Hvernig vilt þú eyða tímanum þínum? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 30. mars 2020 11:00 Það er óhætt að segja að á þessum tímum fá margir tíma og rúm til þess að líta inn á við. Þegar flestir vinna heima við og allir viðburðir og dagskrá falla niður, getur myndast ákveðið tómarúm hjá fólki sem getur valdið vanlíðan. Það má líta á þetta tímabil sem tækifæri til þess að líta inn á við og skoða gildi sín, markmið og tilgang í lífinu. Þ.e. skoða hvað er það raunverulega sem þig langar til að gera við líf þitt? Hvað er það sem þú vilt standa fyrir og hvers konar manneskja vilt þú vera? Þetta eru stórar spurningar sem geta leitt þig að svörum sem geta svo sannarlega leiðbeint þér í gegnum daginn með leiðarvísi að dagskrá sem getur glætt lífsins ljós. Með því að líta inn á við og skoða hvað það er sem raunverulega skiptir máli má fylla inn í þetta tómarúm sem getur myndast, með athöfnum og virkni sem nærir sál þína og líkama. Þessi svör geta virkað eins og ákveðinn áttaviti fyrir þig inn í daginn, með því að skrá hjá þér lykilmarkmiðin og lykilgildi, getur þú á hverjum degi nýtt þér það sem leiðarljós að því hvernig eyða má tímanum yfir daginn og hvernig þú hegðar þér. Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif þess að vita hvað skiptir máli í lífinu, að hafa tilgang í lífinu, þ.e. þær hafa sýnt fram á það að fólk sem hefur tilgang lifir lengur, er heilbrigðara, ólíklegra til að falla frá vegna sjúkdóma og ólíklegra til að upplifa depurð, Fólk sem hefur sterkan tilgang í lífinu, almennt, gengur betur félagslega heldur en þeir sem hafa hann ekki. Þau upplifa meira kynlífi, sofa betur, eru ólíklegri til að upplifa þunglyndi, eru rólegri og eyða færri tímum á spítala. Það er því óhætt að segja að ávinningurinn er mikill umfram það að það hjálpum okkur að sjá hvað skiptir mestu máli og að eyða orku og tíma í það. Þú getur nýtt þér þessi skref til þess að finna hvað skiptir þig mestu máli í lífinu: 1) Skrá hjá þér hvaða svið í lífinu skipta þig mestu máli, frá skalanum 0 – 10. Farið yfir helstu sviðin í lífi þínu: Fjölskylda, menntun, heilsa, áhugamál, persónulegur þroski, atvinna o.s.frv. Í lokin getur þú borið saman tölurnar og í kjölfarið ákveðið hvað þú getur gert til að einblína meira á þau svið sem skipta þig máli. 2) Í framhaldi getur þú farið yfir hvaða gildi skipta þig máli, valið u.þ.b. 5 gildi sem skipta þig mestu máli og skráð hjá þér markmið út frá gildinum. Þ.e. hvaða hegðun þú getur ákveðið að gera dags daglega út frá þínum gildum. Dæmi um gildi eru: Afrek, samfélag, sköpunargáfa, ánægja, sjálfstæði, góðmennska, sambönd, orðspor, ábyrgð, öryggi, sjálfstjórn, andlega málefni, hefðir, lífsorka. 3) Að lokum skráir þú hjá þér svarið við spurningunni: ,,Af hverju skipta þessi gildi og svið í lífinu mestu máli fyrir mig?” Höfundur er sálfræðingur og einn af eigendum Proency. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að á þessum tímum fá margir tíma og rúm til þess að líta inn á við. Þegar flestir vinna heima við og allir viðburðir og dagskrá falla niður, getur myndast ákveðið tómarúm hjá fólki sem getur valdið vanlíðan. Það má líta á þetta tímabil sem tækifæri til þess að líta inn á við og skoða gildi sín, markmið og tilgang í lífinu. Þ.e. skoða hvað er það raunverulega sem þig langar til að gera við líf þitt? Hvað er það sem þú vilt standa fyrir og hvers konar manneskja vilt þú vera? Þetta eru stórar spurningar sem geta leitt þig að svörum sem geta svo sannarlega leiðbeint þér í gegnum daginn með leiðarvísi að dagskrá sem getur glætt lífsins ljós. Með því að líta inn á við og skoða hvað það er sem raunverulega skiptir máli má fylla inn í þetta tómarúm sem getur myndast, með athöfnum og virkni sem nærir sál þína og líkama. Þessi svör geta virkað eins og ákveðinn áttaviti fyrir þig inn í daginn, með því að skrá hjá þér lykilmarkmiðin og lykilgildi, getur þú á hverjum degi nýtt þér það sem leiðarljós að því hvernig eyða má tímanum yfir daginn og hvernig þú hegðar þér. Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif þess að vita hvað skiptir máli í lífinu, að hafa tilgang í lífinu, þ.e. þær hafa sýnt fram á það að fólk sem hefur tilgang lifir lengur, er heilbrigðara, ólíklegra til að falla frá vegna sjúkdóma og ólíklegra til að upplifa depurð, Fólk sem hefur sterkan tilgang í lífinu, almennt, gengur betur félagslega heldur en þeir sem hafa hann ekki. Þau upplifa meira kynlífi, sofa betur, eru ólíklegri til að upplifa þunglyndi, eru rólegri og eyða færri tímum á spítala. Það er því óhætt að segja að ávinningurinn er mikill umfram það að það hjálpum okkur að sjá hvað skiptir mestu máli og að eyða orku og tíma í það. Þú getur nýtt þér þessi skref til þess að finna hvað skiptir þig mestu máli í lífinu: 1) Skrá hjá þér hvaða svið í lífinu skipta þig mestu máli, frá skalanum 0 – 10. Farið yfir helstu sviðin í lífi þínu: Fjölskylda, menntun, heilsa, áhugamál, persónulegur þroski, atvinna o.s.frv. Í lokin getur þú borið saman tölurnar og í kjölfarið ákveðið hvað þú getur gert til að einblína meira á þau svið sem skipta þig máli. 2) Í framhaldi getur þú farið yfir hvaða gildi skipta þig máli, valið u.þ.b. 5 gildi sem skipta þig mestu máli og skráð hjá þér markmið út frá gildinum. Þ.e. hvaða hegðun þú getur ákveðið að gera dags daglega út frá þínum gildum. Dæmi um gildi eru: Afrek, samfélag, sköpunargáfa, ánægja, sjálfstæði, góðmennska, sambönd, orðspor, ábyrgð, öryggi, sjálfstjórn, andlega málefni, hefðir, lífsorka. 3) Að lokum skráir þú hjá þér svarið við spurningunni: ,,Af hverju skipta þessi gildi og svið í lífinu mestu máli fyrir mig?” Höfundur er sálfræðingur og einn af eigendum Proency.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar