma að hann yrði ekki með. Harold Varner III mun taka pláss Tiger Woods á PGA-meistaramótinu. Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods, sagði í viðtali við ESPN að Tiger væri búinn að ákveða að sleppa alveg þessu tímabili. Þeir telja ekkert vit í því að reyna að byrja að keppa í haust þegar svona fá mót eru eftir af tímabilinu. Tiger verður því heldur ekki með í Ryder-bikarnum sem fer fram í Chaska í Minnesota 30. september til 2. október.
Golf Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira