Er góð hugmynd að taka út séreignina? Björn Berg Gunnarsson skrifar 26. mars 2020 08:00 Meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa ráðist í til að bregðast við efnahagsáhrifum COVID-19 veirunnar er að opna fyrir úttekt séreignarsparnaðar. Heimildin er á þennan veg: Opin öllum óháð aldri Hámarksútgreiðsla er 800.000 kr. á mánuði í 15 mánuði = 12 milljónir króna Greiddur er skattur af úttektinni Úttektin hefur ekki áhrif á greiðslur barnabóta, vaxtabóta og ellilífeyris TR Þessi tímabundna heimild kemur ekki til af góðu heldur er ætlað að létta undir með þeim sem sjá fram á fjárhagslega erfiðleika vegna ástandsins. Hvers vegna greiðum við í séreignarsparnað? Ef við viljum megum við greiða 2-4% af launum okkar í viðbótarlífeyrissparnað (séreignarsparnað) og eigum þá rétt á 2% framlagi frá vinnuveitanda á móti. Þetta er í raun launahækkun og því ættu allir að greiða í séreignarsparnað, þó ekki sé nema til þess að fá þessa viðbótargreiðslu. Auk þess hefur um skeið verið boðið upp á sérstaka ráðstöfun séreignar inn á íbúðalán eða til útborgunar í fyrstu íbúð og er slíkt skattfrjálst. Séreignarsparnaður er annars að öllu jöfnu bundinn til 60 ára aldurs og þá er úttekt frjáls. Ástæða þess er að ef ekki er sparað með þessum hætti er hætt við að tekjur okkar lækki til muna þegar við hættum að vinna þar sem reglulegar greiðslur úr lífeyrissjóðum eru yfirleitt talsvert lægri en launin okkar voru á vinnumarkaði. Séreign er með öðrum orðum mikilvægur þáttur þess að hafa það betra þegar við verðum eldri og það hefur ekki breyst, þrátt fyrir þessa tímabundnu heimild til úttektar. Kærkomið í brýnni neyð Þar sem séreign mun reynast okkur afar dýrmæt þegar við verðum eldri er stór ákvörðun að nýta þá fjármuni í dag. En nú er hætt við að fjárhagur margra muni versna, vonandi bara tímabundið, en höggið getur orðið þungt. Þá getur verið dýrmætt að geta nýtt séreignina til að komast í gegnum erfiðasta skaflinn. Úttekt við slíkar aðstæður er ekki bara skiljanleg heldur getur verið æskileg og nauðsynleg. Þau sem ekki hafa brýna þörf á úttekt ættu þó að hafa upphaflegt hlutverk séreignar í huga. Með úttekt í dag getur miklum hagsmunum í framtíð verið fórnað. Þó opnað sé fyrir úttekt tímabundið er ekki þar með sagt að við ættum öll að nýta þá heimild. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenskir bankar Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa ráðist í til að bregðast við efnahagsáhrifum COVID-19 veirunnar er að opna fyrir úttekt séreignarsparnaðar. Heimildin er á þennan veg: Opin öllum óháð aldri Hámarksútgreiðsla er 800.000 kr. á mánuði í 15 mánuði = 12 milljónir króna Greiddur er skattur af úttektinni Úttektin hefur ekki áhrif á greiðslur barnabóta, vaxtabóta og ellilífeyris TR Þessi tímabundna heimild kemur ekki til af góðu heldur er ætlað að létta undir með þeim sem sjá fram á fjárhagslega erfiðleika vegna ástandsins. Hvers vegna greiðum við í séreignarsparnað? Ef við viljum megum við greiða 2-4% af launum okkar í viðbótarlífeyrissparnað (séreignarsparnað) og eigum þá rétt á 2% framlagi frá vinnuveitanda á móti. Þetta er í raun launahækkun og því ættu allir að greiða í séreignarsparnað, þó ekki sé nema til þess að fá þessa viðbótargreiðslu. Auk þess hefur um skeið verið boðið upp á sérstaka ráðstöfun séreignar inn á íbúðalán eða til útborgunar í fyrstu íbúð og er slíkt skattfrjálst. Séreignarsparnaður er annars að öllu jöfnu bundinn til 60 ára aldurs og þá er úttekt frjáls. Ástæða þess er að ef ekki er sparað með þessum hætti er hætt við að tekjur okkar lækki til muna þegar við hættum að vinna þar sem reglulegar greiðslur úr lífeyrissjóðum eru yfirleitt talsvert lægri en launin okkar voru á vinnumarkaði. Séreign er með öðrum orðum mikilvægur þáttur þess að hafa það betra þegar við verðum eldri og það hefur ekki breyst, þrátt fyrir þessa tímabundnu heimild til úttektar. Kærkomið í brýnni neyð Þar sem séreign mun reynast okkur afar dýrmæt þegar við verðum eldri er stór ákvörðun að nýta þá fjármuni í dag. En nú er hætt við að fjárhagur margra muni versna, vonandi bara tímabundið, en höggið getur orðið þungt. Þá getur verið dýrmætt að geta nýtt séreignina til að komast í gegnum erfiðasta skaflinn. Úttekt við slíkar aðstæður er ekki bara skiljanleg heldur getur verið æskileg og nauðsynleg. Þau sem ekki hafa brýna þörf á úttekt ættu þó að hafa upphaflegt hlutverk séreignar í huga. Með úttekt í dag getur miklum hagsmunum í framtíð verið fórnað. Þó opnað sé fyrir úttekt tímabundið er ekki þar með sagt að við ættum öll að nýta þá heimild. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar