Íslandsmeistarar dagsins: Urðu óvænt meistarar kvöldið á undan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2020 12:30 Rakel Dögg Bragadóttir varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í meistaraflokki á þessum degi fyrir þrettán árum síðan. Vísir/Bára Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur aðeins eitt lið orðið Íslandsmeistari 30. mars. Íslandsmeistarar dagsins er kvennalið Stjörnunnar í handbolta sem vann fimmta Íslandsmeistaratitil félagsins 30. mars 2007. Þetta var eitt af þremur tímabilum á áraunum 2006 til 2008 þar sem úrslitakeppnin var ekki í gangi og réðust því úrslitin í deildarkeppni. Stjörnuliðið var með yfirburðarlið þennan vetur og endaði á að vinna deildina með átta stigum meira en liðið í öðru sæti sem var Grótta. Það voru hins vegar Gróttukonur sem tryggðu Stjörnunni titilinn með því að vinna Val 29-20. Valskonur voru þá eina liðið sem gat náð Stjörnunni að stigum. Greinin um Íslandsmeistaratitilinn í Fréttablaðinu 31. mars 2007.Skjámynd/Fréttablaðið Stjörnukonur áttu heimaleik á móti Akureyri daginn eftir og ætluðu alltaf að tryggja sér titilinn þar. Þær urðu aftur á móti óvænt Íslandsmeistarar kvöldið á undan. Stjarnan vann Akureyrarleikinn með átján marka mun, 36-18, og tók síðan við Íslandsbikarnum í leikslok þótt að enn væru þrjár umferðir eftir af mótinu. Stjörnukonur áttu síðan eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn næstu tvö ár líka. Þarna munaði miklum um rúmenska markvörðinn Florentina Grecu-Stanciu. Hún var að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð því tímabilið á undan hafði hún farið á kostum í marki ÍBV liðsins. Úr Fréttablaðiðinu 31. mars 2007.Skjámynd/Fréttablaðið Skrítið að verða meistari án þess að spila „Það var pínulítið skrítið að mæta til leiks og vera orðin meistari án þess að spila. Engu að síður var það búið að vera bak við eyrað að þetta væri komið hjá okkur og því setti það ekki mikið strik í reikninginn. Við vorum spenntar að mæta í leikinn og staðráðnar í að skemmta okkur,“ sagði Stjörnustúlkan Rakel Dögg Bragadóttir í viðtali við Fréttablaðið. Hún var langmarkahæsti leikmaður Stjörnuliðsins þennan vetur. Rosalega glaður að fá að stíga þetta skref með þeim „Þetta er frábær áfangi fyrir þessar stelpur sem eru að verða Íslandsmeistarar í fyrsta skiptið. Þær eru að stíga skrefið frá því að vera yngri flokka leikmenn yfir í það að verða alvöru meistaraflokksleikmenn. Ég er rosalega glaður að fá að stíga þetta skref með þeim. Þetta er mikið af leikmönnum sem ég er búinn að þjálfa síðan þær voru í 4. flokki og sumar enn fyrr,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, stoltur þjálfari Stjörnuliðsins, við blaðamann Fréttablaðsins. Hann gerði þær líka að meisturum árið eftir og hafði einnig unnið titilinn með kvennaliði ÍBV. Stjarnan Íslandsmeistari 2007 DHL-deild kvenna í handbolta Dagssetning: 30. mars Þjálfari: Aðalsteinn Eyjólfsson Fyrirliði: Anna Bryndís Blöndal Árangur: 21 sigur og 2 töp í 24 leikjum 89,6 prósent stiga í húsi (43 af 48) Atkvæðamestar í deildarkeppninni Rakel Dögg Bragadóttir 154 mörk Alina Tamasan 90 mörk Solveig Lára Kjærnested 87 mörk Kristín Jóhanna Clausen 80 mörk Anna Bryndís Blöndal 79 mörk Elísabet Gunnarsdóttir 76 mörk Kristín Guðmundsdóttir 76 mörk Garðabær Einu sinni var... Olís-deild kvenna Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur aðeins eitt lið orðið Íslandsmeistari 30. mars. Íslandsmeistarar dagsins er kvennalið Stjörnunnar í handbolta sem vann fimmta Íslandsmeistaratitil félagsins 30. mars 2007. Þetta var eitt af þremur tímabilum á áraunum 2006 til 2008 þar sem úrslitakeppnin var ekki í gangi og réðust því úrslitin í deildarkeppni. Stjörnuliðið var með yfirburðarlið þennan vetur og endaði á að vinna deildina með átta stigum meira en liðið í öðru sæti sem var Grótta. Það voru hins vegar Gróttukonur sem tryggðu Stjörnunni titilinn með því að vinna Val 29-20. Valskonur voru þá eina liðið sem gat náð Stjörnunni að stigum. Greinin um Íslandsmeistaratitilinn í Fréttablaðinu 31. mars 2007.Skjámynd/Fréttablaðið Stjörnukonur áttu heimaleik á móti Akureyri daginn eftir og ætluðu alltaf að tryggja sér titilinn þar. Þær urðu aftur á móti óvænt Íslandsmeistarar kvöldið á undan. Stjarnan vann Akureyrarleikinn með átján marka mun, 36-18, og tók síðan við Íslandsbikarnum í leikslok þótt að enn væru þrjár umferðir eftir af mótinu. Stjörnukonur áttu síðan eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn næstu tvö ár líka. Þarna munaði miklum um rúmenska markvörðinn Florentina Grecu-Stanciu. Hún var að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð því tímabilið á undan hafði hún farið á kostum í marki ÍBV liðsins. Úr Fréttablaðiðinu 31. mars 2007.Skjámynd/Fréttablaðið Skrítið að verða meistari án þess að spila „Það var pínulítið skrítið að mæta til leiks og vera orðin meistari án þess að spila. Engu að síður var það búið að vera bak við eyrað að þetta væri komið hjá okkur og því setti það ekki mikið strik í reikninginn. Við vorum spenntar að mæta í leikinn og staðráðnar í að skemmta okkur,“ sagði Stjörnustúlkan Rakel Dögg Bragadóttir í viðtali við Fréttablaðið. Hún var langmarkahæsti leikmaður Stjörnuliðsins þennan vetur. Rosalega glaður að fá að stíga þetta skref með þeim „Þetta er frábær áfangi fyrir þessar stelpur sem eru að verða Íslandsmeistarar í fyrsta skiptið. Þær eru að stíga skrefið frá því að vera yngri flokka leikmenn yfir í það að verða alvöru meistaraflokksleikmenn. Ég er rosalega glaður að fá að stíga þetta skref með þeim. Þetta er mikið af leikmönnum sem ég er búinn að þjálfa síðan þær voru í 4. flokki og sumar enn fyrr,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, stoltur þjálfari Stjörnuliðsins, við blaðamann Fréttablaðsins. Hann gerði þær líka að meisturum árið eftir og hafði einnig unnið titilinn með kvennaliði ÍBV. Stjarnan Íslandsmeistari 2007 DHL-deild kvenna í handbolta Dagssetning: 30. mars Þjálfari: Aðalsteinn Eyjólfsson Fyrirliði: Anna Bryndís Blöndal Árangur: 21 sigur og 2 töp í 24 leikjum 89,6 prósent stiga í húsi (43 af 48) Atkvæðamestar í deildarkeppninni Rakel Dögg Bragadóttir 154 mörk Alina Tamasan 90 mörk Solveig Lára Kjærnested 87 mörk Kristín Jóhanna Clausen 80 mörk Anna Bryndís Blöndal 79 mörk Elísabet Gunnarsdóttir 76 mörk Kristín Guðmundsdóttir 76 mörk
Stjarnan Íslandsmeistari 2007 DHL-deild kvenna í handbolta Dagssetning: 30. mars Þjálfari: Aðalsteinn Eyjólfsson Fyrirliði: Anna Bryndís Blöndal Árangur: 21 sigur og 2 töp í 24 leikjum 89,6 prósent stiga í húsi (43 af 48) Atkvæðamestar í deildarkeppninni Rakel Dögg Bragadóttir 154 mörk Alina Tamasan 90 mörk Solveig Lára Kjærnested 87 mörk Kristín Jóhanna Clausen 80 mörk Anna Bryndís Blöndal 79 mörk Elísabet Gunnarsdóttir 76 mörk Kristín Guðmundsdóttir 76 mörk
Garðabær Einu sinni var... Olís-deild kvenna Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti