Segðu satt, Bjarni Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er ánægður með sjálfan sig. Þetta mátti glöggt heyra á honum þegar hann ræddi um stöðu þjóðmála þegar Alþingi kom saman að nýju á mánudag. Þar fór Bjarni fögrum orðum um eigin verk og barði sér nokkuð duglega á brjóst. Þegar maður hrósar sjálfum sér, er hins vegar ágætt að byggja sjálfshólið á staðreyndum, ekki firru. Því hvað er annað hægt að segja um þetta frá hæstvirtum fjármála- og efnahagsráðherra: „Á þessum vanda höfum við verið að taka með þeim hætti að á þessu ári stefnir í að afgangur á ríkisfjármálunum verði meiri en allur uppsafnaður halli vinstri stjórnarinnar frá 2009–2013.“ Bittenú. Heldur Bjarni Benediktsson að vinstri stjórnin hafi tekið við blómlegu búi, en skilað af sér uppsöfnuðum halla? Það má teljast mikil vanþekking ef svo er og spurning hvort sá sem slíkt telur sé hæfur til að fara með fjármál ríkisins. Vinstri stjórnin tók við ríkissjóði í rúst, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið í ríkisstjórn frá árinu 1991, eða í 18 ár. Sjálfur var Bjarni Benediktsson formaður fjárlaganefndar 2003-2007 og formaður efnahagsnefndar 2007-2009, þegar hrunið skall á. Árið 2009, þegar vinstri stjórnin tók við, var fjárlagahalli ríkisins um 140 milljarðar króna. Það var búið sem Vinstri græn og Samfylking þurftu að stýra. Þegar vinstri stjórnin fór frá völdum hafði henni tekist að ná jöfnuði í fjármálum ríkisins. Þegar tillit er tekið til afborgana, vaxtagreiðslna og ýmislegs fleira, má leiða líkum að því að viðsnúningurinn hafi verið allt að 200 milljarðar króna. Og hvernig hefur frjálshyggjumaðurinn Bjarni Benediktsson, með alla sína reynslu úr atvinnulífinu, farið með það bú sem hann tók við? Skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir að hafa fengið í gjöf frá vinstri stjórninni um 200 milljarða viðsnúning á rekstri ríkisins, hefur Bjarni Benediktsson ekkert gert nema að skila svipuðum afgangi ár eftir ár. Og það er í blússandi góðæri. Ástæðan er sú að stjórnin hefur afsalað sér tekjum í formi álaga á þá sem best hafa það í samfélaginu. Það er fallegt að Bjarni sé svona ánægður með sjálfan sig, en sjálfsánægjan má ekki gefa mönnum þá glýju í augun að þeir verði blindir á staðreyndir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er ánægður með sjálfan sig. Þetta mátti glöggt heyra á honum þegar hann ræddi um stöðu þjóðmála þegar Alþingi kom saman að nýju á mánudag. Þar fór Bjarni fögrum orðum um eigin verk og barði sér nokkuð duglega á brjóst. Þegar maður hrósar sjálfum sér, er hins vegar ágætt að byggja sjálfshólið á staðreyndum, ekki firru. Því hvað er annað hægt að segja um þetta frá hæstvirtum fjármála- og efnahagsráðherra: „Á þessum vanda höfum við verið að taka með þeim hætti að á þessu ári stefnir í að afgangur á ríkisfjármálunum verði meiri en allur uppsafnaður halli vinstri stjórnarinnar frá 2009–2013.“ Bittenú. Heldur Bjarni Benediktsson að vinstri stjórnin hafi tekið við blómlegu búi, en skilað af sér uppsöfnuðum halla? Það má teljast mikil vanþekking ef svo er og spurning hvort sá sem slíkt telur sé hæfur til að fara með fjármál ríkisins. Vinstri stjórnin tók við ríkissjóði í rúst, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið í ríkisstjórn frá árinu 1991, eða í 18 ár. Sjálfur var Bjarni Benediktsson formaður fjárlaganefndar 2003-2007 og formaður efnahagsnefndar 2007-2009, þegar hrunið skall á. Árið 2009, þegar vinstri stjórnin tók við, var fjárlagahalli ríkisins um 140 milljarðar króna. Það var búið sem Vinstri græn og Samfylking þurftu að stýra. Þegar vinstri stjórnin fór frá völdum hafði henni tekist að ná jöfnuði í fjármálum ríkisins. Þegar tillit er tekið til afborgana, vaxtagreiðslna og ýmislegs fleira, má leiða líkum að því að viðsnúningurinn hafi verið allt að 200 milljarðar króna. Og hvernig hefur frjálshyggjumaðurinn Bjarni Benediktsson, með alla sína reynslu úr atvinnulífinu, farið með það bú sem hann tók við? Skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir að hafa fengið í gjöf frá vinstri stjórninni um 200 milljarða viðsnúning á rekstri ríkisins, hefur Bjarni Benediktsson ekkert gert nema að skila svipuðum afgangi ár eftir ár. Og það er í blússandi góðæri. Ástæðan er sú að stjórnin hefur afsalað sér tekjum í formi álaga á þá sem best hafa það í samfélaginu. Það er fallegt að Bjarni sé svona ánægður með sjálfan sig, en sjálfsánægjan má ekki gefa mönnum þá glýju í augun að þeir verði blindir á staðreyndir.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun