Golf

Tiger Woods og Phil Mickelson gætu háð annað milljarðar einvígi í samkomubanninu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Phil Mickelson og Tiger Woods eru báðir gríðarlega vinsælir og sigursælir kylfingar.
Phil Mickelson og Tiger Woods eru báðir gríðarlega vinsælir og sigursælir kylfingar. Getty/Harry How

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson segir að viðræður séu í gangi um annað einvígi á milli hans og Tiger Woods og þetta einvígi fari fram nú þegar heimurinn þráir að sjá aftur íþróttaviðburði í beinni.

Phil Mickelson greindi frá því inn á Twitter að hann og Tiger Woods væri nú farnir að ræða þann möguleika að mætast aftur eins og þeir gerðu árið 2018.

Phil Mickelson vann einvígið fyrir tveimur árum og hlaut að launum meira en sjö milljónir dollara eða næstum því einn milljarð íslenskra króna.

Golf aðdáandi spurði Phil Mickelson út í möguleikann á því að hann og Tiger Woods myndu gleðja golfáhugamenn með öðru slíku einvígi.

„Heldur þú að að það sé einhver möguleiki á því að þið tveir spilið einn golfhring með hljóðnema á ykkur, einn mann á myndavélinni og sendið það síðan út til okkar hinna? Við þurfum á beinni íþróttaútsendingu að halda,“ skrifaði aðdáandinn til Phil Mickelson.

„Við erum að vinna í því,“ svaraði Phil Mickelson og enn fremur. „Ég stríði ekki neinum. Þetta er nokkurn veginn öruggt þegar ég segi það,“ skrifaði Phil Mickelson.

Mickelson tryggði sér sigurinn á fjórðu holu í umspilinu í hinum fræga einvígi sem kallað var „The Match“ og síðan hafa margir velt því fyrir sér hvort þeir myndu ekki mætast aftur.

Það er ljós að mikill áhugi yrði á slíku einvígi í eðlilegu árferði hvað þá núna þegar öllum íþróttamótum og íþróttakappleikjum hefur verið frestað vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Það má áætla það að margir væru tilbúnir að borga heilmikið fyrir að sjá það og hver veit nema að verðlaunaféð gæti aftur verið 7,2 milljónir dollara eða milljarður íslenskra króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.