Viðskipti innlent

Segja lækkun fasteignagjalda geta hleypt súrefni í atvinnulífið

Samúel Karl Ólason og Nadine Guðrún Yaghi skrifa

Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir sveitarfélög geta veitt súrefni í atvinnulífið með lækkun fasteignagjalda. Þau séu þegar of há og að erfitt og langt tímabil sé fyrir höndum.

Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, segir samkomubannið hafa margvíslega erfiðleika í för með sér til viðbótar við þá sem forsvarsmenn fyrirtækja hafa þegar upplifað. Erfiðiðir tímar séu í nánd.

„Þessar takmarkanir á fjölda gera ýmsum fyrirtækjum erfiðara fyrir og önnur hafa þurft að loka. Þau fyrirtæki sem eru með nándarþjónustu. Þannig að við erum að byrja að horfa á mjög erfiða tíma fyrir verslun og þjónustu,“ segir Jón Ólafur.

Hann segir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar koma fram á hárréttum tíma. Hins vegar stefni í langt tímabil og meira þurfi til og sveitarfélögin þurfi að stíga fram.

„Eitt af því sem við höfum gagnrýnt á undanförnum misserum er það að fasteignagjöld eru allt of há. Ég held að það sé orðið tímabært að til dæmis Reykjavíkurborg stígi fram með afgerandi hætti og lækki þar fasteignagjöldin og hjálpi til við að veita það súrefni sem þarf inn í atvinnulífið.“


Tengdar fréttir

Keflavíkurflugvöllur eins og draugabær

Keflavíkurflugvöllur leit út eins og draugabær í dag en ferðamönnum hefur fækkað gífurlega hér á landi og sömuleiðis ferðum Íslendinga vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubanns.

„Við erum ekkert að grínast með þetta“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, leggur þunga áherslu á það að fólk hlíti samkomubanninnu, sem hert var á miðnætti.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.