Handbolti

Aron um Barein: „Þeir hafa viljað að ég sé meira þar en það hefur verið öfugt hjá mér“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Kristjánsson á hliðarlínunni í leik gegn Króatíu á HM 2019.
Aron Kristjánsson á hliðarlínunni í leik gegn Króatíu á HM 2019. vísir/getty

Aron Kristjánsson hefur undanfarin ár náð eftirtektarverðum árangri með landslið Barein en hann kom liðinu meðal annars á Ólympíuleikana sem áttu að fara fram í Tókýó í sumar en hefur verið frestað um eitt ár.

Aron átti að hætta með Barein eftir Ólympíuleikana sem fara fram í sumar enda að fara taka við Haukum en nú er óvíst hvað verður enda búið að fresta leikunum um ár.

„Það var gríðarlega skemmtilegt að kynnast þessu þjóðfélagi og að vinna þarna í Arabíuríkjunum. Að kynnast menningunni og hvernig þetta fólk hugsar og vinnur. Þetta var lærdómsríkt ferli og þetta er stundum þannig að annan daginn er þetta mjög skemmtilegt en hárreitir sig yfir ruglinu sem er í gangi. Þetta er bæði áhugavert og skemmtilegt en líka krefjandi þegar ólíkir menningarheimar eiga að mætast,“ sagði Aron.

„Okkur hefur gengið mjög vel og tókum silfrið á Asíuleikunum 2018 þar sem við töpuðum í framlengdum úrslitaleik gegn Katar. Svo vinnum við gull í undankeppni Ólympíuleikanna sem er sér stórmót í Asíu. Það var stórt markmið Bahrein þar sem þeir höfðu í fyrsta lagi aldrei unnið Katar í úrslitaleik eftir að Katar náði til sín helling af útlendingum. Það var sérstakt fyrir þá og sérstaklega að gera það í Katar.“

Hann segist stoltur af því að hafa náð í gull en Hafnfirðingurinn náði einnig í besta árangur Barein á HM frá upphafi.

„Stóra markmiðið var að ná að vinna gull því þeir höfðu aldrei unnið gull í Asíu. Svo náðum við 20. sæti á HM sem er þeirra besti árangur á HM. Þetta er búið að ganga vel og búnir að tryggja okkur inn á nýtt HM. Það er ánægja með þetta og þeir hafa viljað að ég sé meira í Barein en hér heima. Það hefur verið öfugt hjá mér.“

Klippa: Sportpakkinn: Aron Kristjánsson um Barein



Fleiri fréttir

Sjá meira


×