Verjum Elliðaárdalinn - skrifum undir Marta Guðjónsdóttir skrifar 22. febrúar 2020 11:00 Nú ríður á að Reykvíkingar, jafnt í efri byggðum sem neðri, fylki sér saman, skrifi undir áskorun Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, og leggi þar með sitt á vogarskálarnar, gegn því að meirihluti borgarstjórnar leyfi dularfullum milljarðamæringum að breyta suðurmörkum Elliðaárdalsins í Disneyland fyrir túrista. Í Elliðaárdalnum eigum við Reykvíkingar okkar náttúruperlur, minjar og sögusöfn sem vitna um okkar eigin sögu og sérkenni. Risavöxnum alþjóðlegum túristatraksjónum með yfirbyggðum suðrænum pálmatrjám, börum og kaffistofum, yrði þar ofaukið með sína bílaumferð, bílastæði og ljósadýrð. Borgarstjórnarmeirihlutinn breytti skipulagsskilmálum syðst í Elliðaárdalnum í nóvember síðastliðnum til að heimila þar túristabyggingu að grunnfleti 4.500 fermetrar auk þess sem þar er gert ráð fyrir tveimur öðrum stórbyggingum og risa bílastæði. Á sama borgarstjórnarfundi hafnaði borgarstjórnarmeirihlutinn þeirri tillögu okkar í minnihlutanum um að Reykvíkingar fengju að kjósa um þessar framkvæmdir. Og þetta er því miður einungis byrjunin á aðförinni að „Græna treflinum“ sem nær frá Hljómskálagarðinum og upp í Heiðmörk. Í bígerð eru fleiri slíkar aðfarir með tilheyrandi stórbyggingjum, m.a. í Víðidalnum. Það er ekki að ástæðulausu að Umhverfisstofun ríkisins lagðist gegn þessum áformum, sem og formaður og stjórn Landverndar. Allir raunverulegir náttúruvermdarsinnar vilja vernda Elliðaárdalinn fyrir gróðabralli af þessum toga. Á skal að ósi stemma. Við skulum því skrifa undir áskorun Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins og gera þannig borgaryfirvöldum það ljóst í eitt skipti fyrir öll, að við höfnum þessari aðför að Elliðaárdalnum og stöndum vörð um „græna trefla“ Reykjavíkur sem í raun eru lungu borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Reykjavík Skipulag Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Nú ríður á að Reykvíkingar, jafnt í efri byggðum sem neðri, fylki sér saman, skrifi undir áskorun Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, og leggi þar með sitt á vogarskálarnar, gegn því að meirihluti borgarstjórnar leyfi dularfullum milljarðamæringum að breyta suðurmörkum Elliðaárdalsins í Disneyland fyrir túrista. Í Elliðaárdalnum eigum við Reykvíkingar okkar náttúruperlur, minjar og sögusöfn sem vitna um okkar eigin sögu og sérkenni. Risavöxnum alþjóðlegum túristatraksjónum með yfirbyggðum suðrænum pálmatrjám, börum og kaffistofum, yrði þar ofaukið með sína bílaumferð, bílastæði og ljósadýrð. Borgarstjórnarmeirihlutinn breytti skipulagsskilmálum syðst í Elliðaárdalnum í nóvember síðastliðnum til að heimila þar túristabyggingu að grunnfleti 4.500 fermetrar auk þess sem þar er gert ráð fyrir tveimur öðrum stórbyggingum og risa bílastæði. Á sama borgarstjórnarfundi hafnaði borgarstjórnarmeirihlutinn þeirri tillögu okkar í minnihlutanum um að Reykvíkingar fengju að kjósa um þessar framkvæmdir. Og þetta er því miður einungis byrjunin á aðförinni að „Græna treflinum“ sem nær frá Hljómskálagarðinum og upp í Heiðmörk. Í bígerð eru fleiri slíkar aðfarir með tilheyrandi stórbyggingjum, m.a. í Víðidalnum. Það er ekki að ástæðulausu að Umhverfisstofun ríkisins lagðist gegn þessum áformum, sem og formaður og stjórn Landverndar. Allir raunverulegir náttúruvermdarsinnar vilja vernda Elliðaárdalinn fyrir gróðabralli af þessum toga. Á skal að ósi stemma. Við skulum því skrifa undir áskorun Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins og gera þannig borgaryfirvöldum það ljóst í eitt skipti fyrir öll, að við höfnum þessari aðför að Elliðaárdalnum og stöndum vörð um „græna trefla“ Reykjavíkur sem í raun eru lungu borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar