Dwight Howard vill fá hjálp frá Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 15:45 Dwight Howard og Kobe Bryant léku saman en náðu ekki saman. Getty/ Andrew D. Bernstein Dwight Howard er kominn aftur til Los Angeles Lakers og er að gera fína hluti af bekknum. Hann ætlar líka að koma sér aðeins í sviðsljósið á Stjörnuhelginni í Chicago með því að taka aftur þátt í troðslukeppninni. Dwight Howard vann troðslukeppni Stjörnuhelgarinnar fyrir tólf árum og þá í gervi Súperman. Dwight Howard var þá ein allra stærsta stjarna deildarinnar en eftir árin með Orlando Magic tók við ekki alveg eins góðir tímar hjá kappanum. Dwight Howard says he wants to get Kobe to be part of his dunk contest performance He hasn't asked him yet because he wants Lakers fans to back the idea first pic.twitter.com/L0SFp2sCaC— Bleacher Report (@BleacherReport) January 23, 2020 Dwight Howard fór meðal annars til Los Angeles Lakers árið 2012 en sambúðin við hinn einbeitta Kobe Bryant gekk illa hjá hinum léttlynda og kærulausa miðherja og Lakers liðið datt úr í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Mikið var gert úr ósætti Dwight Howard og Kobe Bryant. Howard flakkaði mikið á næstu árum og spilaði með Houston Rockets, Atlanta Hawks, Charlotte Hornets og Washington Wizards. Nú hefur Dwight Howard aftur á móti fengið annað tækifæri hjá Lakers og nú við hlið þeirra LeBron James og Anthony Davis. Samkvæmt heimildum Bill Oram á The Athletic þá er Dwight Howard að reyna að fá Kobe Bryant til að hjálpa sér í troðslukeppninni í Chicago. Það fylgir ekki sögunni hvað Kobe eigi að gera eða hvort að hann hafi einhvern áhuga á því. Dwight Howard vill fá hjálp stuðningsmanna Lakers til að pressa á Kobe að verða við þessari beiðni hans. New story: The NBA didn’t ask Dwight to be in the dunk contest, he asked them. And now he wants Lakers fans to ask Kobe to help him out in Chicago https://t.co/5NqgFn79KV— Dave McMenamin (@mcten) January 23, 2020 Það er hins vegar að ljóst að ef „óvinirnir“ Dwight Howard og Kobe Bryant vinna saman þá er Dwight Howard orðinn mjög sigurstranglegur í troðslukeppninni í ár. Dwight Howard er með 7,7 stig, 7,6 fráköst og 1,4 varið skot að meðaltali á 19,9 mínútum með Lakers liðinu í vetur auk þess að hitta úr 73 prósent skota sinna. NBA Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Síðasti naglinn í kistu Nuno? Enski boltinn Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Dwight Howard er kominn aftur til Los Angeles Lakers og er að gera fína hluti af bekknum. Hann ætlar líka að koma sér aðeins í sviðsljósið á Stjörnuhelginni í Chicago með því að taka aftur þátt í troðslukeppninni. Dwight Howard vann troðslukeppni Stjörnuhelgarinnar fyrir tólf árum og þá í gervi Súperman. Dwight Howard var þá ein allra stærsta stjarna deildarinnar en eftir árin með Orlando Magic tók við ekki alveg eins góðir tímar hjá kappanum. Dwight Howard says he wants to get Kobe to be part of his dunk contest performance He hasn't asked him yet because he wants Lakers fans to back the idea first pic.twitter.com/L0SFp2sCaC— Bleacher Report (@BleacherReport) January 23, 2020 Dwight Howard fór meðal annars til Los Angeles Lakers árið 2012 en sambúðin við hinn einbeitta Kobe Bryant gekk illa hjá hinum léttlynda og kærulausa miðherja og Lakers liðið datt úr í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Mikið var gert úr ósætti Dwight Howard og Kobe Bryant. Howard flakkaði mikið á næstu árum og spilaði með Houston Rockets, Atlanta Hawks, Charlotte Hornets og Washington Wizards. Nú hefur Dwight Howard aftur á móti fengið annað tækifæri hjá Lakers og nú við hlið þeirra LeBron James og Anthony Davis. Samkvæmt heimildum Bill Oram á The Athletic þá er Dwight Howard að reyna að fá Kobe Bryant til að hjálpa sér í troðslukeppninni í Chicago. Það fylgir ekki sögunni hvað Kobe eigi að gera eða hvort að hann hafi einhvern áhuga á því. Dwight Howard vill fá hjálp stuðningsmanna Lakers til að pressa á Kobe að verða við þessari beiðni hans. New story: The NBA didn’t ask Dwight to be in the dunk contest, he asked them. And now he wants Lakers fans to ask Kobe to help him out in Chicago https://t.co/5NqgFn79KV— Dave McMenamin (@mcten) January 23, 2020 Það er hins vegar að ljóst að ef „óvinirnir“ Dwight Howard og Kobe Bryant vinna saman þá er Dwight Howard orðinn mjög sigurstranglegur í troðslukeppninni í ár. Dwight Howard er með 7,7 stig, 7,6 fráköst og 1,4 varið skot að meðaltali á 19,9 mínútum með Lakers liðinu í vetur auk þess að hitta úr 73 prósent skota sinna.
NBA Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Síðasti naglinn í kistu Nuno? Enski boltinn Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira