Seinni bylgjan: „Finnst þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og verið að gefa skít í kvennaboltann“ Anton Ingi Leifsson skrifar 31. mars 2020 09:00 Einar Jónsson var gestur Seinni bylgjunnar í gærkvöldi. skjáskot/s2s Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. Einar var gestur Seinni bylgjunnar í gærkvöldi þar sem rætt var um málefni líðandi stundar í handboltanum og þar var mál ÍR efst á baugi en þeir tilkynntu á dögunum að vegna fjárhagsörðugleika yrði kvennalið félagsins lagt niður. „Utan frá séð finnst mér þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og mér finnst bara verið að gefa skít í kvennaboltann upp í Breiðholti. Þetta er í þriðja eða fjórða skiptið sem þeir leggja niður kvennaliðið á meðan karlaliðið hefur verið keyrandi,“ sagði Einar sem var mikið niðri fyrir. „ÍR kvenna er búið að eiga fullt, fullt af góðum handboltakonum. Ég held að flestar þeirra hafi ekki náð að spila meistaraflokksleiki sem er glórulaust. Hrafnhildur Skúladóttir og þær systurnar eru allar aldar þarna upp, Jóna Margrét og fleiri, fleiri. Nú nýverið Brynhildur í Stjörnunni og Sólveig Lára í KA/Þór.“ „Það hafa alltaf verið góðir leikmenn að koma þarna upp og greinilega er að þeir eru að gera eitthvað rétt varðandi barna- og unglingastarfið sitt. Svo virðist þeir ekki að ná stiga þetta skref varðandi meistaraflokkinn. Ég hef ekki trú á því að reksturinn á meistaraflokki kvenna hjá ÍR hafi verið vandamálið varðandi fjárhaginn.“ Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var einnig í settinu í gær og tjáði sig einnig um málið. „Ég myndi halda að það lið hafi verið skynsamlega rekið. Þær eru búnar að standa sig fínt í Grill-deildinni og Kristinn hefur verið að gera fína hluti með liðið. Mér fannst þetta skref aftur á bak og það er verið að tala um að þetta séu ungar stelpur en það er bara oft raunin í kvennaboltanum.“ „Leikmenn byrja fyrr að spila með meistaraflokki og þær eru í Grill-deildinni. U-liðin eru mikið í þessari deild og þar eru mikið af stelpum í 3. og 4. flokki hjá öðrum liðum.“ Innslagið má sjá hér að neðan þar sem er farið nánar ofan í kjölinn á þessu máli. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um kvennalið ÍR Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski handboltinn Seinni bylgjan Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. Einar var gestur Seinni bylgjunnar í gærkvöldi þar sem rætt var um málefni líðandi stundar í handboltanum og þar var mál ÍR efst á baugi en þeir tilkynntu á dögunum að vegna fjárhagsörðugleika yrði kvennalið félagsins lagt niður. „Utan frá séð finnst mér þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og mér finnst bara verið að gefa skít í kvennaboltann upp í Breiðholti. Þetta er í þriðja eða fjórða skiptið sem þeir leggja niður kvennaliðið á meðan karlaliðið hefur verið keyrandi,“ sagði Einar sem var mikið niðri fyrir. „ÍR kvenna er búið að eiga fullt, fullt af góðum handboltakonum. Ég held að flestar þeirra hafi ekki náð að spila meistaraflokksleiki sem er glórulaust. Hrafnhildur Skúladóttir og þær systurnar eru allar aldar þarna upp, Jóna Margrét og fleiri, fleiri. Nú nýverið Brynhildur í Stjörnunni og Sólveig Lára í KA/Þór.“ „Það hafa alltaf verið góðir leikmenn að koma þarna upp og greinilega er að þeir eru að gera eitthvað rétt varðandi barna- og unglingastarfið sitt. Svo virðist þeir ekki að ná stiga þetta skref varðandi meistaraflokkinn. Ég hef ekki trú á því að reksturinn á meistaraflokki kvenna hjá ÍR hafi verið vandamálið varðandi fjárhaginn.“ Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var einnig í settinu í gær og tjáði sig einnig um málið. „Ég myndi halda að það lið hafi verið skynsamlega rekið. Þær eru búnar að standa sig fínt í Grill-deildinni og Kristinn hefur verið að gera fína hluti með liðið. Mér fannst þetta skref aftur á bak og það er verið að tala um að þetta séu ungar stelpur en það er bara oft raunin í kvennaboltanum.“ „Leikmenn byrja fyrr að spila með meistaraflokki og þær eru í Grill-deildinni. U-liðin eru mikið í þessari deild og þar eru mikið af stelpum í 3. og 4. flokki hjá öðrum liðum.“ Innslagið má sjá hér að neðan þar sem er farið nánar ofan í kjölinn á þessu máli. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um kvennalið ÍR Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski handboltinn Seinni bylgjan Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira