Byrjað á kolröngum enda Smári Jökull Jónsson skrifar 23. janúar 2020 08:00 Mér finnst svo margt galið við umræðuna um styttingu opnunartíma leikskóla. Til dæmis það að margir þeir sem eru fylgjandi því að minnka opnunartíma leikskóla miða öll sín rök út frá þeim sem eru í bestu stöðunni til að takast á við þessar breytingar. Hvað með einstæða foreldrið sem vinnur 8:30-16:30 og hefur enga möguleika á að minnka vinnutíma (tekjutap) eða breyta honum. Haldið þið að þessar breytingar séu barni þessa eistaklings til góða? Svo er þetta sama barn aldrei í sumarfríi með foreldri sínu því það er skikkað í frí í júlí þegar foreldrið getur bara verið í fríi í júní. Ég held að það sé gömul saga að fólk líti á leikskóla sem geymslu fyrir krakka eða pössun því það nennir ekki að vera með þeim heima hjá sér. Fólk fær leikskólapláss fyrir börnin sín vegna þess að það er að vinna. Þannig er það í 99% tilfella. Þetta er ekki geymsla fyrir börn, heldur þjónustu- og menntastofnun sem sinnir gríðarlega mikilvægu starfi fyrir yngstu íbúa landsins. Ég vann á leikskóla í Svíþjóð í 3 ár sem var opinn frá 7-18. Stundum 6:30-18:30. Foreldrar þurftu að skila inn pappírum undirrituðum af vinnuveitanda varðandi vinnutíma. Við það var bætt ferðatíma til/frá vinnu og það var vistunartími barnsins. Ef þú vannst 8:30-16:30 og varst 15 mínútur að ferðast til/frá vinnu þá var vistunartíminn frá 8:15-16:45. Ef þú vannst 9-17 þá var vistunartíminn 8:45-17:15. Tíminn var einfaldlega ákveðinn út frá vinnutíma foreldris. Fyrir sumarið skiluðu foreldrar síðan inn pappírum varðandi sumarfrí. Öll börn urðu að taka minnst 4 vikur í frí (flestir voru lengur) og tóku þá frí þegar foreldrar voru í fríi. Það var einfaldlega bannað að vera í fríi sjálfur en vera með barnið á leikskóla. Leikskólanum var aldrei lokað yfir sumarið, sparnaður náðist með sameiningu deilda og skipulagningu á sumarfríi barna og starfsmanna. Fólk er stimplað sem ábyrgðarlaust ef það vogar sér að nefna að þessi breyting komi illa við það. Að setja þetta upp þannig að “sumir þurfa að selja sportbíllinn sinn til að vagninn komist í skottið” finnst mér lýsa svo fullkomnu þekkingarleysi á aðstæðum fólks að ég á bara ekki til orð. Enn og aftur verið að setja upp einhverjar forsendur sem miða út frá agnarlitlum hluta samfélagsins. Ég er algjörlega hlynntur því að unnið sé að því að börn séu ekki á leikskólum óeðlilega lengi á hverjum degi, að reynt sé að búa til samfélag sem gefur fjölskyldum góða möguleika á samveru. Og mér finnst afar mikilvægt að búa til gott starfsumhverfi á leikskólum og fjölga þar fagmenntuðu starfsfólki. Þetta er samt ekki rétta aðferðin. Það er verið að byrja á kolröngum enda.Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Mér finnst svo margt galið við umræðuna um styttingu opnunartíma leikskóla. Til dæmis það að margir þeir sem eru fylgjandi því að minnka opnunartíma leikskóla miða öll sín rök út frá þeim sem eru í bestu stöðunni til að takast á við þessar breytingar. Hvað með einstæða foreldrið sem vinnur 8:30-16:30 og hefur enga möguleika á að minnka vinnutíma (tekjutap) eða breyta honum. Haldið þið að þessar breytingar séu barni þessa eistaklings til góða? Svo er þetta sama barn aldrei í sumarfríi með foreldri sínu því það er skikkað í frí í júlí þegar foreldrið getur bara verið í fríi í júní. Ég held að það sé gömul saga að fólk líti á leikskóla sem geymslu fyrir krakka eða pössun því það nennir ekki að vera með þeim heima hjá sér. Fólk fær leikskólapláss fyrir börnin sín vegna þess að það er að vinna. Þannig er það í 99% tilfella. Þetta er ekki geymsla fyrir börn, heldur þjónustu- og menntastofnun sem sinnir gríðarlega mikilvægu starfi fyrir yngstu íbúa landsins. Ég vann á leikskóla í Svíþjóð í 3 ár sem var opinn frá 7-18. Stundum 6:30-18:30. Foreldrar þurftu að skila inn pappírum undirrituðum af vinnuveitanda varðandi vinnutíma. Við það var bætt ferðatíma til/frá vinnu og það var vistunartími barnsins. Ef þú vannst 8:30-16:30 og varst 15 mínútur að ferðast til/frá vinnu þá var vistunartíminn frá 8:15-16:45. Ef þú vannst 9-17 þá var vistunartíminn 8:45-17:15. Tíminn var einfaldlega ákveðinn út frá vinnutíma foreldris. Fyrir sumarið skiluðu foreldrar síðan inn pappírum varðandi sumarfrí. Öll börn urðu að taka minnst 4 vikur í frí (flestir voru lengur) og tóku þá frí þegar foreldrar voru í fríi. Það var einfaldlega bannað að vera í fríi sjálfur en vera með barnið á leikskóla. Leikskólanum var aldrei lokað yfir sumarið, sparnaður náðist með sameiningu deilda og skipulagningu á sumarfríi barna og starfsmanna. Fólk er stimplað sem ábyrgðarlaust ef það vogar sér að nefna að þessi breyting komi illa við það. Að setja þetta upp þannig að “sumir þurfa að selja sportbíllinn sinn til að vagninn komist í skottið” finnst mér lýsa svo fullkomnu þekkingarleysi á aðstæðum fólks að ég á bara ekki til orð. Enn og aftur verið að setja upp einhverjar forsendur sem miða út frá agnarlitlum hluta samfélagsins. Ég er algjörlega hlynntur því að unnið sé að því að börn séu ekki á leikskólum óeðlilega lengi á hverjum degi, að reynt sé að búa til samfélag sem gefur fjölskyldum góða möguleika á samveru. Og mér finnst afar mikilvægt að búa til gott starfsumhverfi á leikskólum og fjölga þar fagmenntuðu starfsfólki. Þetta er samt ekki rétta aðferðin. Það er verið að byrja á kolröngum enda.Höfundur er kennari.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun