Skoðun

Hvernig vilt þú eyða tímanum þínum?

Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Það er óhætt að segja að á þessum tímum fá margir tíma og rúm til þess að líta inn á við. Þegar flestir vinna heima við og allir viðburðir og dagskrá falla niður, getur myndast ákveðið tómarúm hjá fólki sem getur valdið vanlíðan. Það má líta á þetta tímabil sem tækifæri til þess að líta inn á við og skoða gildi sín, markmið og tilgang í lífinu. Þ.e. skoða hvað er það raunverulega sem þig langar til að gera við líf þitt? Hvað er það sem þú vilt standa fyrir og hvers konar manneskja vilt þú vera?

Þetta eru stórar spurningar sem geta leitt þig að svörum sem geta svo sannarlega leiðbeint þér í gegnum daginn með leiðarvísi að dagskrá sem getur glætt lífsins ljós. Með því að líta inn á við og skoða hvað það er sem raunverulega skiptir máli má fylla inn í þetta tómarúm sem getur myndast, með athöfnum og virkni sem nærir sál þína og líkama. Þessi svör geta virkað eins og ákveðinn áttaviti fyrir þig inn í daginn, með því að skrá hjá þér lykilmarkmiðin og lykilgildi, getur þú á hverjum degi nýtt þér það sem leiðarljós að því hvernig eyða má tímanum yfir daginn og hvernig þú hegðar þér.

Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif þess að vita hvað skiptir máli í lífinu, að hafa tilgang í lífinu, þ.e. þær hafa sýnt fram á það að fólk sem hefur tilgang lifir lengur, er heilbrigðara, ólíklegra til að falla frá vegna sjúkdóma og ólíklegra til að upplifa depurð, Fólk sem hefur sterkan tilgang í lífinu, almennt, gengur betur félagslega heldur en þeir sem hafa hann ekki. Þau upplifa meira kynlífi, sofa betur, eru ólíklegri til að upplifa þunglyndi, eru rólegri og eyða færri tímum á spítala.

Það er því óhætt að segja að ávinningurinn er mikill umfram það að það hjálpum okkur að sjá hvað skiptir mestu máli og að eyða orku og tíma í það.

Þú getur nýtt þér þessi skref til þess að finna hvað skiptir þig mestu máli í lífinu:

1) Skrá hjá þér hvaða svið í lífinu skipta þig mestu máli, frá skalanum 0 – 10. Farið yfir helstu sviðin í lífi þínu: Fjölskylda, menntun, heilsa, áhugamál, persónulegur þroski, atvinna o.s.frv. Í lokin getur þú borið saman tölurnar og í kjölfarið ákveðið hvað þú getur gert til að einblína meira á þau svið sem skipta þig máli.

2) Í framhaldi getur þú farið yfir hvaða gildi skipta þig máli, valið u.þ.b. 5 gildi sem skipta þig mestu máli og skráð hjá þér markmið út frá gildinum. Þ.e. hvaða hegðun þú getur ákveðið að gera dags daglega út frá þínum gildum. Dæmi um gildi eru: Afrek, samfélag, sköpunargáfa, ánægja, sjálfstæði, góðmennska, sambönd, orðspor, ábyrgð, öryggi, sjálfstjórn, andlega málefni, hefðir, lífsorka.

3) Að lokum skráir þú hjá þér svarið við spurningunni: ,,Af hverju skipta þessi gildi og svið í lífinu mestu máli fyrir mig?”

Höfundur er sálfræðingur og einn af eigendum Proency.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×