Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2020 23:29 Lögregluþjónn stendur vörð við aðra moskuna sem ráðist var á. AP/Vincent Yu Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og stóð til að hefja réttarhöldin yfir honum í sumar. Hinn 29 ára gamli Brenton Harrison Tarrant játaði öll morðin, morðtilraunirnar og að hafa framið hryðjuverk, samkvæmt frétt New Zealand Herald. Mike Bush, yfirmaður lögreglunnar á Nýja Sjálandi, fagnar játningum Tarrant en um versta hryðjuverk landsins er að ræða. Árásin leiddi til þess að vopnalöggjöf landsins var hert til muna. Sjá einnig: Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch dvaldi á Íslandi í tíu daga Fyrr í þessari viku sendu verjendur Tarrant skilaboð til dómara og sögðu hann tilbúinn til að játa sekt sína. Ekki var hægt að bjóða almenningi í dómsal þegar hann játaði vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar en tveimur klerkum úr moskunum sem Tarrant réðst á var boðið að vera viðstaddir auk fimm blaðamanna. Alls voru eingöngu sautján manns í salnum og dómarinn sagði leiðinlegt að aðstæður leyfðu ekki fórnarlömbum Tarrant og fjölskyldum þeirra að vera viðstödd. Í samtali við NZ Herald fagna fjölskyldumeðlimir fórnarlamba Tarrant og segja jákvætt að engin réttarhöld muni fara fram. Ekki liggur fyrir enn hvenær dómsuppkvaðning fer fram. Gekk á milli herbergja og skaut fólk Árásin átti sér stað þann 15. mars í fyrra. Tarrant keyrði að Al Noor moskunni í Christchurch, gekk þar inn og hóf skothríð. Skömmu seinna gekk hann út, náði í aðra byssu og fór aftur inn þar sem hann gekk á milli herbergja og skaut fólk. Þá var hann með myndavél á hjálmi sínum og sýndi frá árásinni í beinni á Facebook. Frá Al Noor keyrði Tarrant til Linwood-moskunnar þar sem hann skaut tvo til bana fyrir utan. Því næst skaut hann inn um glugga moskunnar áður en hann var hrakinn á brott af manni sem hafði náð einni byssu hans. Hann var handtekinn skömmu seinna. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og stóð til að hefja réttarhöldin yfir honum í sumar. Hinn 29 ára gamli Brenton Harrison Tarrant játaði öll morðin, morðtilraunirnar og að hafa framið hryðjuverk, samkvæmt frétt New Zealand Herald. Mike Bush, yfirmaður lögreglunnar á Nýja Sjálandi, fagnar játningum Tarrant en um versta hryðjuverk landsins er að ræða. Árásin leiddi til þess að vopnalöggjöf landsins var hert til muna. Sjá einnig: Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch dvaldi á Íslandi í tíu daga Fyrr í þessari viku sendu verjendur Tarrant skilaboð til dómara og sögðu hann tilbúinn til að játa sekt sína. Ekki var hægt að bjóða almenningi í dómsal þegar hann játaði vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar en tveimur klerkum úr moskunum sem Tarrant réðst á var boðið að vera viðstaddir auk fimm blaðamanna. Alls voru eingöngu sautján manns í salnum og dómarinn sagði leiðinlegt að aðstæður leyfðu ekki fórnarlömbum Tarrant og fjölskyldum þeirra að vera viðstödd. Í samtali við NZ Herald fagna fjölskyldumeðlimir fórnarlamba Tarrant og segja jákvætt að engin réttarhöld muni fara fram. Ekki liggur fyrir enn hvenær dómsuppkvaðning fer fram. Gekk á milli herbergja og skaut fólk Árásin átti sér stað þann 15. mars í fyrra. Tarrant keyrði að Al Noor moskunni í Christchurch, gekk þar inn og hóf skothríð. Skömmu seinna gekk hann út, náði í aðra byssu og fór aftur inn þar sem hann gekk á milli herbergja og skaut fólk. Þá var hann með myndavél á hjálmi sínum og sýndi frá árásinni í beinni á Facebook. Frá Al Noor keyrði Tarrant til Linwood-moskunnar þar sem hann skaut tvo til bana fyrir utan. Því næst skaut hann inn um glugga moskunnar áður en hann var hrakinn á brott af manni sem hafði náð einni byssu hans. Hann var handtekinn skömmu seinna.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira