Mikilvæg uppbygging í þágu heimilislausra Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 31. mars 2020 11:30 Sameiginlegt verkefni okkar allra. Margir hafa réttilega lýst yfir áhyggjum af stöðu heimilislausra á þessum viðsjárverðu tímum. Þeir sem eiga hvergi heima geta ekki fylgt fyrirmælum um að halda sig heima og tilheyra auk þess mörg áhættuhópum sem setja þau í viðkvæma stöðu. Ráðist hefur verið í ýmsar bráðaaðgerðir á borð við að lengja opnun neyðarskýla og auka eftirfylgd við einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Auk þess hefur verið ráðist í breytingu á þjónustu til að tryggja smitvarnir starfsmanna og gesta; t.d með leigu á viðbótarhúsnæði. Stefna borgarinnar í þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir leggur grunn að nauðsynlegri uppbyggingu í þágu heimilislausra í borginni. Stefnan er að mæta þörfum notenda hverju sinni, minnka skaðann og vinna samkvæmt hugmyndafræðinni „húsnæðið fyrst“. Reykjavíkurborg sinnir margvíslegri þjónustu fyrir einstaklinga með miklar þjónustuþarfir og er einnig í góðu samstarfi við Frú Ragnheiði sem er skaðaminnkunarverkefni Rauða Krossins. Frá því að ný stefna var samþykkt síðastliðið haust hefur nýtt sérhæft gistiskýli fyrir karla verði opnað auk heimilis fyrir konur sem glíma við fíkn og geðrænan vanda. Íbúðum í „húsnæðið fyrst“ hefur fjölgað um 11 og fest hafa verið kaup á 20 smáhýsum sem verða víðsvegar um borgina. Aukin uppbygging hefur þegar skilað sér en biðlistar eftir sértæku húsnæði fyrir heimilislausa hafa styst um þriðjung frá sama tíma í fyrra. Samhliða mikilli uppbyggingu og aukningu í þjónustu við þennan jaðarsettasta hóp samfélagsins er nauðsynlegt að vinna áfram gegn fordómum og viðurkenna mannréttindi einstaklinga í jaðarsettri stöðu. Einungis þannig getum við tryggt skilyrðislausan rétt til þjónustu. Skaðaminnkandi nálgun leiðir til meiri lífsgæða fyrir notendur þjónustunnar og dregur úr álagi á nærsamfélagið, stofnanir ríkis og sveitarfélaga og dregur úr kostnaði samfélagsins. Það er gleðiefni að við sem samfélag höfum sammælst um það að aðstoða fólk með fíknvanda og veita aðstoð og þjónustu í stað þess að refsa. Við þurfum að halda áfram að byggja upp þjónustu í öllum hverfum í anda skaðaminnkandi nálgunar og „húsnæðið fyrst“-hugmyndafræðinnar. Þannig getum við skipað okkur í fremstu röð hvað varðar mannréttindi allra, líka þeirra sem oftast verða fyrir fordómum og eru jaðarsettir í samfélaginu. Það er mín einlæga ósk að við sem samfélag vinnum sameiginlega að því að sú verði raunin. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem sinna þessarri mikilvægu velferðarþjónustu á mjög krefjandi tímum. Höfundur er varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Félagsmál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Sameiginlegt verkefni okkar allra. Margir hafa réttilega lýst yfir áhyggjum af stöðu heimilislausra á þessum viðsjárverðu tímum. Þeir sem eiga hvergi heima geta ekki fylgt fyrirmælum um að halda sig heima og tilheyra auk þess mörg áhættuhópum sem setja þau í viðkvæma stöðu. Ráðist hefur verið í ýmsar bráðaaðgerðir á borð við að lengja opnun neyðarskýla og auka eftirfylgd við einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Auk þess hefur verið ráðist í breytingu á þjónustu til að tryggja smitvarnir starfsmanna og gesta; t.d með leigu á viðbótarhúsnæði. Stefna borgarinnar í þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir leggur grunn að nauðsynlegri uppbyggingu í þágu heimilislausra í borginni. Stefnan er að mæta þörfum notenda hverju sinni, minnka skaðann og vinna samkvæmt hugmyndafræðinni „húsnæðið fyrst“. Reykjavíkurborg sinnir margvíslegri þjónustu fyrir einstaklinga með miklar þjónustuþarfir og er einnig í góðu samstarfi við Frú Ragnheiði sem er skaðaminnkunarverkefni Rauða Krossins. Frá því að ný stefna var samþykkt síðastliðið haust hefur nýtt sérhæft gistiskýli fyrir karla verði opnað auk heimilis fyrir konur sem glíma við fíkn og geðrænan vanda. Íbúðum í „húsnæðið fyrst“ hefur fjölgað um 11 og fest hafa verið kaup á 20 smáhýsum sem verða víðsvegar um borgina. Aukin uppbygging hefur þegar skilað sér en biðlistar eftir sértæku húsnæði fyrir heimilislausa hafa styst um þriðjung frá sama tíma í fyrra. Samhliða mikilli uppbyggingu og aukningu í þjónustu við þennan jaðarsettasta hóp samfélagsins er nauðsynlegt að vinna áfram gegn fordómum og viðurkenna mannréttindi einstaklinga í jaðarsettri stöðu. Einungis þannig getum við tryggt skilyrðislausan rétt til þjónustu. Skaðaminnkandi nálgun leiðir til meiri lífsgæða fyrir notendur þjónustunnar og dregur úr álagi á nærsamfélagið, stofnanir ríkis og sveitarfélaga og dregur úr kostnaði samfélagsins. Það er gleðiefni að við sem samfélag höfum sammælst um það að aðstoða fólk með fíknvanda og veita aðstoð og þjónustu í stað þess að refsa. Við þurfum að halda áfram að byggja upp þjónustu í öllum hverfum í anda skaðaminnkandi nálgunar og „húsnæðið fyrst“-hugmyndafræðinnar. Þannig getum við skipað okkur í fremstu röð hvað varðar mannréttindi allra, líka þeirra sem oftast verða fyrir fordómum og eru jaðarsettir í samfélaginu. Það er mín einlæga ósk að við sem samfélag vinnum sameiginlega að því að sú verði raunin. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem sinna þessarri mikilvægu velferðarþjónustu á mjög krefjandi tímum. Höfundur er varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun