Baldur um grun um veðmálasvindl: Hafði enga trú á að þetta væri til staðar Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2020 22:00 ÍR vann Tindastól í Breiðholtinu. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, segist ekki hafa haft neina trú á því að grunur um að leikmenn liðsins ættu þátt í veðmálasvindli í vetur væri á rökum reistur. Fregnir bárust af því í desember að óvenju háum upphæðum hefði verið veðjað á leik Tindastóls gegn ÍR í Domino‘s-deild karla í körfubolta. KKÍ tók málið til skoðunar til að reyna að komast að því hvort að hugsanlega hefðu leikmenn haft óeðlileg áhrif á úrslit leiksins, sem Tindastóll tapaði, og var niðurstaðan sú að engin vísbending væri um veðmálasvindl. Baldur var í viðtali við Sportið í dag á Stöð 2 Sport þar sem hann var spurður hvort umræðan hefði haft áhrif á leikmannahóp Tindastóls. „Þetta beindist náttúrulega að ákveðnum leikmönnum. Ég er búinn að vinna með þeim á hverjum degi, þekki þá mjög vel, og í sjálfu sér fannst mér þetta… ég hafði enga trú á því að þetta væri til staðar og þeirra viðbrögð við þessu… ef að maður þekkir menn einhvern veginn þá sá maður að þetta átti ekki að vera neitt rétt í þessu,“ sagði Baldur í dag. „Við töldum okkur vita sannleikann og að hann myndi koma í ljós. Við myndum bara einbeita okkur að því sem að við gætum stjórnað. Við myndum bara mæta á æfingu og leggja okkur fram, og einbeita okkur að því að bæta okkur í körfu og bæta okkur sem persónur. Að halda áfram. Þetta er baráttan sem maður er alltaf í í dag. Það er komin meiri athygli á sportið og maður er einhvern veginn alltaf í sviðsljósinu. Þó að það sé voða gaman að þetta sé orðið stærra þá þarf maður samt að læra að það sem mestu máli skiptir er að mæta á æfingu og leggja sig fram,“ sagði Baldur. Klippa: Sportið í dag: Baldur tjáir sig um meint veðmálasvindl í vetur Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Sportið í dag Skagafjörður Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, segist ekki hafa haft neina trú á því að grunur um að leikmenn liðsins ættu þátt í veðmálasvindli í vetur væri á rökum reistur. Fregnir bárust af því í desember að óvenju háum upphæðum hefði verið veðjað á leik Tindastóls gegn ÍR í Domino‘s-deild karla í körfubolta. KKÍ tók málið til skoðunar til að reyna að komast að því hvort að hugsanlega hefðu leikmenn haft óeðlileg áhrif á úrslit leiksins, sem Tindastóll tapaði, og var niðurstaðan sú að engin vísbending væri um veðmálasvindl. Baldur var í viðtali við Sportið í dag á Stöð 2 Sport þar sem hann var spurður hvort umræðan hefði haft áhrif á leikmannahóp Tindastóls. „Þetta beindist náttúrulega að ákveðnum leikmönnum. Ég er búinn að vinna með þeim á hverjum degi, þekki þá mjög vel, og í sjálfu sér fannst mér þetta… ég hafði enga trú á því að þetta væri til staðar og þeirra viðbrögð við þessu… ef að maður þekkir menn einhvern veginn þá sá maður að þetta átti ekki að vera neitt rétt í þessu,“ sagði Baldur í dag. „Við töldum okkur vita sannleikann og að hann myndi koma í ljós. Við myndum bara einbeita okkur að því sem að við gætum stjórnað. Við myndum bara mæta á æfingu og leggja okkur fram, og einbeita okkur að því að bæta okkur í körfu og bæta okkur sem persónur. Að halda áfram. Þetta er baráttan sem maður er alltaf í í dag. Það er komin meiri athygli á sportið og maður er einhvern veginn alltaf í sviðsljósinu. Þó að það sé voða gaman að þetta sé orðið stærra þá þarf maður samt að læra að það sem mestu máli skiptir er að mæta á æfingu og leggja sig fram,“ sagði Baldur. Klippa: Sportið í dag: Baldur tjáir sig um meint veðmálasvindl í vetur Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Sportið í dag Skagafjörður Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn