Kapítalisti í sauðagæru? Felix Rafn Felixson skrifar 30. mars 2020 13:30 Það er virðingarvert þegar fólk skiptir um skoðun og breytir lífi sínu í samræmi við það. Gunnar Smári Egilsson er einn af þeim sem hafa tekið algjöran viðsnúning á lífsspeki sinni þar sem að þessi fyrrum katpítalisti er nú orðinn harður sósíalisti. Ég skil þó ekki hvernig hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að sósíalismi sé betri en einhver önnur fílósófía en valið er frjálst. Eftir að hafa fylgst með málflutningi Gunnars Smára og fylgisveina hans, þá helst á málgagni þeirra midjan.is og öðrum vinstri sinnuðum miðlum, þá hefur læðst að mér sá grunur að Gunnar Smári sé ekki eins heiðarlegur í viðsnúningi sínum og hann vill láta líta út fyrir. Sá grunur læðist á mér að hann sé alveg eins mikill kapítalisti og áður. Hann kom bara auga á gott viðskiptatækifæri. Stofna stjórnmálaflokk, koma fram með málflutning sem höfðar til viss hóps fólks og fá þannig fjármagn frá ríki og öðrum styrktaraðilum til að tryggja sjálfum sér tekjur. Snilldarbragð. Ég kemst að þessari niðurstöðu helst vegna einnar ástæðu. Sósíalismi hefur aldrei og mun aldrei virka. Það þarf bara að opna sögubók til að fá staðfestingu á því. Jafn gáfaður maður og Gunnar Smári veit þetta. Enda er ekki takmarkið að koma á sósíalistastjórnkerfi á Íslandi. Takmarkið er að reka fyrirtækið með hagnaði og helst sem lengst. Verð að viðurkenna að miðað við árangur Gunnars Smára á þeim vettvangi þá er ég ekki bjartsýnn á að það muni ganga lengi. En er á meðan er. Vandamálið er að það eru allt of margir sem trúa því að sósíalisminn muni bjarga heiminum frá böli kapítalsismans og hlýða boðorði Gunnars og hans fylgisveinum/konum. Mannskepnan er því miður svo ófullkomin að hún er dæmd til að endurtaka mistök sögunnar og virðist vera kappsmál að brjóta niður það samfélag sem hún hefur þó náð að byggja upp þrátt fyrir allt. Á síðustu öld leiddi Sósíalisminn til einna mestu hörmunga sem dunið hafa á mannskepnuna í sögunni. Heimstyrjöld, ánauð milljóna manna og fasisma svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert samfélag fullkomið. Engin fílósófía svo gallalaus að ekki sé hægt að bæta hana. Kapítalismi er langt frá því að vera fullkomin en þó ljósárum á undan öllum öðrum þegar kemur að velgmegun þegna sinna. Það er staðreynd. Flóttamenn, innflytjendur og aðrir sem leita að betra lífi eru ekki að flykkjast til Kúbu, Venesúela, Kína eða Norður Kóreu. Þvert á móti, þeir reyna að komast til landa þar sem kapítalisminn hefur búið til velgmegunarsamfélag og vonin er að þar eiga þeir betra líf en það sem þeir eru að flýja frá. Hreinn kapítalismi gengur ekki heldur upp. Of mikil hætta er á að auður safnist á fáar hendur misskiptingu valds og stéttarskiptingu (Er einnig algengt í sósíalisalöndum, græðgi mannana sjáið þið til). Til að kapítalismi þjóni öllum þarf skýrt og strangt regluverk til að koma í veg fyrir að þeir sem eiga auðinn misnoti vald sitt. Gunnar Smári ætti frekar að vera að berjast fyrir þeirri breytingu en ekki reyna að fá fólk til að trúa því að fílósófía sem hefur leitt af sér heimstyrjöld, fasisma og útrýmingu yfir 100 milljóna manna muni leiða til betra samfélags en það sem við búum við í dag. Að telja fólki trú á útópíu sósíalismans til að hámarka hagnað fyrirtækisins dansar allavega á línu þess sem kallast siðlegt. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Það er virðingarvert þegar fólk skiptir um skoðun og breytir lífi sínu í samræmi við það. Gunnar Smári Egilsson er einn af þeim sem hafa tekið algjöran viðsnúning á lífsspeki sinni þar sem að þessi fyrrum katpítalisti er nú orðinn harður sósíalisti. Ég skil þó ekki hvernig hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að sósíalismi sé betri en einhver önnur fílósófía en valið er frjálst. Eftir að hafa fylgst með málflutningi Gunnars Smára og fylgisveina hans, þá helst á málgagni þeirra midjan.is og öðrum vinstri sinnuðum miðlum, þá hefur læðst að mér sá grunur að Gunnar Smári sé ekki eins heiðarlegur í viðsnúningi sínum og hann vill láta líta út fyrir. Sá grunur læðist á mér að hann sé alveg eins mikill kapítalisti og áður. Hann kom bara auga á gott viðskiptatækifæri. Stofna stjórnmálaflokk, koma fram með málflutning sem höfðar til viss hóps fólks og fá þannig fjármagn frá ríki og öðrum styrktaraðilum til að tryggja sjálfum sér tekjur. Snilldarbragð. Ég kemst að þessari niðurstöðu helst vegna einnar ástæðu. Sósíalismi hefur aldrei og mun aldrei virka. Það þarf bara að opna sögubók til að fá staðfestingu á því. Jafn gáfaður maður og Gunnar Smári veit þetta. Enda er ekki takmarkið að koma á sósíalistastjórnkerfi á Íslandi. Takmarkið er að reka fyrirtækið með hagnaði og helst sem lengst. Verð að viðurkenna að miðað við árangur Gunnars Smára á þeim vettvangi þá er ég ekki bjartsýnn á að það muni ganga lengi. En er á meðan er. Vandamálið er að það eru allt of margir sem trúa því að sósíalisminn muni bjarga heiminum frá böli kapítalsismans og hlýða boðorði Gunnars og hans fylgisveinum/konum. Mannskepnan er því miður svo ófullkomin að hún er dæmd til að endurtaka mistök sögunnar og virðist vera kappsmál að brjóta niður það samfélag sem hún hefur þó náð að byggja upp þrátt fyrir allt. Á síðustu öld leiddi Sósíalisminn til einna mestu hörmunga sem dunið hafa á mannskepnuna í sögunni. Heimstyrjöld, ánauð milljóna manna og fasisma svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert samfélag fullkomið. Engin fílósófía svo gallalaus að ekki sé hægt að bæta hana. Kapítalismi er langt frá því að vera fullkomin en þó ljósárum á undan öllum öðrum þegar kemur að velgmegun þegna sinna. Það er staðreynd. Flóttamenn, innflytjendur og aðrir sem leita að betra lífi eru ekki að flykkjast til Kúbu, Venesúela, Kína eða Norður Kóreu. Þvert á móti, þeir reyna að komast til landa þar sem kapítalisminn hefur búið til velgmegunarsamfélag og vonin er að þar eiga þeir betra líf en það sem þeir eru að flýja frá. Hreinn kapítalismi gengur ekki heldur upp. Of mikil hætta er á að auður safnist á fáar hendur misskiptingu valds og stéttarskiptingu (Er einnig algengt í sósíalisalöndum, græðgi mannana sjáið þið til). Til að kapítalismi þjóni öllum þarf skýrt og strangt regluverk til að koma í veg fyrir að þeir sem eiga auðinn misnoti vald sitt. Gunnar Smári ætti frekar að vera að berjast fyrir þeirri breytingu en ekki reyna að fá fólk til að trúa því að fílósófía sem hefur leitt af sér heimstyrjöld, fasisma og útrýmingu yfir 100 milljóna manna muni leiða til betra samfélags en það sem við búum við í dag. Að telja fólki trú á útópíu sósíalismans til að hámarka hagnað fyrirtækisins dansar allavega á línu þess sem kallast siðlegt. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar