Lamborghini Huracan slátraði Nürburgring metinu Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2017 11:02 Það hafði spurst út um daginn að Lamborghini Huracan bíll hefði rækilega slegið við mettíma Porsche 918 Spyder á hinni 20 km löngu Nürburgring braut, en nú hefur það verið staðfest. Lamborghini greindi frá þessu í dag og lét fylgja með þetta myndskeið af metsláttinum. Tími Lamborghini Huracan bílsins var 6:52,01 mínúta, en Porsche 918 Spyder hafði náð 6:57 mínútum áður. Þessi tveir bílar einir, af fjöldaframleiddum bílum, hafa náð því að fara brautina á undir 7 mínútum. Það þótti mikið afrek er Porsche 918 Spyder náði fyrstur bíla að brjóta 7 mínútna múrinn, en það hefur nú verið bætt um heilar 5 sekúndur. Það er dulítið magnað að sjá hve oft Lamborghini bíllinn nær að vera á yfir 200 km hraða í brautinni og á lengsta beina kaflanum nær hann 304 km hraða. Víst má vera að þessi bíll liggur eins og klessa og þolir mikinn hraða í beygjum. Það gæti sviðið hjá Þjóðverjum að ítalskur bíll hafi náð Nürburgring metinu af þýskum bíl. Sjá má alla ferð Lamborghini bílsins hér að ofan. Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent
Það hafði spurst út um daginn að Lamborghini Huracan bíll hefði rækilega slegið við mettíma Porsche 918 Spyder á hinni 20 km löngu Nürburgring braut, en nú hefur það verið staðfest. Lamborghini greindi frá þessu í dag og lét fylgja með þetta myndskeið af metsláttinum. Tími Lamborghini Huracan bílsins var 6:52,01 mínúta, en Porsche 918 Spyder hafði náð 6:57 mínútum áður. Þessi tveir bílar einir, af fjöldaframleiddum bílum, hafa náð því að fara brautina á undir 7 mínútum. Það þótti mikið afrek er Porsche 918 Spyder náði fyrstur bíla að brjóta 7 mínútna múrinn, en það hefur nú verið bætt um heilar 5 sekúndur. Það er dulítið magnað að sjá hve oft Lamborghini bíllinn nær að vera á yfir 200 km hraða í brautinni og á lengsta beina kaflanum nær hann 304 km hraða. Víst má vera að þessi bíll liggur eins og klessa og þolir mikinn hraða í beygjum. Það gæti sviðið hjá Þjóðverjum að ítalskur bíll hafi náð Nürburgring metinu af þýskum bíl. Sjá má alla ferð Lamborghini bílsins hér að ofan.
Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent