Geðveikt álag Sigrún Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2020 09:30 Það er álag að vera í námi. Nám er full vinna en í ofan á lag bætast við hlutastörf, félagsstörf, skuldbindingar gagnvart fjölskyldu og vinum og lengi mætti telja. Oftar en ekki verður til geðveikt álag. Þá skiptir sköpum að ná að hlúa að sinni geðheilsu, tala opinskátt um sína líðan og vita hvenær er tímabært að leita sér aðstoðar. Það er hins vegar ekki sjálfsagt að leita sér aðstoðar og ýmislegt getur staðið þar í vegi. Fjárhagur getur til að mynda verið stór hindrun. Samkvæmt könnuninni EUROSTUDENT VI eru flestir íslenskir háskólanemar í launuðu starfi með námi. Hátt hlutfall stúdenta segist vinna til að hafa efni á háskólanáminu, eða 71%, sem er næsthæsta hlutfallið í EUROSTUDENT VI á eftir Noregi. Fjárhagsöryggi stúdenta stendur oft einnig höllum fæti ef marka má niðurstöður könnunarinnar þar sem stór hluti stúdenta á Íslandi glímir við mikla fjárhagserfiðleika, eða 34%. Aðgengileg og ódýr geðheilbrigðisúrræði eru því nauðsynleg. Síðastliðin ár hefur aukin athygli færst að mikilvægi geðheilsu og sterkri geðheilbrigðisþjónustu. Stúdentar hafa tekið virkan þátt í umræðunni og lagt áherslu á geðheilbrigðismál í sinni hagsmunabaráttu, með góðum árangri. Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa aukið við sín úrræði fyrir tilstuðlan stúdenta sem er fagnaðarefni. Það er þó enn langt í land þegar kemur að því að háskólasamfélagið bjóði upp á nóg af viðeigandi úrræðum fyrir stúdenta. Landssamtök íslenskra stúdenta vilja tryggja aðgengi stúdenta að geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu innan hvers háskóla, ekki bara á tímum heimsfaraldurs, heldur einnig á tímum velsældar. Það er alltaf þörf á góðu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og var sú þörf brýn áður en heimsfaraldur skók heimsbyggðina. Búast má við því að þörfin haldi áfram að vera mikil eftir að heimsbyggðin hefur ráðið niðurlögum faraldursins. Á tímum áfalla er þörfin fyrir aðgengilegri þjónustu þó gríðarlega mikil og verður geðheilbrigðisþjónusta innan háskólakerfisins að vera tilbúin að aðstoða stúdenta við að vinna úr slíkum áföllum. Margt bendir nefnilega til þess að geðheilsu ungs fólks sé að hraka samkvæmt Embætti landlæknis og þegar kemur að geðröskunum skiptir lykilmáli að grípa snemma inn í. Rannsókn sem kannaði einkenni þunglyndis og kvíða í háskólanemum á Íslandi árið 2017 gaf til kynna að þriðjungur háskólanema glími við einkenni þunglyndis og fimmtungur við kvíða. Jafnframt gáfu niðurstöður EUROSTUDENT VI til kynna að tvöfalt fleiri stúdentar glími við andleg veikindi hérlendis samanborið við stúdenta á hinum Norðurlöndunum. EUROSTUDENT könnunin er yfirgripsmikil könnun sem er lögð fyrir stúdenta í 28 löndum og nær til fjölda félagslegra þátta. Ísland tók fyrst þátt í EUROSTUDENT VI sem gaf okkur loks dýrmætar upplýsingar um stúdentahópinn. Upplýsingar sem þarf að nýta. Sníða þarf viðeigandi þjónustu og úrræði að slíkum upplýsingum. Þörf á þjónustunni er augljós, sérstaklega þegar litið er til aukinnar aðsóknar að sálfræðiþjónustu HÍ, auk þess sem hún er að skila mælanlegum árangri með stöðluðum matskvörðum. Mætum þörfinni og aðsókninni og tryggjum aðgengileg úrræði fyrir stúdenta á landsvísu. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS. Greinin er hluti af herferð samtakanna „Geðveikt álag“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
Það er álag að vera í námi. Nám er full vinna en í ofan á lag bætast við hlutastörf, félagsstörf, skuldbindingar gagnvart fjölskyldu og vinum og lengi mætti telja. Oftar en ekki verður til geðveikt álag. Þá skiptir sköpum að ná að hlúa að sinni geðheilsu, tala opinskátt um sína líðan og vita hvenær er tímabært að leita sér aðstoðar. Það er hins vegar ekki sjálfsagt að leita sér aðstoðar og ýmislegt getur staðið þar í vegi. Fjárhagur getur til að mynda verið stór hindrun. Samkvæmt könnuninni EUROSTUDENT VI eru flestir íslenskir háskólanemar í launuðu starfi með námi. Hátt hlutfall stúdenta segist vinna til að hafa efni á háskólanáminu, eða 71%, sem er næsthæsta hlutfallið í EUROSTUDENT VI á eftir Noregi. Fjárhagsöryggi stúdenta stendur oft einnig höllum fæti ef marka má niðurstöður könnunarinnar þar sem stór hluti stúdenta á Íslandi glímir við mikla fjárhagserfiðleika, eða 34%. Aðgengileg og ódýr geðheilbrigðisúrræði eru því nauðsynleg. Síðastliðin ár hefur aukin athygli færst að mikilvægi geðheilsu og sterkri geðheilbrigðisþjónustu. Stúdentar hafa tekið virkan þátt í umræðunni og lagt áherslu á geðheilbrigðismál í sinni hagsmunabaráttu, með góðum árangri. Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa aukið við sín úrræði fyrir tilstuðlan stúdenta sem er fagnaðarefni. Það er þó enn langt í land þegar kemur að því að háskólasamfélagið bjóði upp á nóg af viðeigandi úrræðum fyrir stúdenta. Landssamtök íslenskra stúdenta vilja tryggja aðgengi stúdenta að geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu innan hvers háskóla, ekki bara á tímum heimsfaraldurs, heldur einnig á tímum velsældar. Það er alltaf þörf á góðu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og var sú þörf brýn áður en heimsfaraldur skók heimsbyggðina. Búast má við því að þörfin haldi áfram að vera mikil eftir að heimsbyggðin hefur ráðið niðurlögum faraldursins. Á tímum áfalla er þörfin fyrir aðgengilegri þjónustu þó gríðarlega mikil og verður geðheilbrigðisþjónusta innan háskólakerfisins að vera tilbúin að aðstoða stúdenta við að vinna úr slíkum áföllum. Margt bendir nefnilega til þess að geðheilsu ungs fólks sé að hraka samkvæmt Embætti landlæknis og þegar kemur að geðröskunum skiptir lykilmáli að grípa snemma inn í. Rannsókn sem kannaði einkenni þunglyndis og kvíða í háskólanemum á Íslandi árið 2017 gaf til kynna að þriðjungur háskólanema glími við einkenni þunglyndis og fimmtungur við kvíða. Jafnframt gáfu niðurstöður EUROSTUDENT VI til kynna að tvöfalt fleiri stúdentar glími við andleg veikindi hérlendis samanborið við stúdenta á hinum Norðurlöndunum. EUROSTUDENT könnunin er yfirgripsmikil könnun sem er lögð fyrir stúdenta í 28 löndum og nær til fjölda félagslegra þátta. Ísland tók fyrst þátt í EUROSTUDENT VI sem gaf okkur loks dýrmætar upplýsingar um stúdentahópinn. Upplýsingar sem þarf að nýta. Sníða þarf viðeigandi þjónustu og úrræði að slíkum upplýsingum. Þörf á þjónustunni er augljós, sérstaklega þegar litið er til aukinnar aðsóknar að sálfræðiþjónustu HÍ, auk þess sem hún er að skila mælanlegum árangri með stöðluðum matskvörðum. Mætum þörfinni og aðsókninni og tryggjum aðgengileg úrræði fyrir stúdenta á landsvísu. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS. Greinin er hluti af herferð samtakanna „Geðveikt álag“
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun