Öryggi nýrra debetkorta jafnmikið og eldri korta Helgi Teitur Helgason skrifar 2. mars 2017 07:00 Landsbankinn kynnti í vor nýja kynslóð debetkorta sem gefin eru út í samvinnu við Visa. Með kortunum er hægt að greiða snertilaust, þ.e. án þess að stinga kortinu í posa og slá inn PIN-númer. Fjárhæðin sem greidd er með snertilausum hætti getur þó ekki farið yfir 5.000 krónur í hvert skipti og uppsöfnuð fjárhæð án þess að PIN-númer sé slegið inn getur ekki orðið hærri en 10.500 krónur. Nýju debetkortin fylgja nýjustu öryggisstöðlum og hafa kort af þessari gerð verið í notkun erlendis frá árinu 2012. Allir bankar á Íslandi bjóða nú upp á snertilaus debetkort. Samkvæmt upplýsingum frá VISA hafa um 200 milljón snertilaus kort nú verið gefin út í Evrópu og um 20% af öllum VISA-færslum eru nú snertilausar. Eins og eðlilegt er þegar nýjungar sem þessar eru kynntar vakna spurningar hjá viðskiptavinum um eiginleika og öryggi kortanna. Á vef Landsbankans er að nálgast ítarlegar upplýsingar um nýju debetkortin. Þar kemur m.a. fram að ef debetkorti er stolið og það misnotað án þess að viðskiptin hafi verið staðfest með PIN-númeri, gilda sömu reglur um snertilausa kortið og um önnur kort. Sé snertilausu korti Landsbankans stolið og takist þjófnum að taka út af því fé með sviksamlegum hætti, án þess að PIN-númer sé notað, ber korthafi ekki ábyrgð á tjóninu. Eftir sem áður er að mikilvægt að gæta vel að greiðslukortum sínum og láta loka þeim ef þau glatast eða þeim er stolið. Sömuleiðis er mikilvægt að gæta vel að PIN-númerum því dæmi eru um að þjófar reyni að sjá PIN-númerið og stela síðan greiðslukorti viðkomandi. Í grein eftir Gísla B. Árnason sem birtist í Fréttablaðinu í gær er m.a. vikið að þjónustugjöldum debetkorta. Af því tilefni er rétt að taka fram að færslugjald debetkorta Landsbankans er 17 kr. en gjaldið hækkaði úr 16 kr. í árslok 2015. Hækkunin tengdist ekki innleiðingu nýju debetkortanna og er færslugjaldið sem fyrr lægst hjá Landbankanum. Færslugjaldið er ávallt hið sama, hvort sem greitt er með eldri eða nýrri gerð debetkorta, með snertilausum hætti, í netverslunum eða með því að slá inn PIN-númer.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Landsbankinn kynnti í vor nýja kynslóð debetkorta sem gefin eru út í samvinnu við Visa. Með kortunum er hægt að greiða snertilaust, þ.e. án þess að stinga kortinu í posa og slá inn PIN-númer. Fjárhæðin sem greidd er með snertilausum hætti getur þó ekki farið yfir 5.000 krónur í hvert skipti og uppsöfnuð fjárhæð án þess að PIN-númer sé slegið inn getur ekki orðið hærri en 10.500 krónur. Nýju debetkortin fylgja nýjustu öryggisstöðlum og hafa kort af þessari gerð verið í notkun erlendis frá árinu 2012. Allir bankar á Íslandi bjóða nú upp á snertilaus debetkort. Samkvæmt upplýsingum frá VISA hafa um 200 milljón snertilaus kort nú verið gefin út í Evrópu og um 20% af öllum VISA-færslum eru nú snertilausar. Eins og eðlilegt er þegar nýjungar sem þessar eru kynntar vakna spurningar hjá viðskiptavinum um eiginleika og öryggi kortanna. Á vef Landsbankans er að nálgast ítarlegar upplýsingar um nýju debetkortin. Þar kemur m.a. fram að ef debetkorti er stolið og það misnotað án þess að viðskiptin hafi verið staðfest með PIN-númeri, gilda sömu reglur um snertilausa kortið og um önnur kort. Sé snertilausu korti Landsbankans stolið og takist þjófnum að taka út af því fé með sviksamlegum hætti, án þess að PIN-númer sé notað, ber korthafi ekki ábyrgð á tjóninu. Eftir sem áður er að mikilvægt að gæta vel að greiðslukortum sínum og láta loka þeim ef þau glatast eða þeim er stolið. Sömuleiðis er mikilvægt að gæta vel að PIN-númerum því dæmi eru um að þjófar reyni að sjá PIN-númerið og stela síðan greiðslukorti viðkomandi. Í grein eftir Gísla B. Árnason sem birtist í Fréttablaðinu í gær er m.a. vikið að þjónustugjöldum debetkorta. Af því tilefni er rétt að taka fram að færslugjald debetkorta Landsbankans er 17 kr. en gjaldið hækkaði úr 16 kr. í árslok 2015. Hækkunin tengdist ekki innleiðingu nýju debetkortanna og er færslugjaldið sem fyrr lægst hjá Landbankanum. Færslugjaldið er ávallt hið sama, hvort sem greitt er með eldri eða nýrri gerð debetkorta, með snertilausum hætti, í netverslunum eða með því að slá inn PIN-númer.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun