Hvernig vilt þú eyða tímanum þínum? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 30. mars 2020 11:00 Það er óhætt að segja að á þessum tímum fá margir tíma og rúm til þess að líta inn á við. Þegar flestir vinna heima við og allir viðburðir og dagskrá falla niður, getur myndast ákveðið tómarúm hjá fólki sem getur valdið vanlíðan. Það má líta á þetta tímabil sem tækifæri til þess að líta inn á við og skoða gildi sín, markmið og tilgang í lífinu. Þ.e. skoða hvað er það raunverulega sem þig langar til að gera við líf þitt? Hvað er það sem þú vilt standa fyrir og hvers konar manneskja vilt þú vera? Þetta eru stórar spurningar sem geta leitt þig að svörum sem geta svo sannarlega leiðbeint þér í gegnum daginn með leiðarvísi að dagskrá sem getur glætt lífsins ljós. Með því að líta inn á við og skoða hvað það er sem raunverulega skiptir máli má fylla inn í þetta tómarúm sem getur myndast, með athöfnum og virkni sem nærir sál þína og líkama. Þessi svör geta virkað eins og ákveðinn áttaviti fyrir þig inn í daginn, með því að skrá hjá þér lykilmarkmiðin og lykilgildi, getur þú á hverjum degi nýtt þér það sem leiðarljós að því hvernig eyða má tímanum yfir daginn og hvernig þú hegðar þér. Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif þess að vita hvað skiptir máli í lífinu, að hafa tilgang í lífinu, þ.e. þær hafa sýnt fram á það að fólk sem hefur tilgang lifir lengur, er heilbrigðara, ólíklegra til að falla frá vegna sjúkdóma og ólíklegra til að upplifa depurð, Fólk sem hefur sterkan tilgang í lífinu, almennt, gengur betur félagslega heldur en þeir sem hafa hann ekki. Þau upplifa meira kynlífi, sofa betur, eru ólíklegri til að upplifa þunglyndi, eru rólegri og eyða færri tímum á spítala. Það er því óhætt að segja að ávinningurinn er mikill umfram það að það hjálpum okkur að sjá hvað skiptir mestu máli og að eyða orku og tíma í það. Þú getur nýtt þér þessi skref til þess að finna hvað skiptir þig mestu máli í lífinu: 1) Skrá hjá þér hvaða svið í lífinu skipta þig mestu máli, frá skalanum 0 – 10. Farið yfir helstu sviðin í lífi þínu: Fjölskylda, menntun, heilsa, áhugamál, persónulegur þroski, atvinna o.s.frv. Í lokin getur þú borið saman tölurnar og í kjölfarið ákveðið hvað þú getur gert til að einblína meira á þau svið sem skipta þig máli. 2) Í framhaldi getur þú farið yfir hvaða gildi skipta þig máli, valið u.þ.b. 5 gildi sem skipta þig mestu máli og skráð hjá þér markmið út frá gildinum. Þ.e. hvaða hegðun þú getur ákveðið að gera dags daglega út frá þínum gildum. Dæmi um gildi eru: Afrek, samfélag, sköpunargáfa, ánægja, sjálfstæði, góðmennska, sambönd, orðspor, ábyrgð, öryggi, sjálfstjórn, andlega málefni, hefðir, lífsorka. 3) Að lokum skráir þú hjá þér svarið við spurningunni: ,,Af hverju skipta þessi gildi og svið í lífinu mestu máli fyrir mig?” Höfundur er sálfræðingur og einn af eigendum Proency. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að á þessum tímum fá margir tíma og rúm til þess að líta inn á við. Þegar flestir vinna heima við og allir viðburðir og dagskrá falla niður, getur myndast ákveðið tómarúm hjá fólki sem getur valdið vanlíðan. Það má líta á þetta tímabil sem tækifæri til þess að líta inn á við og skoða gildi sín, markmið og tilgang í lífinu. Þ.e. skoða hvað er það raunverulega sem þig langar til að gera við líf þitt? Hvað er það sem þú vilt standa fyrir og hvers konar manneskja vilt þú vera? Þetta eru stórar spurningar sem geta leitt þig að svörum sem geta svo sannarlega leiðbeint þér í gegnum daginn með leiðarvísi að dagskrá sem getur glætt lífsins ljós. Með því að líta inn á við og skoða hvað það er sem raunverulega skiptir máli má fylla inn í þetta tómarúm sem getur myndast, með athöfnum og virkni sem nærir sál þína og líkama. Þessi svör geta virkað eins og ákveðinn áttaviti fyrir þig inn í daginn, með því að skrá hjá þér lykilmarkmiðin og lykilgildi, getur þú á hverjum degi nýtt þér það sem leiðarljós að því hvernig eyða má tímanum yfir daginn og hvernig þú hegðar þér. Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif þess að vita hvað skiptir máli í lífinu, að hafa tilgang í lífinu, þ.e. þær hafa sýnt fram á það að fólk sem hefur tilgang lifir lengur, er heilbrigðara, ólíklegra til að falla frá vegna sjúkdóma og ólíklegra til að upplifa depurð, Fólk sem hefur sterkan tilgang í lífinu, almennt, gengur betur félagslega heldur en þeir sem hafa hann ekki. Þau upplifa meira kynlífi, sofa betur, eru ólíklegri til að upplifa þunglyndi, eru rólegri og eyða færri tímum á spítala. Það er því óhætt að segja að ávinningurinn er mikill umfram það að það hjálpum okkur að sjá hvað skiptir mestu máli og að eyða orku og tíma í það. Þú getur nýtt þér þessi skref til þess að finna hvað skiptir þig mestu máli í lífinu: 1) Skrá hjá þér hvaða svið í lífinu skipta þig mestu máli, frá skalanum 0 – 10. Farið yfir helstu sviðin í lífi þínu: Fjölskylda, menntun, heilsa, áhugamál, persónulegur þroski, atvinna o.s.frv. Í lokin getur þú borið saman tölurnar og í kjölfarið ákveðið hvað þú getur gert til að einblína meira á þau svið sem skipta þig máli. 2) Í framhaldi getur þú farið yfir hvaða gildi skipta þig máli, valið u.þ.b. 5 gildi sem skipta þig mestu máli og skráð hjá þér markmið út frá gildinum. Þ.e. hvaða hegðun þú getur ákveðið að gera dags daglega út frá þínum gildum. Dæmi um gildi eru: Afrek, samfélag, sköpunargáfa, ánægja, sjálfstæði, góðmennska, sambönd, orðspor, ábyrgð, öryggi, sjálfstjórn, andlega málefni, hefðir, lífsorka. 3) Að lokum skráir þú hjá þér svarið við spurningunni: ,,Af hverju skipta þessi gildi og svið í lífinu mestu máli fyrir mig?” Höfundur er sálfræðingur og einn af eigendum Proency.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar