Deila um lögmæti skordýraáts í Evrópu Bjarki Ármannsson skrifar 8. febrúar 2016 23:30 Framleiðendur orkustanganna Jungle Bar, sem meðal annars eru búnar til úr krybbum, gagnrýna Matvælastofnun (MAST) fyrir „óskiljanleg vinnubrögð“ við afgreiðslu stanganna. Líkt og fram hefur komið, þurfti að fjarlægja stangirnar úr hillum Hagkaupa eftir fjóra daga í sölu en í tilkynningu vegna málsins segja framleiðendurnir fulltrúa MAST hafa sagt ósatt í viðtali við Vísi fyrir helgi. Innleiðing reglugerðar um nýfæði, sem Evrópusambandið (ESB) tók upp árið 1997, varð til þess að hætta þurfti sölu Jungle Bar og hefur framleiðendunum verið gert að farga stögnunum eða koma úr landi á eigin kostnað. Helga Margrét Pálsdóttir, fagsviðsstjóri hjá MAST, útskýrði málið þannig í viðtalinu við Vísi að þar sem matvæli úr skordýrum teldust nýfæði og engin umsókn hafi borist um markaðssetningu þeirra í Evrópu, hefðu slíkar vörur ekki gengist undir áhættumat.Sjá einnig: Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB „Staðan er sú að í Evrópu hefur ekki verið sótt um leyfi fyrir neinu skordýri og skordýr eru bara ekki leyfð á neytendamarkaði,“ sagði Helga Margrét meðal annars.Í tilkynningu frá Crowbar Protein, framleiðanda Jungle Bar, til fjölmiðla er þessi staðhæfing sögð ósönn. Bent er á að þrjú Evrópuríki, Belgía, Holland og Bretland, hafi sérstaklega leyft skordýr til manneldis.Í tilkynningu sem MAST sendi frá sér nú síðdegis er þessari athugasemd þó svarað þannig að þessi ríki telji reglugerð ESB ekki gilda um heil skordýr, aðeins afurðir úr skordýrum. Ný reglugerð um nýfæði, sem taki gildi að fullu í byrjun janúar 2018, taki af allan vafa um það að heil skordýr séu ekki leyfð nema með sérstöku leyfi frá sambandinu.Sjá einnig: Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Þeir Stefán Atli Thoroddsen og Búi Bjarmar Aðalsteinsson, stofnendur Crowbar Protein, ítreka í tilkynningunni vonbrigði sín með það að sala Jungle Bar sé ekki leyfð. „Þetta ástand er óþolandi,“ segja þeir. „Sérstaklega þegar við lítum til þess sem er raunverulega að gerast í Evrópu. Skordýr eru á boðstólum út um allt og þar að auki hafa Sameinuðu þjóðirnar talað fyrir því að Vesturlandabúar ættu að borða skordýr í meiri mæli [...] Við hvetjum ráðamenn þjóðarinnar sem og MAST til þess að stuðla að neyslu heilnæmra og umhverfisvænna matvæla í stað þess að gerast erindrekar úrelds regluverks Evrópusambandsins.“ Tengdar fréttir Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB Skordýraafurðir eiga eftir að gangast undir áhættumat, segir fagsviðsstjóri Matvælastofnunar. 5. febrúar 2016 16:03 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Framleiðendur orkustanganna Jungle Bar, sem meðal annars eru búnar til úr krybbum, gagnrýna Matvælastofnun (MAST) fyrir „óskiljanleg vinnubrögð“ við afgreiðslu stanganna. Líkt og fram hefur komið, þurfti að fjarlægja stangirnar úr hillum Hagkaupa eftir fjóra daga í sölu en í tilkynningu vegna málsins segja framleiðendurnir fulltrúa MAST hafa sagt ósatt í viðtali við Vísi fyrir helgi. Innleiðing reglugerðar um nýfæði, sem Evrópusambandið (ESB) tók upp árið 1997, varð til þess að hætta þurfti sölu Jungle Bar og hefur framleiðendunum verið gert að farga stögnunum eða koma úr landi á eigin kostnað. Helga Margrét Pálsdóttir, fagsviðsstjóri hjá MAST, útskýrði málið þannig í viðtalinu við Vísi að þar sem matvæli úr skordýrum teldust nýfæði og engin umsókn hafi borist um markaðssetningu þeirra í Evrópu, hefðu slíkar vörur ekki gengist undir áhættumat.Sjá einnig: Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB „Staðan er sú að í Evrópu hefur ekki verið sótt um leyfi fyrir neinu skordýri og skordýr eru bara ekki leyfð á neytendamarkaði,“ sagði Helga Margrét meðal annars.Í tilkynningu frá Crowbar Protein, framleiðanda Jungle Bar, til fjölmiðla er þessi staðhæfing sögð ósönn. Bent er á að þrjú Evrópuríki, Belgía, Holland og Bretland, hafi sérstaklega leyft skordýr til manneldis.Í tilkynningu sem MAST sendi frá sér nú síðdegis er þessari athugasemd þó svarað þannig að þessi ríki telji reglugerð ESB ekki gilda um heil skordýr, aðeins afurðir úr skordýrum. Ný reglugerð um nýfæði, sem taki gildi að fullu í byrjun janúar 2018, taki af allan vafa um það að heil skordýr séu ekki leyfð nema með sérstöku leyfi frá sambandinu.Sjá einnig: Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Þeir Stefán Atli Thoroddsen og Búi Bjarmar Aðalsteinsson, stofnendur Crowbar Protein, ítreka í tilkynningunni vonbrigði sín með það að sala Jungle Bar sé ekki leyfð. „Þetta ástand er óþolandi,“ segja þeir. „Sérstaklega þegar við lítum til þess sem er raunverulega að gerast í Evrópu. Skordýr eru á boðstólum út um allt og þar að auki hafa Sameinuðu þjóðirnar talað fyrir því að Vesturlandabúar ættu að borða skordýr í meiri mæli [...] Við hvetjum ráðamenn þjóðarinnar sem og MAST til þess að stuðla að neyslu heilnæmra og umhverfisvænna matvæla í stað þess að gerast erindrekar úrelds regluverks Evrópusambandsins.“
Tengdar fréttir Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB Skordýraafurðir eiga eftir að gangast undir áhættumat, segir fagsviðsstjóri Matvælastofnunar. 5. febrúar 2016 16:03 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00
Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB Skordýraafurðir eiga eftir að gangast undir áhættumat, segir fagsviðsstjóri Matvælastofnunar. 5. febrúar 2016 16:03
Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30
Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent