Viðskipti

Fljúga áfram með matvæli til íbúa Austur-Grænlands

Kristján Már Unnarsson skrifar
Flugvél Air Iceland Connect af gerðinni Dash 8 Q200 á Reykjavíkurflugvelli.
Flugvél Air Iceland Connect af gerðinni Dash 8 Q200 á Reykjavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Gunnarsson.

Air Iceland Connect mun áfram sinna stöku vöruflutningum til austurstrandar Grænlands, þótt félagið hafi tilkynnt fyrir tíu dögum að allt áætlunarflug þess til Grænlands hefði verið fellt niður fram yfir páska vegna ferðatakmarkana grænlenskra yfirvalda.

„Við sendum einn Dash 8 200 til Kulusuk á föstudaginn með fullfermi af matvælum, 3,3 tonn,“ segir Vigfús Vigfússon, deildarstjóri fraktflutninga Air Iceland.

Kulusuk-flugvöllur þjónar Tasiilaq, áður Angmagssalik, sem er langstærsti bærinn á Austur-Grænlandi, með um tvöþúsund íbúa. Loftlínan þangað frá Reykjavík er álíka löng og frá Nuuk.

Vigfús kveðst eiga von á að því að framhald verði á svona fraktflugi á næstunni. Engir farþegar hafi þó verið leyfðir.

„En ég veit að það eru einhverjir þarna úti sem urðu innlyksa og verið að skoða að koma þeim hingað,“ segir Vigfús.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
16,56
66
15.315
KVIKA
2,59
3
37.450
MAREL
2,29
34
863.162
ARION
2,09
4
49.298
VIS
2,08
1
931

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,44
2
780
EIM
-0,74
1
1.072
SYN
-0,41
3
3.485
HAGA
-0,21
6
109.159
REITIR
-0,19
3
36.644
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.