Bílasala hefur dregist saman um rúmlega helming í Evrópu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. apríl 2020 07:00 Bílar sem bíða tollafgreiðslu við Sundahöfn. MYND/vilhelm Gunnarsson Bílasala í Evrópu hefur dregist saman um um rúmlega helming á milli mars í fyrra og mars í ár. Í mars 2019 seldust 1,2 milljón nýrra bíla innan Evrópusambandsins en í ár voru það 570 þúsund. Þá hefur samdráttur bílasölu á Ítalíu numið um 85%. Svipaða sögu er að segja í Frakklandi, þar var samdráttur á milli mars mánaða í ár og í fyrra 72%, samkvæmt vef FÍB. Á fyrsta ársfjórðungi í ár seldust tæplega 2,5 milljónir nýrra bíla í Evrópusambandinu. Það er 25,6% færri bílar en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Peugeot er söluhæsta tegund álfunnar í mars, Peugeot seldist í tæpum 23 þúsund eintökum í mars. Rafbílar Sala á rafbílum er um 8% af heildarsölu nýrra bíla í Evrópu. Rafbílar hafa verið í sókn í álfunni undanfarna mánuði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent
Bílasala í Evrópu hefur dregist saman um um rúmlega helming á milli mars í fyrra og mars í ár. Í mars 2019 seldust 1,2 milljón nýrra bíla innan Evrópusambandsins en í ár voru það 570 þúsund. Þá hefur samdráttur bílasölu á Ítalíu numið um 85%. Svipaða sögu er að segja í Frakklandi, þar var samdráttur á milli mars mánaða í ár og í fyrra 72%, samkvæmt vef FÍB. Á fyrsta ársfjórðungi í ár seldust tæplega 2,5 milljónir nýrra bíla í Evrópusambandinu. Það er 25,6% færri bílar en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Peugeot er söluhæsta tegund álfunnar í mars, Peugeot seldist í tæpum 23 þúsund eintökum í mars. Rafbílar Sala á rafbílum er um 8% af heildarsölu nýrra bíla í Evrópu. Rafbílar hafa verið í sókn í álfunni undanfarna mánuði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent