Bílasala hefur dregist saman um rúmlega helming í Evrópu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. apríl 2020 07:00 Bílar sem bíða tollafgreiðslu við Sundahöfn. MYND/vilhelm Gunnarsson Bílasala í Evrópu hefur dregist saman um um rúmlega helming á milli mars í fyrra og mars í ár. Í mars 2019 seldust 1,2 milljón nýrra bíla innan Evrópusambandsins en í ár voru það 570 þúsund. Þá hefur samdráttur bílasölu á Ítalíu numið um 85%. Svipaða sögu er að segja í Frakklandi, þar var samdráttur á milli mars mánaða í ár og í fyrra 72%, samkvæmt vef FÍB. Á fyrsta ársfjórðungi í ár seldust tæplega 2,5 milljónir nýrra bíla í Evrópusambandinu. Það er 25,6% færri bílar en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Peugeot er söluhæsta tegund álfunnar í mars, Peugeot seldist í tæpum 23 þúsund eintökum í mars. Rafbílar Sala á rafbílum er um 8% af heildarsölu nýrra bíla í Evrópu. Rafbílar hafa verið í sókn í álfunni undanfarna mánuði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent
Bílasala í Evrópu hefur dregist saman um um rúmlega helming á milli mars í fyrra og mars í ár. Í mars 2019 seldust 1,2 milljón nýrra bíla innan Evrópusambandsins en í ár voru það 570 þúsund. Þá hefur samdráttur bílasölu á Ítalíu numið um 85%. Svipaða sögu er að segja í Frakklandi, þar var samdráttur á milli mars mánaða í ár og í fyrra 72%, samkvæmt vef FÍB. Á fyrsta ársfjórðungi í ár seldust tæplega 2,5 milljónir nýrra bíla í Evrópusambandinu. Það er 25,6% færri bílar en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Peugeot er söluhæsta tegund álfunnar í mars, Peugeot seldist í tæpum 23 þúsund eintökum í mars. Rafbílar Sala á rafbílum er um 8% af heildarsölu nýrra bíla í Evrópu. Rafbílar hafa verið í sókn í álfunni undanfarna mánuði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent